Segir raunverulega hættu á að EM verði aflýst Sindri Sverrisson skrifar 5. janúar 2022 13:41 Aron Pálmarsson skoraði tíu mörk gegn Dönum í sigri Íslendinga í fyrsta leik á EM fyrir tveimur árum. Danir sátu þá eftir í riðlakeppninni en urðu svo heimsmeistarar í Egyptalandi ári síðar. EPA-EFE/ANDREAS HILLERGREN Danski handboltasérfræðingurinn Bent Nyegaard telur hættu á því að EM karla í handbolta, sem hefjast á eftir átta daga, verði aflýst vegna kórónuveirufaraldursins. Ef að leikmaður smitast af Covid í aðdraganda EM er krafa handknattleikssambands Evrópu, EHF, sú að hann spili ekki á mótinu fyrr en að 14 dögum liðnum. Það þýðir að leikmenn sem smitast þessa dagana missa af riðlakeppninni, og þar með mögulega af öllu mótinu því aðeins tvö lið af fjórum í hverjum riðli komast áfram í milliriðla. Króatar hafa til að mynda orðið fyrir miklu áfalli af þesum sökum því stjörnuleikmennirnir Domagoj Duvnjak og Luka Cindric hafa greinst með smit og geta í fyrsta lagi verið með í milliriðlakeppninni. Þá hefur Jannick Green, markvörður Dana, greinst með smit og missir af fyrstu tveimur leikjum heimsmeistaranna. Barnaskapur að halda að það komi ekki upp fleiri tilfelli Ljóst er að fleiri hafa smitast, og nefna má að þrír leikmenn úr íslenska hópnum smituðust fyrir áramót en ættu allir að vera klárir í slaginn fyrir vináttulandsleikina við Litháen á föstudag og sunnudag. „Þetta setur EM í hættu. Það er barnaskapur að halda að það komi ekki upp fleiri tilfelli, miðað við hvernig staðan er í augnablikinu. Það verður mikið, mikið erfiðara að einangra sig eftir því sem smitin dreifast,“ sagði Nyegaard við TV 2. „Það ríkir mikil pressa varðandi EM. Það er ótrúverðugt að halda því fram að það sé ekki hætta á að EM verði aflýst, miðað við útlitið núna,“ sagði Nyegaard. Eftir að keppni hefst á EM þarf leikmaður að vera í einangrun í 11 daga ef hann greinist með smit, og sýna fram á tvö neikvæð PCR-sýni, til að mega spila að nýju. Evrópumótið stendur yfir í 17 daga, frá 13.-30. janúar. EM karla í handbolta 2022 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Andstæðingar Íslands missa af undirbúningsmóti vegna smita Fyrstu mótherjar Íslands á Evrópumótinu í handbolta, Portúgalar, glíma við afleiðingar kórónuveirusmita í leikmannahópnum og fá ekki undirbúningsleiki fyrir mótið. 5. janúar 2022 08:01 Alfreð missir undirbúningsleiki vegna hópsmits Hætt hefur verið við tvo vináttulandsleiki sem Þýskaland og Serbía ætluðu að spila í Þýskalandi, til undirbúnings fyrir Evrópumót karla í handbolta sem hefst 13. janúar. 4. janúar 2022 17:00 Leikmaður í einangrun, tveir í sóttkví og smit á skrifstofu HSÍ Íslenska karlalandsliðið í handbolta byrjar í dag undirbúning sinn fyrir Evrópumótið án þriggja leikmanna, vegna kórónuveirufaraldursins. 3. janúar 2022 08:01 Mest lesið Conor: Ég grét af gleði Sport Pistill frá Guðna Bergs formanni KSÍ: Íslensku landsliðsmennirnir eru ekki vélar Fótbolti Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Fótbolti Tilþrifin: Risatroðslur og samspil Valsmanna Sport Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Körfubolti „Þá þurfum við kannski líka bara að breyta öllu“ Sport Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Fótbolti Nýr kani til Þórs Körfubolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Sjá meira
Ef að leikmaður smitast af Covid í aðdraganda EM er krafa handknattleikssambands Evrópu, EHF, sú að hann spili ekki á mótinu fyrr en að 14 dögum liðnum. Það þýðir að leikmenn sem smitast þessa dagana missa af riðlakeppninni, og þar með mögulega af öllu mótinu því aðeins tvö lið af fjórum í hverjum riðli komast áfram í milliriðla. Króatar hafa til að mynda orðið fyrir miklu áfalli af þesum sökum því stjörnuleikmennirnir Domagoj Duvnjak og Luka Cindric hafa greinst með smit og geta í fyrsta lagi verið með í milliriðlakeppninni. Þá hefur Jannick Green, markvörður Dana, greinst með smit og missir af fyrstu tveimur leikjum heimsmeistaranna. Barnaskapur að halda að það komi ekki upp fleiri tilfelli Ljóst er að fleiri hafa smitast, og nefna má að þrír leikmenn úr íslenska hópnum smituðust fyrir áramót en ættu allir að vera klárir í slaginn fyrir vináttulandsleikina við Litháen á föstudag og sunnudag. „Þetta setur EM í hættu. Það er barnaskapur að halda að það komi ekki upp fleiri tilfelli, miðað við hvernig staðan er í augnablikinu. Það verður mikið, mikið erfiðara að einangra sig eftir því sem smitin dreifast,“ sagði Nyegaard við TV 2. „Það ríkir mikil pressa varðandi EM. Það er ótrúverðugt að halda því fram að það sé ekki hætta á að EM verði aflýst, miðað við útlitið núna,“ sagði Nyegaard. Eftir að keppni hefst á EM þarf leikmaður að vera í einangrun í 11 daga ef hann greinist með smit, og sýna fram á tvö neikvæð PCR-sýni, til að mega spila að nýju. Evrópumótið stendur yfir í 17 daga, frá 13.-30. janúar.
EM karla í handbolta 2022 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Andstæðingar Íslands missa af undirbúningsmóti vegna smita Fyrstu mótherjar Íslands á Evrópumótinu í handbolta, Portúgalar, glíma við afleiðingar kórónuveirusmita í leikmannahópnum og fá ekki undirbúningsleiki fyrir mótið. 5. janúar 2022 08:01 Alfreð missir undirbúningsleiki vegna hópsmits Hætt hefur verið við tvo vináttulandsleiki sem Þýskaland og Serbía ætluðu að spila í Þýskalandi, til undirbúnings fyrir Evrópumót karla í handbolta sem hefst 13. janúar. 4. janúar 2022 17:00 Leikmaður í einangrun, tveir í sóttkví og smit á skrifstofu HSÍ Íslenska karlalandsliðið í handbolta byrjar í dag undirbúning sinn fyrir Evrópumótið án þriggja leikmanna, vegna kórónuveirufaraldursins. 3. janúar 2022 08:01 Mest lesið Conor: Ég grét af gleði Sport Pistill frá Guðna Bergs formanni KSÍ: Íslensku landsliðsmennirnir eru ekki vélar Fótbolti Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Fótbolti Tilþrifin: Risatroðslur og samspil Valsmanna Sport Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Körfubolti „Þá þurfum við kannski líka bara að breyta öllu“ Sport Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Fótbolti Nýr kani til Þórs Körfubolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Sjá meira
Andstæðingar Íslands missa af undirbúningsmóti vegna smita Fyrstu mótherjar Íslands á Evrópumótinu í handbolta, Portúgalar, glíma við afleiðingar kórónuveirusmita í leikmannahópnum og fá ekki undirbúningsleiki fyrir mótið. 5. janúar 2022 08:01
Alfreð missir undirbúningsleiki vegna hópsmits Hætt hefur verið við tvo vináttulandsleiki sem Þýskaland og Serbía ætluðu að spila í Þýskalandi, til undirbúnings fyrir Evrópumót karla í handbolta sem hefst 13. janúar. 4. janúar 2022 17:00
Leikmaður í einangrun, tveir í sóttkví og smit á skrifstofu HSÍ Íslenska karlalandsliðið í handbolta byrjar í dag undirbúning sinn fyrir Evrópumótið án þriggja leikmanna, vegna kórónuveirufaraldursins. 3. janúar 2022 08:01