Strákarnir okkar dvelja allir á Grand hótel á milli æfinga og fram undan eru síðan tveir æfingaleikir við Litháen um næstu helgi.
Það er samt eitthvað í boði fyrir strákarnir okkar í búbblunni en bara hótelhangs og æfingar.
Handknattleikssambandið segir frá því að Golfsvítan í Ögurhvarfi hafi boðið leikmönnum liðsins aðgang að golfhermum í gær til að brjóta upp dagskrá þeirra á hótelinu.
Það má sjá myndir af því hér fyrir neðan.