„Þurftum að grátbiðja um mat og vatn“ Heimsljós 10. janúar 2022 10:12 UN Women Læknis- og sálfræðiþjónusta mun meðal annars standa konum til boða í kvennaathvörfum UN Women. UN Women styður við rekstur kvennaathvarfa í Eþíópíu í samstarfi við þarlend grasrótarsamtök. Þar hljóta konur öruggt skjól, læknis- og sálfræðiþjónustu sem og starfsþjálfun. Konurnar fá einnig aðgang að smálánum til að koma undir sig fótunum að nýju. Margar konur sem þangað leita hafa verið beittar ofbeldi af hendi smyglara sem hafa lofað þeim störfum í efnuðum Arabíuríkjum. Ein þeirra er Alem Kifle, sem yfirgaf heimili sitt í Eþíópíu þegar COVID-19 heimsfaraldurinn skall á landinu. Atvinnuleysi í Eþíópíu jókst til muna í heimsfaraldrinum og Kifle gat ekki séð börnum sínum fyrir mat. Landamæralokanir heftu för fólks og í örvæntingu leitaði Kifle til smyglara sem lofuðu fólki atvinnu í öðrum ríkjum. För Kifle endaði þó í þriggja mánaða fangavist í ókunnugu landi áður en hún var send aftur heim til Eþíópíu. „Lögreglan lét okkur sofa við hliðina á klósetinu. Við þurftum að grátbiðja þá um mat og vatn. Þú ert einskis virði þegar þú ert ólöglegur innflytjandi,“ lýsir Kifle. „Ég var blásnauð þegar ég kom heim og ég var þunglynd. Sonur minn bjó á götunni og dóttir mín bjó hjá fyrrum nágranna. Fjölskylda mín vildi ekkert með mig hafa.“ Talið er að um 550 þúsund einstaklingar hafi snúið heim til Eþíópíu frá Arabíuskaganum í kjölfar COVID-19. „Mörg þeirra urðu fyrir miklum áföllum og ofbeldi á leið sinni. Aðrir höfðu sætt illri meðferð af hendi vinnuveitanda. Þrátt fyrir þennan mikla fjölda fólks sem þurfti á aðstoð að halda, var fátt um úrræði. Neyðarskýli fyrir þolendur voru of þéttskipuð, ekki var hægt að huga að sóttvörnum og starfsfólk var bæði fáliðað og illa þjálfað,“ segir í grein UN Women. Kifle hlaut þjálfun í rekstri og matvælaframleiðslu meðan hún dvaldi í athvarfinu og rekur nú lítið kaffihús í heimabæ sínum. Börnin hennar tvö búa hjá henni. Hún segir að verkefni UN Women hafi veitt henni kraft og hvatningu til að takast á við framtíðina. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Jafnréttismál Eþíópía Þróunarsamvinna Kynferðisofbeldi Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent
UN Women styður við rekstur kvennaathvarfa í Eþíópíu í samstarfi við þarlend grasrótarsamtök. Þar hljóta konur öruggt skjól, læknis- og sálfræðiþjónustu sem og starfsþjálfun. Konurnar fá einnig aðgang að smálánum til að koma undir sig fótunum að nýju. Margar konur sem þangað leita hafa verið beittar ofbeldi af hendi smyglara sem hafa lofað þeim störfum í efnuðum Arabíuríkjum. Ein þeirra er Alem Kifle, sem yfirgaf heimili sitt í Eþíópíu þegar COVID-19 heimsfaraldurinn skall á landinu. Atvinnuleysi í Eþíópíu jókst til muna í heimsfaraldrinum og Kifle gat ekki séð börnum sínum fyrir mat. Landamæralokanir heftu för fólks og í örvæntingu leitaði Kifle til smyglara sem lofuðu fólki atvinnu í öðrum ríkjum. För Kifle endaði þó í þriggja mánaða fangavist í ókunnugu landi áður en hún var send aftur heim til Eþíópíu. „Lögreglan lét okkur sofa við hliðina á klósetinu. Við þurftum að grátbiðja þá um mat og vatn. Þú ert einskis virði þegar þú ert ólöglegur innflytjandi,“ lýsir Kifle. „Ég var blásnauð þegar ég kom heim og ég var þunglynd. Sonur minn bjó á götunni og dóttir mín bjó hjá fyrrum nágranna. Fjölskylda mín vildi ekkert með mig hafa.“ Talið er að um 550 þúsund einstaklingar hafi snúið heim til Eþíópíu frá Arabíuskaganum í kjölfar COVID-19. „Mörg þeirra urðu fyrir miklum áföllum og ofbeldi á leið sinni. Aðrir höfðu sætt illri meðferð af hendi vinnuveitanda. Þrátt fyrir þennan mikla fjölda fólks sem þurfti á aðstoð að halda, var fátt um úrræði. Neyðarskýli fyrir þolendur voru of þéttskipuð, ekki var hægt að huga að sóttvörnum og starfsfólk var bæði fáliðað og illa þjálfað,“ segir í grein UN Women. Kifle hlaut þjálfun í rekstri og matvælaframleiðslu meðan hún dvaldi í athvarfinu og rekur nú lítið kaffihús í heimabæ sínum. Börnin hennar tvö búa hjá henni. Hún segir að verkefni UN Women hafi veitt henni kraft og hvatningu til að takast á við framtíðina. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Jafnréttismál Eþíópía Þróunarsamvinna Kynferðisofbeldi Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent