Ákall Sameinuðu þjóðanna um 655 milljarða króna til afgönsku þjóðarinnar Heimsljós 11. janúar 2022 13:50 UNHCR/Andrew McConnell Afganska þjóðin hefur búið við stríðsátök í fjóra áratugi. Sameinuðu þjóðirnar og samstarfsaðilar kölluðu í gær eftir rúmlega 655 milljarða króna framlögum til mannúðaraðstoðar í Afganistan, fimm milljörðum bandarískra dala, sem jafnframt er hæsta upphæð sem kallað hefur verið eftir í sögu samtakanna fyrir einstakt ríki. Grunnþjónusta við íbúa er í molum og með væntanlegum framlögum ætla Sameinuðu þjóðirnar að koma 22 milljónum stríðshrjáðra Afgana til aðstoðar innan landamæra og 5,7 milljóna utan þeirra. Martin Griffith yfirmaður samhæfingarskrifstofu aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum (OCHA) sagði að 4,4 milljarða Bandaríkjadala þyrfti til þess eins að greiða laun heilbrigðisstarfsfólks og annarra – og ekkert af því fjármagni færi í gegnum hendur Talíbana. Þá kallaði Filippo Grandi framkvæmdastjóri Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) eftir 623 milljónum dala – tæplega 82 milljörðum króna – til stuðnings flóttamannasamfélögum í fimm nágrannríkjum. Afganska þjóðin, tæplega 42 milljónir íbúa, hefur búið við stríðsátök í fjóra áratugi. Eftir að Talibanar tóku völdin í landinu í ágúst á síðasta ári hefur ástandið farið hríðversnandi með vaxandi fátækt og verðhækkunum á matvælum og öðrum nauðsynjum. Rúmlega helmingur þjóðarinnar þarf á alþjóðlegri mannúðaraðstoð að halda. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra úthlutaði í lok desember 200 milljónum króna til mannúðaraðstoðar, meðal annars til Afganistan, og fól Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) og Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) að ráðstafa framlaginu. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Afganistan Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent
Sameinuðu þjóðirnar og samstarfsaðilar kölluðu í gær eftir rúmlega 655 milljarða króna framlögum til mannúðaraðstoðar í Afganistan, fimm milljörðum bandarískra dala, sem jafnframt er hæsta upphæð sem kallað hefur verið eftir í sögu samtakanna fyrir einstakt ríki. Grunnþjónusta við íbúa er í molum og með væntanlegum framlögum ætla Sameinuðu þjóðirnar að koma 22 milljónum stríðshrjáðra Afgana til aðstoðar innan landamæra og 5,7 milljóna utan þeirra. Martin Griffith yfirmaður samhæfingarskrifstofu aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum (OCHA) sagði að 4,4 milljarða Bandaríkjadala þyrfti til þess eins að greiða laun heilbrigðisstarfsfólks og annarra – og ekkert af því fjármagni færi í gegnum hendur Talíbana. Þá kallaði Filippo Grandi framkvæmdastjóri Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) eftir 623 milljónum dala – tæplega 82 milljörðum króna – til stuðnings flóttamannasamfélögum í fimm nágrannríkjum. Afganska þjóðin, tæplega 42 milljónir íbúa, hefur búið við stríðsátök í fjóra áratugi. Eftir að Talibanar tóku völdin í landinu í ágúst á síðasta ári hefur ástandið farið hríðversnandi með vaxandi fátækt og verðhækkunum á matvælum og öðrum nauðsynjum. Rúmlega helmingur þjóðarinnar þarf á alþjóðlegri mannúðaraðstoð að halda. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra úthlutaði í lok desember 200 milljónum króna til mannúðaraðstoðar, meðal annars til Afganistan, og fól Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) og Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) að ráðstafa framlaginu. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Afganistan Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent