„Gummi og Ómar Ingi þurfa að finna millilendingu til að hann nýtist“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. janúar 2022 12:30 Enn er beðið eftir því að Ómar Ingi Magnússon sýni sparihliðarnar með íslenska landsliðinu. vísir/hulda margrét Ásgeir Örn Hallgrímsson og Róbert Gunnarsson segja að nú sé kominn tími á að Ómar Ingi Magnússon, Íþróttamaður ársins 2021, springi út með íslenska landsliðinu. Þeir benda þó á að það sé einnig á ábyrgð þjálfarans, Guðmundar Guðmundssonar. Ómar Ingi átti frábært ár í fyrra. Hann var marka- og næststoðsendingahæstur í þýsku úrvalsdeildinni, vann EHF-bikarinn og heimsmeistarakeppni félagsliða með Magdeburg sem situr núna á toppi þýsku deildarinnar og hefur unnið alla leiki sína nema einn. Og í árslok var Ómar Ingi valinn Íþróttamaður ársins af Samtökum íþróttafréttamanna. Þrátt fyrir afar farsælan feril með sínum félagsliðum hefur Ómar Ingi ekki sýnt sparihliðarnar með íslenska A-landsliðinu. Það er því talsverð pressa á Selfyssingnum fyrir Evrópumótið eins og þeir Ásgeir Örn og Róbert ræddu um við Stefán Árna Pálsson í EM-hlaðvarpinu. „Jú, algjörlega. Nú viljum við virkilega sjá hann skila sínu. Eins og við vorum að tala um áðan þarf einhver að taka við af Aroni [Pálmarssyni]. Ég vil að við hendum því beint yfir á hann. Leyfum honum að taka fleiri ákvarðanir. En þá verðum við líka að gefa honum tækifæri til að spila vel. Hann verður að fá traust, taktíkin þarf að ganga upp og hann þarf að finna að hann eigi að vera miklu stærri prófíll en hann hefur verið,“ sagði Ásgeir Örn. „Þetta er bæði hlutverk þjálfarans og hans, að stimpla þetta þannig inn að hann nái sínu fram. Þetta er þarna. Það er ekki nokkur spurning. Þeir þurfa að fá alvöru stöðuga frammistöðu frá honum.“ Róbert tók í sama streng og sagði að Ómar Ingi og Guðmundur þyrftu að mætast á miðri leið til að hann gæti blómstrað inni á vellinum. „Þetta er tveggja manna dans. Gummi þarf að nota hann rétt og hann þarf líka að aðlaga sig að leiknum hans Gumma. Eins og við töluðum oft um með Óla Stef þegar hann var í Ciudad Real. Hann ætlaði bara að spila eins og þar en við vorum bara ekki nógu góðir til að geta það. En um leið og hann kom niður um fimm hæðir til okkar fór liðið að smella,“ sagði Róbert. „Það skiptir ekki alltaf máli hvaða taktík eða kerfi þú spilar, heldur að allir spili það sama. Þarna þurfa Gummi og Ómar að ná saman og finna einhverja millilendingu til að hann nýtist. Hann var frábær í Danmörku og búinn að vera frábær í Þýskalandi.“ Ómar Ingi er á leið á sitt fimmta stórmót með íslenska landsliðinu. Hann hefur leikið 21 leik á stórmóti og skorað 38 mörk. Fyrsti leikur Íslands á EM er gegn Portúgal annað kvöld klukkan 19:30. EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir Viggó vonast til að fá stórt hlutverk „Hótelið er mjög fínt þó svo það sé aðeins minna um sóttvarnir hérna en í Egyptalandi í fyrra,“ segir skyttan Viggó Kristjánsson jákvæð á hóteli íslenska liðsins í gær. 13. janúar 2022 12:01 Ísland á EM 2022: Spútnikstjörnur síðasta móts sem taka vonandi næsta skref Vísir kynnir leikmenn íslenska landsliðsins sem þurfa að byggja ofan á gott síðasta mót þegar þeir mæta á EM í handbolta 2022 13. janúar 2022 11:01 Stóru spurningum fyrir EM svarað: Sigurstranglegir Danir, Alfreð kemur á óvart og pressa á Íslendingum Vísir fékk valinkunna sérfræðinga til að svara stóru spurningunum fyrir Evrópumót karla í handbolta sem hefst í dag. 13. janúar 2022 10:01 Elliði þekkir að vera í stúkunni og á vellinum á stórmótum Eyjamaðurinn Elliði Snær Viðarsson sló í gegn á HM fyrir ári síðan og hann er mættur til Búdapest og ætlar að láta til sín taka. 13. janúar 2022 09:01 Guðmundur: Leikirnir telja en ekki yfirlýsingarnar fyrir mót Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari er nokkuð brattur í aðdraganda EM enda leikmenn heilir og undirbúningur gengið vel þrátt fyrir allt. 13. janúar 2022 08:01 Guðmundur búinn að vera í einangrun síðan fyrir jól Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska landsliðsins í handbolta, skilur lítið í sóttvarnarreglum – eða skorti þar á – Evrópumótsins í handbolta. Guðmundur hefur svo gott sem verið í einangrun síðan fyrir jól. 12. janúar 2022 20:31 Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti John Cena hættur að glíma Sport Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Fleiri fréttir Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Sjá meira
Ómar Ingi átti frábært ár í fyrra. Hann var marka- og næststoðsendingahæstur í þýsku úrvalsdeildinni, vann EHF-bikarinn og heimsmeistarakeppni félagsliða með Magdeburg sem situr núna á toppi þýsku deildarinnar og hefur unnið alla leiki sína nema einn. Og í árslok var Ómar Ingi valinn Íþróttamaður ársins af Samtökum íþróttafréttamanna. Þrátt fyrir afar farsælan feril með sínum félagsliðum hefur Ómar Ingi ekki sýnt sparihliðarnar með íslenska A-landsliðinu. Það er því talsverð pressa á Selfyssingnum fyrir Evrópumótið eins og þeir Ásgeir Örn og Róbert ræddu um við Stefán Árna Pálsson í EM-hlaðvarpinu. „Jú, algjörlega. Nú viljum við virkilega sjá hann skila sínu. Eins og við vorum að tala um áðan þarf einhver að taka við af Aroni [Pálmarssyni]. Ég vil að við hendum því beint yfir á hann. Leyfum honum að taka fleiri ákvarðanir. En þá verðum við líka að gefa honum tækifæri til að spila vel. Hann verður að fá traust, taktíkin þarf að ganga upp og hann þarf að finna að hann eigi að vera miklu stærri prófíll en hann hefur verið,“ sagði Ásgeir Örn. „Þetta er bæði hlutverk þjálfarans og hans, að stimpla þetta þannig inn að hann nái sínu fram. Þetta er þarna. Það er ekki nokkur spurning. Þeir þurfa að fá alvöru stöðuga frammistöðu frá honum.“ Róbert tók í sama streng og sagði að Ómar Ingi og Guðmundur þyrftu að mætast á miðri leið til að hann gæti blómstrað inni á vellinum. „Þetta er tveggja manna dans. Gummi þarf að nota hann rétt og hann þarf líka að aðlaga sig að leiknum hans Gumma. Eins og við töluðum oft um með Óla Stef þegar hann var í Ciudad Real. Hann ætlaði bara að spila eins og þar en við vorum bara ekki nógu góðir til að geta það. En um leið og hann kom niður um fimm hæðir til okkar fór liðið að smella,“ sagði Róbert. „Það skiptir ekki alltaf máli hvaða taktík eða kerfi þú spilar, heldur að allir spili það sama. Þarna þurfa Gummi og Ómar að ná saman og finna einhverja millilendingu til að hann nýtist. Hann var frábær í Danmörku og búinn að vera frábær í Þýskalandi.“ Ómar Ingi er á leið á sitt fimmta stórmót með íslenska landsliðinu. Hann hefur leikið 21 leik á stórmóti og skorað 38 mörk. Fyrsti leikur Íslands á EM er gegn Portúgal annað kvöld klukkan 19:30.
EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir Viggó vonast til að fá stórt hlutverk „Hótelið er mjög fínt þó svo það sé aðeins minna um sóttvarnir hérna en í Egyptalandi í fyrra,“ segir skyttan Viggó Kristjánsson jákvæð á hóteli íslenska liðsins í gær. 13. janúar 2022 12:01 Ísland á EM 2022: Spútnikstjörnur síðasta móts sem taka vonandi næsta skref Vísir kynnir leikmenn íslenska landsliðsins sem þurfa að byggja ofan á gott síðasta mót þegar þeir mæta á EM í handbolta 2022 13. janúar 2022 11:01 Stóru spurningum fyrir EM svarað: Sigurstranglegir Danir, Alfreð kemur á óvart og pressa á Íslendingum Vísir fékk valinkunna sérfræðinga til að svara stóru spurningunum fyrir Evrópumót karla í handbolta sem hefst í dag. 13. janúar 2022 10:01 Elliði þekkir að vera í stúkunni og á vellinum á stórmótum Eyjamaðurinn Elliði Snær Viðarsson sló í gegn á HM fyrir ári síðan og hann er mættur til Búdapest og ætlar að láta til sín taka. 13. janúar 2022 09:01 Guðmundur: Leikirnir telja en ekki yfirlýsingarnar fyrir mót Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari er nokkuð brattur í aðdraganda EM enda leikmenn heilir og undirbúningur gengið vel þrátt fyrir allt. 13. janúar 2022 08:01 Guðmundur búinn að vera í einangrun síðan fyrir jól Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska landsliðsins í handbolta, skilur lítið í sóttvarnarreglum – eða skorti þar á – Evrópumótsins í handbolta. Guðmundur hefur svo gott sem verið í einangrun síðan fyrir jól. 12. janúar 2022 20:31 Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti John Cena hættur að glíma Sport Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Fleiri fréttir Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Sjá meira
Viggó vonast til að fá stórt hlutverk „Hótelið er mjög fínt þó svo það sé aðeins minna um sóttvarnir hérna en í Egyptalandi í fyrra,“ segir skyttan Viggó Kristjánsson jákvæð á hóteli íslenska liðsins í gær. 13. janúar 2022 12:01
Ísland á EM 2022: Spútnikstjörnur síðasta móts sem taka vonandi næsta skref Vísir kynnir leikmenn íslenska landsliðsins sem þurfa að byggja ofan á gott síðasta mót þegar þeir mæta á EM í handbolta 2022 13. janúar 2022 11:01
Stóru spurningum fyrir EM svarað: Sigurstranglegir Danir, Alfreð kemur á óvart og pressa á Íslendingum Vísir fékk valinkunna sérfræðinga til að svara stóru spurningunum fyrir Evrópumót karla í handbolta sem hefst í dag. 13. janúar 2022 10:01
Elliði þekkir að vera í stúkunni og á vellinum á stórmótum Eyjamaðurinn Elliði Snær Viðarsson sló í gegn á HM fyrir ári síðan og hann er mættur til Búdapest og ætlar að láta til sín taka. 13. janúar 2022 09:01
Guðmundur: Leikirnir telja en ekki yfirlýsingarnar fyrir mót Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari er nokkuð brattur í aðdraganda EM enda leikmenn heilir og undirbúningur gengið vel þrátt fyrir allt. 13. janúar 2022 08:01
Guðmundur búinn að vera í einangrun síðan fyrir jól Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska landsliðsins í handbolta, skilur lítið í sóttvarnarreglum – eða skorti þar á – Evrópumótsins í handbolta. Guðmundur hefur svo gott sem verið í einangrun síðan fyrir jól. 12. janúar 2022 20:31