Spá hjaðnandi verðbólgu Eiður Þór Árnason skrifar 13. janúar 2022 11:57 Verð á mat- og drykkjavörum hækkaði um 0,7% milli nóvember og desember samkvæmt mælingu Hagstofunnar. Vísir/Vilhelm Íslandsbanki og Landsbankinn spá því að vísitala neysluverðs lækki um 0,2% í janúar og tólf mánaða verðbólga mælist 5,0% í janúar. Hún var 5,1% í desember. Telur Greining Íslandsbanka að verðbólga muni hjaðna jafnt og þétt á þessu ári og vera við 2,5% markmið Seðlabankans á fyrri hluta næsta árs. Landsbankinn spáir því að vísitala neysluverðs hækki um 0,7% í febrúar og hækki síðan um 0,3% í mars og apríl. Gangi spáin eftir mun verðbólgan verða 4,3% í apríl en verðbólga án húsnæðis 2,8%. Að sögn bankanna munu árstíðabundnar útsölur að venju hafa áhrif á verðlagsþróunina í janúar en á móti komi hinar ýmsu hækkanir á gjaldskrám og opinberum gjöldum. Þá hafi verð á mat og drykkjarvörum farið hækkandi. Landsbankinn spáir því að útsölur á fötum og skóm annars vegar og húsgögnum og heimilisbúnaði hins vegar muni leiða til 0,58% lækkunar á vísitölu neysluverðs. Samkvæmt mælingum Íslandsbanka lækka húsgögn og heimilisbúnaður um 3,8% í janúar og fatnaður og skór um 6,1%. Telur bankinn að samanlögð áhrif þessara tveggja liða á vísitölu neysluverðs verði 0,58% til lækkunar. Greining Íslandsbanka segir að húsnæðisliðurinn vegi enn þungt til hækkunar í vísitölu neysluverðs en húsnæðisverð hækkaði skarpt á seinasta ári. „Í síðasta mánuði hækkaði reiknaða húsaleigan um 0,6% sem er hægari hækkun en verið hefur lengst af á síðasta ári. Við spáum svipuðum hækkunartakti í janúar og teljum að reiknaða húsaleigan hækki um 0,7% milli mánaða. Hugsanlega eru hér merki um að farið sé að hægja á hækkunartaktinum á íbúðamarkaðnum,“ segir í samantekt Íslandsbanka. Ýmsir mælikvarðar bendi þó til þess að eftirspurn á íbúðamarkaði sé enn með mesta móti. Framboð íbúða er lítið, sölutími stuttur og margar íbúðir seljast yfir ásettu verði. Verðlag Tengdar fréttir Forstjóri Haga: Kostnaðarhækkanir „dynja yfir geirann“ sem munu skila sér út í verðlagið Finnur Oddsson, forstjóri Haga sem reka meðal annars matvöruverslanirnar Bónus og Hagkaup, segir kostnaðarverðshækkanir „dynja yfir geirann þessar vikurnar“ og að það blasi við að þær muni „óhjákvæmilega“ finna sér leið út í verðlagið. 13. janúar 2022 10:35 Telur líklegt að toppnum hafi verið náð Verðbólga mælist nú 5,1 prósent og hefur ekki mælst hærri í rúm níu ár. Fasteignaliðurinn vegur þungt í mælingunni en aðrir þættir ýta einnig undir verðbólgu. Aðalhagfræðingur Íslandsbanka telur að toppnum hafi verið náð. 21. desember 2021 13:01 Verðbólgan eykst í 5,1 prósent Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,45 prósent milli nóvember og desember en það þýðir að verðbólga síðastliðna tólf mánuði mælist nú 5,1 prósent. 21. desember 2021 09:51 Mest lesið Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Sjá meira
Telur Greining Íslandsbanka að verðbólga muni hjaðna jafnt og þétt á þessu ári og vera við 2,5% markmið Seðlabankans á fyrri hluta næsta árs. Landsbankinn spáir því að vísitala neysluverðs hækki um 0,7% í febrúar og hækki síðan um 0,3% í mars og apríl. Gangi spáin eftir mun verðbólgan verða 4,3% í apríl en verðbólga án húsnæðis 2,8%. Að sögn bankanna munu árstíðabundnar útsölur að venju hafa áhrif á verðlagsþróunina í janúar en á móti komi hinar ýmsu hækkanir á gjaldskrám og opinberum gjöldum. Þá hafi verð á mat og drykkjarvörum farið hækkandi. Landsbankinn spáir því að útsölur á fötum og skóm annars vegar og húsgögnum og heimilisbúnaði hins vegar muni leiða til 0,58% lækkunar á vísitölu neysluverðs. Samkvæmt mælingum Íslandsbanka lækka húsgögn og heimilisbúnaður um 3,8% í janúar og fatnaður og skór um 6,1%. Telur bankinn að samanlögð áhrif þessara tveggja liða á vísitölu neysluverðs verði 0,58% til lækkunar. Greining Íslandsbanka segir að húsnæðisliðurinn vegi enn þungt til hækkunar í vísitölu neysluverðs en húsnæðisverð hækkaði skarpt á seinasta ári. „Í síðasta mánuði hækkaði reiknaða húsaleigan um 0,6% sem er hægari hækkun en verið hefur lengst af á síðasta ári. Við spáum svipuðum hækkunartakti í janúar og teljum að reiknaða húsaleigan hækki um 0,7% milli mánaða. Hugsanlega eru hér merki um að farið sé að hægja á hækkunartaktinum á íbúðamarkaðnum,“ segir í samantekt Íslandsbanka. Ýmsir mælikvarðar bendi þó til þess að eftirspurn á íbúðamarkaði sé enn með mesta móti. Framboð íbúða er lítið, sölutími stuttur og margar íbúðir seljast yfir ásettu verði.
Verðlag Tengdar fréttir Forstjóri Haga: Kostnaðarhækkanir „dynja yfir geirann“ sem munu skila sér út í verðlagið Finnur Oddsson, forstjóri Haga sem reka meðal annars matvöruverslanirnar Bónus og Hagkaup, segir kostnaðarverðshækkanir „dynja yfir geirann þessar vikurnar“ og að það blasi við að þær muni „óhjákvæmilega“ finna sér leið út í verðlagið. 13. janúar 2022 10:35 Telur líklegt að toppnum hafi verið náð Verðbólga mælist nú 5,1 prósent og hefur ekki mælst hærri í rúm níu ár. Fasteignaliðurinn vegur þungt í mælingunni en aðrir þættir ýta einnig undir verðbólgu. Aðalhagfræðingur Íslandsbanka telur að toppnum hafi verið náð. 21. desember 2021 13:01 Verðbólgan eykst í 5,1 prósent Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,45 prósent milli nóvember og desember en það þýðir að verðbólga síðastliðna tólf mánuði mælist nú 5,1 prósent. 21. desember 2021 09:51 Mest lesið Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Sjá meira
Forstjóri Haga: Kostnaðarhækkanir „dynja yfir geirann“ sem munu skila sér út í verðlagið Finnur Oddsson, forstjóri Haga sem reka meðal annars matvöruverslanirnar Bónus og Hagkaup, segir kostnaðarverðshækkanir „dynja yfir geirann þessar vikurnar“ og að það blasi við að þær muni „óhjákvæmilega“ finna sér leið út í verðlagið. 13. janúar 2022 10:35
Telur líklegt að toppnum hafi verið náð Verðbólga mælist nú 5,1 prósent og hefur ekki mælst hærri í rúm níu ár. Fasteignaliðurinn vegur þungt í mælingunni en aðrir þættir ýta einnig undir verðbólgu. Aðalhagfræðingur Íslandsbanka telur að toppnum hafi verið náð. 21. desember 2021 13:01
Verðbólgan eykst í 5,1 prósent Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,45 prósent milli nóvember og desember en það þýðir að verðbólga síðastliðna tólf mánuði mælist nú 5,1 prósent. 21. desember 2021 09:51