Spánverjar og Danir öruggir áfram í milliriðla á EM Atli Arason skrifar 15. janúar 2022 22:15 Mikkel Hansen var markahæstur Dana í kvöld. Fjórir leikir fóru fram í kvöld á EM i handbolta í A, C, E og F riðli. Spánverjar og Danir tryggðu sig áfram í milliriðla á meðan það er enn þá spenna í hinum riðlunum fyrir lokaumferðina. Spánn vann Svíþjóð 32-28 í stórleik kvöldsins á EM í handbolta. Sigurinn þýðir að Spánverjar eru öruggir með sæti í milliriðlana en þeir eru nú á toppi E-riðils með með 4 stig. Spánverjar leika gegn Bosníu í lokaleik sínum í riðlinum á mánudaginn næsta á meðan Svíar mæta Tékkum, í viðureign sem mun ráða því hvort liðið fylgir Spánverjum áfram. Danir fóru auðveldlega í gegnum Slóvena en Danmörk vann leikinn með 11 mörkum, 34-23. Sigurinn þýðir að Danir eru, líkt og Spánverjar, öruggir áfram í milliriðla. Danmörk er á toppi A-riðils með 4 stig og í lokaleik sínum í riðlakeppninni á mánudag leika þeir við Norður Makedóníu. Slóvenar leika sama dag úrslitaleik við Svartfjallaland um hvort liðið fylgir Dönum áfram í milliriðla. Króatar unnu Serba 23-20 í C-riðli. Sigurinn var líflína fyrir Króata sem töpuðu gegn Frökkum í fyrsta leik. Króatía getur því með sigri í lokaleik sínum gegn Úkraínu á mánudag tryggt sér sæti í milliriðla, fari ekki svo að Serbar vinni Frakka í hinum leik riðilsins sem fer fram sama dag. Mest spennandi leikur dagsins var viðureign Noregs og Rússlands í F-riðli. Rússar unnu með einu marki, 23-22, en Noregur fékk tækifæri undir lok leiks til að jafna en það gekk ekki eftir. Sander Sagosen átti ekki sinn besta leik með aðeins 4 mörk úr 11 tilraunum. Ósigur Noregs þýðir að þeir verða að vinna Litháen í lokaleik sínum á mánudaginn og vonast eftir hagstæðum úrslitum úr leik Rússa og Slóvaka á sama tíma. Handbolti EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn Fleiri fréttir Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Sjá meira
Spánn vann Svíþjóð 32-28 í stórleik kvöldsins á EM í handbolta. Sigurinn þýðir að Spánverjar eru öruggir með sæti í milliriðlana en þeir eru nú á toppi E-riðils með með 4 stig. Spánverjar leika gegn Bosníu í lokaleik sínum í riðlinum á mánudaginn næsta á meðan Svíar mæta Tékkum, í viðureign sem mun ráða því hvort liðið fylgir Spánverjum áfram. Danir fóru auðveldlega í gegnum Slóvena en Danmörk vann leikinn með 11 mörkum, 34-23. Sigurinn þýðir að Danir eru, líkt og Spánverjar, öruggir áfram í milliriðla. Danmörk er á toppi A-riðils með 4 stig og í lokaleik sínum í riðlakeppninni á mánudag leika þeir við Norður Makedóníu. Slóvenar leika sama dag úrslitaleik við Svartfjallaland um hvort liðið fylgir Dönum áfram í milliriðla. Króatar unnu Serba 23-20 í C-riðli. Sigurinn var líflína fyrir Króata sem töpuðu gegn Frökkum í fyrsta leik. Króatía getur því með sigri í lokaleik sínum gegn Úkraínu á mánudag tryggt sér sæti í milliriðla, fari ekki svo að Serbar vinni Frakka í hinum leik riðilsins sem fer fram sama dag. Mest spennandi leikur dagsins var viðureign Noregs og Rússlands í F-riðli. Rússar unnu með einu marki, 23-22, en Noregur fékk tækifæri undir lok leiks til að jafna en það gekk ekki eftir. Sander Sagosen átti ekki sinn besta leik með aðeins 4 mörk úr 11 tilraunum. Ósigur Noregs þýðir að þeir verða að vinna Litháen í lokaleik sínum á mánudaginn og vonast eftir hagstæðum úrslitum úr leik Rússa og Slóvaka á sama tíma.
Handbolti EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn Fleiri fréttir Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Sjá meira