Fassianos var mjög vinsæll í Grikklandi en hann leitaði innblásturs meðal annars í grískri goðafræði og þjóðsögum, að því er segir í frétt DW.

Fassianos var oft líkt við meistara á borð við Henri Matisse og Pablo Picasso. Sagðist Fassianos dást að þeim báðum en sagðist þó feta eigin slóð við listsköpun sína.
Eftir að hafa stundað nám í steinprentun við École des Beaux-Arts í París þróaði Fassianos sinn eigin stíl á sjöunda áratugnum og má meðal annars sjá verk hans á Musée d’Art Moderne í Paris og Listasafni Grikklands í Aþenu.
Sömuleiðis má sjá vegglistaverk eftir Fassianos á Metaxourgeio-neðanjarðarlestastöðinni í Aþenu.
Fassianos lætur eftir sig eiginkonuna Marizu og tvær dætur.