Þorgerður Katrín: Gísli allt öðruvísi handboltamaður en við foreldrarnir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. janúar 2022 11:37 Gísli Þorgeir Kristjánsson skorar eitt af mörkum sínum á móti Portúgal. Getty/Sanjin Strukic Alþingiskonan Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er stödd í Ungverjalandi þar sem hún er að fylgjast með syni sínum fara á kostum með íslenska handboltalandsliðinu. Sonur hennar er Gísli Þorgeir Kristjánsson sem hefur skorað átta mörk í fyrstu tveimur leikjum Íslands á mótinu en hann er aðalleikstjórnandi liðsins. Þorgerður Katrín ræddi upplifun sína af EM í viðtali við Reykjavík síðdegis í gær. En hvernig er að fylgjast með syni sínum spila fyrir Ísland á Evrópumóti? „Það er bara stórkostlegt. Það er ótrúlega gaman. Ég er búin að fylgja íslenska landsliðinu í 35 ár því ég byrjaði á mínu fyrsta móti á HM í Sviss 1986,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir en þá var eiginmaður hennar Kristján Arason í aðalhlutverki í liðinu. „Hvort sem karlinn var að spila eða ekki þá hefur maður alltaf farið á mótin. Handbolti, sama hvað hver segir, er þjóðaríþrótt Íslendinga og það er eitthvað sem slær með manni. Svo þegar maður sér barnið sitt á vellinum þá fyllist maður stolti,“ sagði Þorgerður Katrín. „Það er líka ótrúlega gaman fyrir hann að vera í svona liði. Þetta er að verða svo mikil liðsheild og það er svo mikil breidd í þessu liði. Það er gaman að hofa bæði á varnarvinnsluna og fótavinnuna sem og stórkostlegar sóknir sem hafa verið snilldarlega skrifaðar upp af hinum Gumma,“ sagði Þorgerður Katrín. „Það er gaman af þessu en ég viðurkenni það alveg að neglurnar eru farnar og hjartslátturinn er örari. Það er öðruvísi að vera í þessu sjálfur eða að fylgjast með manni eða barni. Eins og í gamla daga þegar maður dýrkaði og dáði alla þessa kappa hvort sem þeir voru með Kristjáni í liði eða þá Óla Stefáns, Dag Snorra Stein eða hvað þeir heita allir. Þetta er svo geggjað sport og það eru svo mikla tilfinningar,“ sagði Þorgerður. Gísli Þorgeir er nú kominn í tíuna, treyjunúmer pabba síns en Kristján Arason var fyrsti íslenski landsliðsmaðurinn til að skora þúsund mörk fyrir íslenska A-landsliðið. „Auðvitað þykir manni vænt um það enda er þetta svo flott númer. Það er alveg gaman en um leið vil ég undirstrika það að Gísli er bara Gísli. Hann er sonur foreldra sinna en hann verður bara að vera hann,“ sagði Þorgerður. „Hann er svolítið öðruvísi en við. Hann er öðruvísi handboltamaður en bæði Kristján og ég. Ég var meiri tuddi í vörn. Ég var þristur í vörn en Kristján var allt öðruvísi handboltamaður og stórkostlegur. Gísli er að þróast á sínum ferli og hann á mikið inni að mínu mati,“ sagði Þorgerður. „Hann er frábær en allt liðið er búið að vera geggjað. Mér finnst gaman að sjá traustið og öryggið sem kemur með Aroni. Bjöggi er þarna og maður er búinn að fylgjast lengi með honum. Svo eru allir þessir strákar að koma upp hvort sem þeir eru úr Eyjum, frá Selfossi, Hafnarfirði eða annars staðar,“ sagði Þorgerður Katrín en það má hlusta á allt spjallið hér fyrir ofan. EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn John Cena hættur að glíma Sport „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Fleiri fréttir Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Sjá meira
Sonur hennar er Gísli Þorgeir Kristjánsson sem hefur skorað átta mörk í fyrstu tveimur leikjum Íslands á mótinu en hann er aðalleikstjórnandi liðsins. Þorgerður Katrín ræddi upplifun sína af EM í viðtali við Reykjavík síðdegis í gær. En hvernig er að fylgjast með syni sínum spila fyrir Ísland á Evrópumóti? „Það er bara stórkostlegt. Það er ótrúlega gaman. Ég er búin að fylgja íslenska landsliðinu í 35 ár því ég byrjaði á mínu fyrsta móti á HM í Sviss 1986,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir en þá var eiginmaður hennar Kristján Arason í aðalhlutverki í liðinu. „Hvort sem karlinn var að spila eða ekki þá hefur maður alltaf farið á mótin. Handbolti, sama hvað hver segir, er þjóðaríþrótt Íslendinga og það er eitthvað sem slær með manni. Svo þegar maður sér barnið sitt á vellinum þá fyllist maður stolti,“ sagði Þorgerður Katrín. „Það er líka ótrúlega gaman fyrir hann að vera í svona liði. Þetta er að verða svo mikil liðsheild og það er svo mikil breidd í þessu liði. Það er gaman að hofa bæði á varnarvinnsluna og fótavinnuna sem og stórkostlegar sóknir sem hafa verið snilldarlega skrifaðar upp af hinum Gumma,“ sagði Þorgerður Katrín. „Það er gaman af þessu en ég viðurkenni það alveg að neglurnar eru farnar og hjartslátturinn er örari. Það er öðruvísi að vera í þessu sjálfur eða að fylgjast með manni eða barni. Eins og í gamla daga þegar maður dýrkaði og dáði alla þessa kappa hvort sem þeir voru með Kristjáni í liði eða þá Óla Stefáns, Dag Snorra Stein eða hvað þeir heita allir. Þetta er svo geggjað sport og það eru svo mikla tilfinningar,“ sagði Þorgerður. Gísli Þorgeir er nú kominn í tíuna, treyjunúmer pabba síns en Kristján Arason var fyrsti íslenski landsliðsmaðurinn til að skora þúsund mörk fyrir íslenska A-landsliðið. „Auðvitað þykir manni vænt um það enda er þetta svo flott númer. Það er alveg gaman en um leið vil ég undirstrika það að Gísli er bara Gísli. Hann er sonur foreldra sinna en hann verður bara að vera hann,“ sagði Þorgerður. „Hann er svolítið öðruvísi en við. Hann er öðruvísi handboltamaður en bæði Kristján og ég. Ég var meiri tuddi í vörn. Ég var þristur í vörn en Kristján var allt öðruvísi handboltamaður og stórkostlegur. Gísli er að þróast á sínum ferli og hann á mikið inni að mínu mati,“ sagði Þorgerður. „Hann er frábær en allt liðið er búið að vera geggjað. Mér finnst gaman að sjá traustið og öryggið sem kemur með Aroni. Bjöggi er þarna og maður er búinn að fylgjast lengi með honum. Svo eru allir þessir strákar að koma upp hvort sem þeir eru úr Eyjum, frá Selfossi, Hafnarfirði eða annars staðar,“ sagði Þorgerður Katrín en það má hlusta á allt spjallið hér fyrir ofan.
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn John Cena hættur að glíma Sport „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Fleiri fréttir Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Sjá meira