Stökkið: „Ég fékk tölvupóst með atvinnutilboði og hafði tvær vikur til að pakka og flytja“ Elísabet Hanna Maríudóttir skrifar 19. janúar 2022 07:01 Logi Thorvaldsson. Aðsend Logi Thorvaldsson starfar við kvikmyndaframleiðslu, fékk atvinnutilboð og flutti til London snemma árs 2018. Lífið úti hentar honum afskaplega vel og virðist Ísland ekki vera í framtíðarplönunum. Nýlega fluttu íslenskir vinir hans einnig til London og búa þau nú saman úti. Stökkið er viðtalsliður á Lífinu á Vísi þar sem við ræðum við Íslendinga sem hafa tekið stökkið og flutt utan til skamms eða lengri tíma. View this post on Instagram A post shared by Logi Thorvaldsson (@prettylogi) Langaði þig alltaf til þess að taka stökkið?Mig hefur lengi langað að flytja til New York en vegna VISA erfiðleika læt ég London duga.. í bili. Hvernig hefur heimsfaraldurinn haft áhrif á flutningana? Frekar mikið. „Ég flúði til Íslands á meðan faraldurinn var sem verstur, enda voru lífsgæði á Íslandi mjög góð allt árið 2020 miðað við mörg önnur lönd.“ Hvernig byrjaðir þú að undirbúa ferlið að flytja? Ég fékk tölvupóst með atvinnutilboði og hafði tvær vikur til að pakka og flytja. Ég tók fyrstu íbúðina sem mér bauðst og var svo heppin að ég bjó þar í tvö ár, almennt er leigumarkaðurinn í London glataður. Það er langbest að koma sér út og finna sér íbúð þegar þú ert kominn, þótt það þýði að fá sér Airbnb fyrsta mánuðinn á meðan þú leitar. View this post on Instagram A post shared by Logi Thorvaldsson (@prettylogi) Hvað þarf að hafa í huga ef maður ætlar að taka stökkið?Það er mun auðveldara en maður heldur, vera með opinn huga, ekki bera allt sama við Ísland og reyna að eignast sem flesta vini. Ég flutti til Englands áður en Brexit skeði svo ferlið að fá bankareikning og National Insurance (svipað og kennitala fyrir skattinn) var mjög auðvelt, ég þekki ekki reglurnar í dag nógu vel en hef heyrt að það sé hausverkur. Hvernig komstu í kynni við vinnuna og verkefnin sem þú ert í? Ég vinn í kvikmyndaframleiðslu, hafði unnið við það lengi á Íslandi og myndaði þannig tengsl út í heim. „Ég fékk loks tilboð um að flytja til London og fljótlega eftir að ég flutti út byrjaði ég einnig að ferðast mikið fyrir vinnu. Til dæmis er ég í augnablikinu staddur í Rúmeníu og verð hér næstu mánuðina í verkefni.“ Hvers saknarðu mest við Ísland? Dóru Júlíu. Hvers saknarðu minnst við Ísland? Veðursins. View this post on Instagram A post shared by Logi Thorvaldsson (@prettylogi) Hvernig er veðrið? Frekar gott miðaða við! Hafa verið mjög hlý sumur og lítið af rigningu, áhrif hlýnun jarðar skín í gegn. Hvaða ferðamáta notast þú við? Ég keyri til að komast í vinnu þar sem stúdíóin eru leiðinlega staðsett fyrir almennan ferðamáta og tökustaðir oft staðsettir víða um England. Þegar ég er ekki að vinna reyni ég að labba sem mest, eða neðanjarðarlestirnar, alveg glatað að vera á bíl í London umferðinni. Kemurðu oft til Íslands? Allavegana tvisvar á ári, finnst gott að koma í frí yfir sumar og aftur um jólin. Upplifir þú það sem kostnaðarsamara eða ódýrara að búa þarna en á Íslandi? Bæði og, mun auðveldara að eyða miklu hér ef maður dettur í þá gryfju (sem ég dett oft í) en borgin býður upp á miklu fjölbreyttari möguleika á sparnaði heldur en Ísland. Gott dæmi um það er kostnaðurinn við eina margarita pizzu á Íslandi miðað við í London. Hann er margfaldur, hálfskömmustulegt hvað fáir staðir á Íslandi bjóða upp á hagstæð kaup fyrir þá sem þurfa. View this post on Instagram A post shared by Logi Thorvaldsson (@prettylogi) Hefurðu verið að fá mikið af heimsóknum út? Já mjög mikið, ég elska að fá vini í heimsókn. Er sterkt Íslendingasamfélag þar sem þú ert? Það er til staður fyrir þá sem leitast eftir slíku. Ég veit að þau hafa verið með reglulega hittinga og hjálpast mikið að á Íslendingar í London Facebook síðunni. Áttu þér uppáhaldsstað? Uppáhaldsstaðurinn minn í London er London fields á sumrin! Liggur við hliðina á Broadway Market og uppáhaldsveitingastaðnum Marestreet market! Hvaða matsölustöðum myndirðu mæla með? Ég er með glataðan matarsmekk en Pizzan á Marestreet market er uppáhalds. Fyrir fine dining mæli ég með Hutong á 33 hæð í The Shard. View this post on Instagram A post shared by Logi Thorvaldsson (@prettylogi) Hvað er eitthvað sem allir verða að gera í London? Fastur liður á sunnudögum að fara á Colombia Road blómamarkaðinn, hann er í miklu uppáhaldi. Hvernig er týpískur dagur hjá þér úti? Byrja flest alla daga á að fá mér kaffi á sama kaffihúsinu. „Ég er í kaffiáskrift og fer á sama kaffihúsið á hverjum degi, oftast nokkrum sinnum á dag, að fá mér hafra íslatte eins og skvísa.“ Annars eru dagarnir mjög misjafnir eftir verkefnum, þegar ég er í fríi reyni ég að hitta sem flesta vini og fara á markaðina, ég er búsettur í austur London og eyði mestum tíma þar. View this post on Instagram A post shared by Logi Thorvaldsson (@prettylogi) Hvað er það besta við London? Fjölbreytileikinn. Sérðu fyrir þér að flytja aftur til Íslands? Nei, en ég hef gaman af heimsóknum eða stuttum vinnuferðum. Stökkið Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Stökkið: Flutti til Stokkhólms og skipti um lífsstíl Þjálfarinn Sara Snædís Ólafsdóttir býr ásamt eiginmanni sínum Stefáni Jökli Stefánssyni og tveimur dætrum þeirra í Stokkhólmi. Þau heilluðust af borginni á sínum tíma þar sem ekki er langt að fara til Íslands og Stefán valdi skólann KTH í Stokkhólmi fyrir mastersnámið sitt. 16. janúar 2022 07:01 Stökkið: „Það var ákveðinn skellur að búa á hæð með 11 stelpum og sofa í koju“ Leik- og söngkonan Unnur Eggertsdóttir tók stökkið og flutti til New York skömmu eftir menntaskóla. Hún fór upphaflega út til þess að láta drauminn um leiklistarnám í Bandaríkjunum rætast. Hún hefur starfað við leiklist í Los Angeles og Las Vegas síðan hún útskrifaðist en dvelur núna í New York. 12. janúar 2022 07:00 Stökkið: „Ferlið að fá atvinnuleyfi hefur tekið sex mánuði“ Frumkvöðullinn Nökkvi Fjalar Orrason er um þessar mundir búsettur í London en það er staður sem hann hefur dreymt um að búa á síðan hann man eftir sér. 9. janúar 2022 07:00 Mest lesið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fleiri fréttir Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð Sjá meira
Stökkið er viðtalsliður á Lífinu á Vísi þar sem við ræðum við Íslendinga sem hafa tekið stökkið og flutt utan til skamms eða lengri tíma. View this post on Instagram A post shared by Logi Thorvaldsson (@prettylogi) Langaði þig alltaf til þess að taka stökkið?Mig hefur lengi langað að flytja til New York en vegna VISA erfiðleika læt ég London duga.. í bili. Hvernig hefur heimsfaraldurinn haft áhrif á flutningana? Frekar mikið. „Ég flúði til Íslands á meðan faraldurinn var sem verstur, enda voru lífsgæði á Íslandi mjög góð allt árið 2020 miðað við mörg önnur lönd.“ Hvernig byrjaðir þú að undirbúa ferlið að flytja? Ég fékk tölvupóst með atvinnutilboði og hafði tvær vikur til að pakka og flytja. Ég tók fyrstu íbúðina sem mér bauðst og var svo heppin að ég bjó þar í tvö ár, almennt er leigumarkaðurinn í London glataður. Það er langbest að koma sér út og finna sér íbúð þegar þú ert kominn, þótt það þýði að fá sér Airbnb fyrsta mánuðinn á meðan þú leitar. View this post on Instagram A post shared by Logi Thorvaldsson (@prettylogi) Hvað þarf að hafa í huga ef maður ætlar að taka stökkið?Það er mun auðveldara en maður heldur, vera með opinn huga, ekki bera allt sama við Ísland og reyna að eignast sem flesta vini. Ég flutti til Englands áður en Brexit skeði svo ferlið að fá bankareikning og National Insurance (svipað og kennitala fyrir skattinn) var mjög auðvelt, ég þekki ekki reglurnar í dag nógu vel en hef heyrt að það sé hausverkur. Hvernig komstu í kynni við vinnuna og verkefnin sem þú ert í? Ég vinn í kvikmyndaframleiðslu, hafði unnið við það lengi á Íslandi og myndaði þannig tengsl út í heim. „Ég fékk loks tilboð um að flytja til London og fljótlega eftir að ég flutti út byrjaði ég einnig að ferðast mikið fyrir vinnu. Til dæmis er ég í augnablikinu staddur í Rúmeníu og verð hér næstu mánuðina í verkefni.“ Hvers saknarðu mest við Ísland? Dóru Júlíu. Hvers saknarðu minnst við Ísland? Veðursins. View this post on Instagram A post shared by Logi Thorvaldsson (@prettylogi) Hvernig er veðrið? Frekar gott miðaða við! Hafa verið mjög hlý sumur og lítið af rigningu, áhrif hlýnun jarðar skín í gegn. Hvaða ferðamáta notast þú við? Ég keyri til að komast í vinnu þar sem stúdíóin eru leiðinlega staðsett fyrir almennan ferðamáta og tökustaðir oft staðsettir víða um England. Þegar ég er ekki að vinna reyni ég að labba sem mest, eða neðanjarðarlestirnar, alveg glatað að vera á bíl í London umferðinni. Kemurðu oft til Íslands? Allavegana tvisvar á ári, finnst gott að koma í frí yfir sumar og aftur um jólin. Upplifir þú það sem kostnaðarsamara eða ódýrara að búa þarna en á Íslandi? Bæði og, mun auðveldara að eyða miklu hér ef maður dettur í þá gryfju (sem ég dett oft í) en borgin býður upp á miklu fjölbreyttari möguleika á sparnaði heldur en Ísland. Gott dæmi um það er kostnaðurinn við eina margarita pizzu á Íslandi miðað við í London. Hann er margfaldur, hálfskömmustulegt hvað fáir staðir á Íslandi bjóða upp á hagstæð kaup fyrir þá sem þurfa. View this post on Instagram A post shared by Logi Thorvaldsson (@prettylogi) Hefurðu verið að fá mikið af heimsóknum út? Já mjög mikið, ég elska að fá vini í heimsókn. Er sterkt Íslendingasamfélag þar sem þú ert? Það er til staður fyrir þá sem leitast eftir slíku. Ég veit að þau hafa verið með reglulega hittinga og hjálpast mikið að á Íslendingar í London Facebook síðunni. Áttu þér uppáhaldsstað? Uppáhaldsstaðurinn minn í London er London fields á sumrin! Liggur við hliðina á Broadway Market og uppáhaldsveitingastaðnum Marestreet market! Hvaða matsölustöðum myndirðu mæla með? Ég er með glataðan matarsmekk en Pizzan á Marestreet market er uppáhalds. Fyrir fine dining mæli ég með Hutong á 33 hæð í The Shard. View this post on Instagram A post shared by Logi Thorvaldsson (@prettylogi) Hvað er eitthvað sem allir verða að gera í London? Fastur liður á sunnudögum að fara á Colombia Road blómamarkaðinn, hann er í miklu uppáhaldi. Hvernig er týpískur dagur hjá þér úti? Byrja flest alla daga á að fá mér kaffi á sama kaffihúsinu. „Ég er í kaffiáskrift og fer á sama kaffihúsið á hverjum degi, oftast nokkrum sinnum á dag, að fá mér hafra íslatte eins og skvísa.“ Annars eru dagarnir mjög misjafnir eftir verkefnum, þegar ég er í fríi reyni ég að hitta sem flesta vini og fara á markaðina, ég er búsettur í austur London og eyði mestum tíma þar. View this post on Instagram A post shared by Logi Thorvaldsson (@prettylogi) Hvað er það besta við London? Fjölbreytileikinn. Sérðu fyrir þér að flytja aftur til Íslands? Nei, en ég hef gaman af heimsóknum eða stuttum vinnuferðum.
Stökkið Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Stökkið: Flutti til Stokkhólms og skipti um lífsstíl Þjálfarinn Sara Snædís Ólafsdóttir býr ásamt eiginmanni sínum Stefáni Jökli Stefánssyni og tveimur dætrum þeirra í Stokkhólmi. Þau heilluðust af borginni á sínum tíma þar sem ekki er langt að fara til Íslands og Stefán valdi skólann KTH í Stokkhólmi fyrir mastersnámið sitt. 16. janúar 2022 07:01 Stökkið: „Það var ákveðinn skellur að búa á hæð með 11 stelpum og sofa í koju“ Leik- og söngkonan Unnur Eggertsdóttir tók stökkið og flutti til New York skömmu eftir menntaskóla. Hún fór upphaflega út til þess að láta drauminn um leiklistarnám í Bandaríkjunum rætast. Hún hefur starfað við leiklist í Los Angeles og Las Vegas síðan hún útskrifaðist en dvelur núna í New York. 12. janúar 2022 07:00 Stökkið: „Ferlið að fá atvinnuleyfi hefur tekið sex mánuði“ Frumkvöðullinn Nökkvi Fjalar Orrason er um þessar mundir búsettur í London en það er staður sem hann hefur dreymt um að búa á síðan hann man eftir sér. 9. janúar 2022 07:00 Mest lesið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fleiri fréttir Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð Sjá meira
Stökkið: Flutti til Stokkhólms og skipti um lífsstíl Þjálfarinn Sara Snædís Ólafsdóttir býr ásamt eiginmanni sínum Stefáni Jökli Stefánssyni og tveimur dætrum þeirra í Stokkhólmi. Þau heilluðust af borginni á sínum tíma þar sem ekki er langt að fara til Íslands og Stefán valdi skólann KTH í Stokkhólmi fyrir mastersnámið sitt. 16. janúar 2022 07:01
Stökkið: „Það var ákveðinn skellur að búa á hæð með 11 stelpum og sofa í koju“ Leik- og söngkonan Unnur Eggertsdóttir tók stökkið og flutti til New York skömmu eftir menntaskóla. Hún fór upphaflega út til þess að láta drauminn um leiklistarnám í Bandaríkjunum rætast. Hún hefur starfað við leiklist í Los Angeles og Las Vegas síðan hún útskrifaðist en dvelur núna í New York. 12. janúar 2022 07:00
Stökkið: „Ferlið að fá atvinnuleyfi hefur tekið sex mánuði“ Frumkvöðullinn Nökkvi Fjalar Orrason er um þessar mundir búsettur í London en það er staður sem hann hefur dreymt um að búa á síðan hann man eftir sér. 9. janúar 2022 07:00