Nils Arne Eggen látinn: „Mesta goðsögn í sögu Rosenborg“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. janúar 2022 11:01 Nils Arne Eggen vann fjölda titla með Rosenborg og náði eftirtektarverðum árangri með liðið í Meistaradeild Evrópu. getty/Graham Chadwick Nils Arne Eggen, fyrrverandi leikmaður og þjálfari Rosenborg, er látinn. Hann var áttræður. Rosenborg greinir frá þessu á heimasíðu sinni. Þar er hann sagður mesta goðsögn í sögu félagsins. Det var med sorg Rosenborg i dag mottok budskapet om at klubbens aller største legende er død.Nils Arne sovnet natt til onsdag stille inn med sin nærmeste familie ved sin side.— Rosenborg Ballklub (@RBKfotball) January 19, 2022 Eggen lék með Rosenborg á árunum 1966-69 og varð tvívegis Noregsmeistari með liðinu. Hann gerði Rosenborg að tvöföldum meisturum 1971, þjálfaði norska landsliðið og var nálægt því að koma því á HM 1978 og gerði Moss að norskum meisturum 1987. Það er eini meistaratitilinn í sögu félagsins. Eggen tók svo aftur við Rosenborg 1988 og stýrði liðinu til 2002 ef frá er talið tímabilið 1998. Þessi tími er mesta blómaskeið í sögu Rosenborg. Á því vann liðið norska meistaratitilinn þrettán sinnum og komst átta ár í röð í Meistaradeild Evrópu. Rosenborg komst í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar tímabilið 1996-97. Rosenborg tryggði sér sæti í átta liða úrslitunum með því að vinna AC Milan, 1-2, á San Siro í lokaumferð riðlakeppninnar. Á þessu gullaldarskeiði vann Rosenborg einnig frækna sigra á Real Madrid og Borussia Dortmund. Eggen tók í síðasta sinn við Rosenborg 2010, af Erik Hamrén, og gerði liðið að Noregsmeisturum. Alls vann Eggen norsku deildina fjórtán sinnum sem þjálfari Rosenborg og bikarkeppnina sex sinnum. Síðustu árin voru erfið fyrir Eggen. Hann fór í nýrnaígræðslu 2015, hægri fóturinn var tekinn af honum 2018 og sá vinstri ári seinna. Árið 2011 létust bæði eiginkona hans og sonur. Norski boltinn Noregur Andlát Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Fleiri fréttir Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Steinhissa á að leikmaður sinn væri mættur á úrslitaleikinn Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Hólmbert skiptir um félag Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Ég er svo pirruð, ég er svo pirruð“ Nýr sex ára samningur hjá Lamine Yamal Jón Þór dæmdur í leikbann og þjálfari Árbæjar fékk fjóra leiki Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Missti markmannsstöðuna og hætti með landsliðinu Sævar Atli orðinn leikmaður Brann Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Júlíus meiddur og Tómas tekinn inn í landsliðshópinn Ásakaður um að lemja leikmenn í unglingaliði Roma Sjá meira
Rosenborg greinir frá þessu á heimasíðu sinni. Þar er hann sagður mesta goðsögn í sögu félagsins. Det var med sorg Rosenborg i dag mottok budskapet om at klubbens aller største legende er død.Nils Arne sovnet natt til onsdag stille inn med sin nærmeste familie ved sin side.— Rosenborg Ballklub (@RBKfotball) January 19, 2022 Eggen lék með Rosenborg á árunum 1966-69 og varð tvívegis Noregsmeistari með liðinu. Hann gerði Rosenborg að tvöföldum meisturum 1971, þjálfaði norska landsliðið og var nálægt því að koma því á HM 1978 og gerði Moss að norskum meisturum 1987. Það er eini meistaratitilinn í sögu félagsins. Eggen tók svo aftur við Rosenborg 1988 og stýrði liðinu til 2002 ef frá er talið tímabilið 1998. Þessi tími er mesta blómaskeið í sögu Rosenborg. Á því vann liðið norska meistaratitilinn þrettán sinnum og komst átta ár í röð í Meistaradeild Evrópu. Rosenborg komst í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar tímabilið 1996-97. Rosenborg tryggði sér sæti í átta liða úrslitunum með því að vinna AC Milan, 1-2, á San Siro í lokaumferð riðlakeppninnar. Á þessu gullaldarskeiði vann Rosenborg einnig frækna sigra á Real Madrid og Borussia Dortmund. Eggen tók í síðasta sinn við Rosenborg 2010, af Erik Hamrén, og gerði liðið að Noregsmeisturum. Alls vann Eggen norsku deildina fjórtán sinnum sem þjálfari Rosenborg og bikarkeppnina sex sinnum. Síðustu árin voru erfið fyrir Eggen. Hann fór í nýrnaígræðslu 2015, hægri fóturinn var tekinn af honum 2018 og sá vinstri ári seinna. Árið 2011 létust bæði eiginkona hans og sonur.
Norski boltinn Noregur Andlát Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Fleiri fréttir Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Steinhissa á að leikmaður sinn væri mættur á úrslitaleikinn Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Hólmbert skiptir um félag Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Ég er svo pirruð, ég er svo pirruð“ Nýr sex ára samningur hjá Lamine Yamal Jón Þór dæmdur í leikbann og þjálfari Árbæjar fékk fjóra leiki Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Missti markmannsstöðuna og hætti með landsliðinu Sævar Atli orðinn leikmaður Brann Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Júlíus meiddur og Tómas tekinn inn í landsliðshópinn Ásakaður um að lemja leikmenn í unglingaliði Roma Sjá meira