Selma Sól bætist í hóp fjölmargra Blikastúlkna í atvinnumennsku Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. janúar 2022 11:40 Selma Sól Magnúsdóttir fagnar sigri með Breiðabliksliðinu síðasta sumar. Vísir/Hulda Margrét Landliðskonan Selma Sól Magnúsdóttir er nýjasti leikmaður Breiðabliks sem semur við erlent félag en hinar efnilegu knattspyrnukonur Blika hafa streymt út í atvinnumennsku undanfarin ár. Selma Sól hefur samið við norska félagið Rosenborg. Liðið hefur endaði í öðru sæti í norsku deildinni undanfarin ár og hefur bara vantað herslumuninn að vinna titilinn sem fór 2020 til Vålerenga og 2021 til Sandviken. Agla María Albertsdóttir, Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir, Heiðdís Lillýardóttir, Kristín Dís Árnadóttir og Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir léku allar með Blikum á síðasta tímabili en fóru síðan út í atvinnumennsku. Andrea Rán og Þórdís Hrönn á miðju tímaibli en hinar eftir að tímabilinu lauk. Selma er 23 ára og getur spilað alls staðar á miðjunni. Hún sneri til baka í fyrrasumar eftir hnémeiðsli og var komin á fulla ferð í Meistaradeildinni síðasta haust. Þrátt fyrir ungan aldur þá er hún þegar komin með 84 leiki í efstu deild á Íslandi og þá hefur hún spilað fimmtán landsleiki. „Selma er spennandi miðjumaður sem hjálpar okkur á komandi tímabili. Hún var á reynslu hjá okkur í síðustu viku og kom vel fyrir. Hún sýndi hæfileika sem við getum ræktað enn frekar. Hún hefur rétta hugarfarið og virðist geta aðlagað sig fljótt,“ sagði Steinar Lein, þjálfari Rosenborg í viðtali við heimasíðu Rosenborg. „Ég var hér í síðustu viku og fyrstu kynni mín af klúbbnum voru góð. Ég er hrifin af öllu hjá félaginu og þá sérstaklega hvernig RBK liðið hefur vaxið síðustu ár. Ég náði líka vel saman við stelpurnar í liðinu. Ég tel að þetta sé rétt skrefið fyrir mig til að verða betri knattspyrnukona. Ég hlakka til að koma til Þrándheims og til RBK,“ sagði Selma Sól við heimasíðuna. Norski boltinn Breiðablik Mest lesið Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Sjá meira
Selma Sól hefur samið við norska félagið Rosenborg. Liðið hefur endaði í öðru sæti í norsku deildinni undanfarin ár og hefur bara vantað herslumuninn að vinna titilinn sem fór 2020 til Vålerenga og 2021 til Sandviken. Agla María Albertsdóttir, Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir, Heiðdís Lillýardóttir, Kristín Dís Árnadóttir og Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir léku allar með Blikum á síðasta tímabili en fóru síðan út í atvinnumennsku. Andrea Rán og Þórdís Hrönn á miðju tímaibli en hinar eftir að tímabilinu lauk. Selma er 23 ára og getur spilað alls staðar á miðjunni. Hún sneri til baka í fyrrasumar eftir hnémeiðsli og var komin á fulla ferð í Meistaradeildinni síðasta haust. Þrátt fyrir ungan aldur þá er hún þegar komin með 84 leiki í efstu deild á Íslandi og þá hefur hún spilað fimmtán landsleiki. „Selma er spennandi miðjumaður sem hjálpar okkur á komandi tímabili. Hún var á reynslu hjá okkur í síðustu viku og kom vel fyrir. Hún sýndi hæfileika sem við getum ræktað enn frekar. Hún hefur rétta hugarfarið og virðist geta aðlagað sig fljótt,“ sagði Steinar Lein, þjálfari Rosenborg í viðtali við heimasíðu Rosenborg. „Ég var hér í síðustu viku og fyrstu kynni mín af klúbbnum voru góð. Ég er hrifin af öllu hjá félaginu og þá sérstaklega hvernig RBK liðið hefur vaxið síðustu ár. Ég náði líka vel saman við stelpurnar í liðinu. Ég tel að þetta sé rétt skrefið fyrir mig til að verða betri knattspyrnukona. Ég hlakka til að koma til Þrándheims og til RBK,“ sagði Selma Sól við heimasíðuna.
Norski boltinn Breiðablik Mest lesið Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Sjá meira