Umfjöllun: Ísland - Frakkland 29-21 | Verðlaun í boði eftir einn merkasta sigur í sögu þjóðar Sindri Sverrisson og Ingvi Þór Sæmundsson skrifa 22. janúar 2022 20:25 Íslendingar fagna sigrinum magnaða gegn Frökkum í Búdapest. EPA-EFE/Zsolt Szigetvary Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann einn sinn fræknasta sigur í sögunni, þrátt fyrir mikil forföll, þegar liðið vann Ólympíumeistara Frakklands í kvöld, 21-29. Frakkar hafa aldrei tapað með stærri mun á Evrópumóti. Sigurinn stóri þýðir að Ísland er með örlögin í eigin höndum og kemst í undanúrslit takist liðinu að vinna Króatíu á mánudag og Svartfjallaland á miðvikudag, sem vissulega er afar erfitt verkefni. Trúna á að það sé mögulegt ætti hins vegar ekki að skorta eftir kvöldið í kvöld. Án átta leikmanna, vegna kórónuveirusmita, fóru strákarnir okkar gjörsamlega á kostum gegn Frökkum í Búdapest, hvar sem drepið er niður. Elliði Snær Viðarsson var alltaf tilbúinn að kasta sér á lausan bolta og sýndi ótrúlegan leik í kvöld.EPA-EFE/Zsolt Szigetvary Vörnin var stórkostleg, Viktor Gísli Hallgrímsson stórkostlegur, og sóknin stórkostleg með Ómar Inga Magnússon og Viggó Kristjánsson fremsta í algjörum úrvalsflokki. Svekktir Frakkar náðu aldrei að svara fyrir sig og niðurstaðan því stórsigur Íslands. Góðir möguleikar á að spila um verðlaun Ísland á því góða möguleika á að spila um verðlaun á Evrópumótinu í Ungverjalandi og Slóvakíu. Ísland er nú með fjögur stig í milliriðli 1, líkt og Danmörk og Frakkland, en Danir eiga leik til góða við stigalausa Króata í kvöld. Holland og Svartfjallaland eru með tvö stig. Ísland er auk þess komið með betri innbyrðis stöðu gegn Frökkum, og ef Ísland, Danmörk og Frakkland enda efst og jöfn væri Ísland öruggt um að enda í 1. eða 2. sæti. Mögulega dugar að vinna annan leikjanna gegn Króatíu og Svartfjallalandi, til að komast í undanúrslitin. Fullkomið leikplan virkaði án átta mikilvægra Það væri alltaf stórkostlegt, draumkennt og nánast einstakt afrek í íslenskri íþróttasögu að vinna ríkjandi Ólympíumeistara í lykilleik á stórmóti. Þegar við bætist að Ísland var án átta mikilvægra leikmanna, eftir að þeir Arnar Freyr Arnarsson og Janus Daði Smárason bættust í hóp smitaðra í dag, þá finnur maður einfaldlega máttleysi við að reyna að koma því í orð hversu mögnuð niðurstaða leiksins varð. Ýmir Örn Gíslason var magnaður í vörn Íslands og berst hér við Nicolas Tournat um boltann.EPA-EFE/Zsolt Szigetvary Guðmundur Guðmundsson er með fullkomið leikplan og það virðist nánast ekki skipta máli hvaða menn detta út. Einn má þó alveg örugglega ekki smitast, og það er Ómar Ingi Magnússon. Hann var í algjörum heimsklassa í kvöld og naut sín í botn með magnaðan Viggó sér til halds og trausts. Á hinum enda vallarins varði Viktor Gísli fyrsta og síðasta skot leiksins, og var stórkostlegur allt þar á milli. Eftir að hafa misst út Elvar Örn Jónsson og Arnar Frey var ljóst að Ýmir Örn Gíslason og Elliði Snær Viðarsson yrðu að bera uppi varnarleikinn, og það gerðu þeir sömuleiðis stórkostlega. Höfum í huga að Ýmir er 24 ára, Elliði 23 og Viktor aðeins 21 árs. Þetta þríeyki réðu Nikola Karabatic og félagar, með öll sín gullverðlaun, ekki neitt við. Sjö mörkum yfir í hálfleik en enginn rólegur Eftir jafnar fyrstu mínútur var Ísland komið í 9-5 eftir korters leik. Það var alveg á tæru að hversu reynslulitlir sem menn væru þá ætluðu allir að fylgja sömu reglu, að negla. Frakkar, án þjálfara síns vegna kórónuveirusmits, virtust alveg ráðalausir og Ómar Ingi sá til þess að aldrei kom fát á sóknarleikinn. Hann jók muninn í 13-8 með þrumuskoti, og í 15-9 af vítalínunni. Ómar Ingi Magnússon var maður leiksins og fann alltaf lausnir gegn vörn Frakka.Getty/Sanjin Strukic Daníel Þór Ingason, einn af þessum óvæntu hetjum sem margir Íslendingar eru rétt að kynnast, átti svo mikilvæga innkomu þegar hann vann boltann í vörninni, fiskaði mann af velli og fékk víti, og skoraði svo yfir allan völlinn eftir næstu sókn Frakka. Ísland var sjö mörkum yfir í hálfleik, 17-10, og nánast með ólíkindum að strákarnir okkar skyldu geta gengið af velli án þess að fara hreinlega að hlæja yfir þessari ótrúlegu stöðu. Áhorfendur heima í stofu hafa alla vega flestir eflaust ekki vitað hvernig þeir ættu að láta, og enginn þorað að fagna of snemma gegn eins sterku liði og Frakkland er. Endalaus orka og engin hræðsla Frakkar breyttu vörn sinni í byrjun seinni hálfleiks og reyndu að slá íslenska liðið út af laginu með því að mæta framar, en allar sextíu mínútur leiksins hélt sóknarleikur Íslands áfram að vera laus við ítrekuð mistök eða ráðaleysi. Og orkan í íslensku vörninni virtist endalaus. Þó að stöðugt hafi mátt óttast það þá náðu Frakkar aldrei neinni rispu til að ógna almennilega forskoti Íslands. Áfram voru menn algjörlega óhræddir. Elvar Ásgeirsson óð á frönsku vörnina og fékk víti, sem Ómar skoraði úr og kom Ísland átta mörkum yfir, 21-13, þegar tuttugu mínútur voru eftir. Viggó, Elvar og að sjálfsögðu Ómar héldu áfram að fara algjörlega á kostum í sókninni, vörnin gaf ekkert eftir og Viktor var einnig vel með á nótunum, og staðan var 24-16 þegar seinni hálfleikur var hálfnaður. Eini kaflinn þar sem eitthvað hikst var í íslensku sókninni dugði Frökkum til að minnka muninn úr 25-16 í 26-20, en Guðmundur brást við með leikhléi og Ísland endaði á að vinna með átta marka mun sem gæti reynst afar dýrmætt upp á að komast í undanúrslit á mótinu. EM karla í handbolta 2022
Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann einn sinn fræknasta sigur í sögunni, þrátt fyrir mikil forföll, þegar liðið vann Ólympíumeistara Frakklands í kvöld, 21-29. Frakkar hafa aldrei tapað með stærri mun á Evrópumóti. Sigurinn stóri þýðir að Ísland er með örlögin í eigin höndum og kemst í undanúrslit takist liðinu að vinna Króatíu á mánudag og Svartfjallaland á miðvikudag, sem vissulega er afar erfitt verkefni. Trúna á að það sé mögulegt ætti hins vegar ekki að skorta eftir kvöldið í kvöld. Án átta leikmanna, vegna kórónuveirusmita, fóru strákarnir okkar gjörsamlega á kostum gegn Frökkum í Búdapest, hvar sem drepið er niður. Elliði Snær Viðarsson var alltaf tilbúinn að kasta sér á lausan bolta og sýndi ótrúlegan leik í kvöld.EPA-EFE/Zsolt Szigetvary Vörnin var stórkostleg, Viktor Gísli Hallgrímsson stórkostlegur, og sóknin stórkostleg með Ómar Inga Magnússon og Viggó Kristjánsson fremsta í algjörum úrvalsflokki. Svekktir Frakkar náðu aldrei að svara fyrir sig og niðurstaðan því stórsigur Íslands. Góðir möguleikar á að spila um verðlaun Ísland á því góða möguleika á að spila um verðlaun á Evrópumótinu í Ungverjalandi og Slóvakíu. Ísland er nú með fjögur stig í milliriðli 1, líkt og Danmörk og Frakkland, en Danir eiga leik til góða við stigalausa Króata í kvöld. Holland og Svartfjallaland eru með tvö stig. Ísland er auk þess komið með betri innbyrðis stöðu gegn Frökkum, og ef Ísland, Danmörk og Frakkland enda efst og jöfn væri Ísland öruggt um að enda í 1. eða 2. sæti. Mögulega dugar að vinna annan leikjanna gegn Króatíu og Svartfjallalandi, til að komast í undanúrslitin. Fullkomið leikplan virkaði án átta mikilvægra Það væri alltaf stórkostlegt, draumkennt og nánast einstakt afrek í íslenskri íþróttasögu að vinna ríkjandi Ólympíumeistara í lykilleik á stórmóti. Þegar við bætist að Ísland var án átta mikilvægra leikmanna, eftir að þeir Arnar Freyr Arnarsson og Janus Daði Smárason bættust í hóp smitaðra í dag, þá finnur maður einfaldlega máttleysi við að reyna að koma því í orð hversu mögnuð niðurstaða leiksins varð. Ýmir Örn Gíslason var magnaður í vörn Íslands og berst hér við Nicolas Tournat um boltann.EPA-EFE/Zsolt Szigetvary Guðmundur Guðmundsson er með fullkomið leikplan og það virðist nánast ekki skipta máli hvaða menn detta út. Einn má þó alveg örugglega ekki smitast, og það er Ómar Ingi Magnússon. Hann var í algjörum heimsklassa í kvöld og naut sín í botn með magnaðan Viggó sér til halds og trausts. Á hinum enda vallarins varði Viktor Gísli fyrsta og síðasta skot leiksins, og var stórkostlegur allt þar á milli. Eftir að hafa misst út Elvar Örn Jónsson og Arnar Frey var ljóst að Ýmir Örn Gíslason og Elliði Snær Viðarsson yrðu að bera uppi varnarleikinn, og það gerðu þeir sömuleiðis stórkostlega. Höfum í huga að Ýmir er 24 ára, Elliði 23 og Viktor aðeins 21 árs. Þetta þríeyki réðu Nikola Karabatic og félagar, með öll sín gullverðlaun, ekki neitt við. Sjö mörkum yfir í hálfleik en enginn rólegur Eftir jafnar fyrstu mínútur var Ísland komið í 9-5 eftir korters leik. Það var alveg á tæru að hversu reynslulitlir sem menn væru þá ætluðu allir að fylgja sömu reglu, að negla. Frakkar, án þjálfara síns vegna kórónuveirusmits, virtust alveg ráðalausir og Ómar Ingi sá til þess að aldrei kom fát á sóknarleikinn. Hann jók muninn í 13-8 með þrumuskoti, og í 15-9 af vítalínunni. Ómar Ingi Magnússon var maður leiksins og fann alltaf lausnir gegn vörn Frakka.Getty/Sanjin Strukic Daníel Þór Ingason, einn af þessum óvæntu hetjum sem margir Íslendingar eru rétt að kynnast, átti svo mikilvæga innkomu þegar hann vann boltann í vörninni, fiskaði mann af velli og fékk víti, og skoraði svo yfir allan völlinn eftir næstu sókn Frakka. Ísland var sjö mörkum yfir í hálfleik, 17-10, og nánast með ólíkindum að strákarnir okkar skyldu geta gengið af velli án þess að fara hreinlega að hlæja yfir þessari ótrúlegu stöðu. Áhorfendur heima í stofu hafa alla vega flestir eflaust ekki vitað hvernig þeir ættu að láta, og enginn þorað að fagna of snemma gegn eins sterku liði og Frakkland er. Endalaus orka og engin hræðsla Frakkar breyttu vörn sinni í byrjun seinni hálfleiks og reyndu að slá íslenska liðið út af laginu með því að mæta framar, en allar sextíu mínútur leiksins hélt sóknarleikur Íslands áfram að vera laus við ítrekuð mistök eða ráðaleysi. Og orkan í íslensku vörninni virtist endalaus. Þó að stöðugt hafi mátt óttast það þá náðu Frakkar aldrei neinni rispu til að ógna almennilega forskoti Íslands. Áfram voru menn algjörlega óhræddir. Elvar Ásgeirsson óð á frönsku vörnina og fékk víti, sem Ómar skoraði úr og kom Ísland átta mörkum yfir, 21-13, þegar tuttugu mínútur voru eftir. Viggó, Elvar og að sjálfsögðu Ómar héldu áfram að fara algjörlega á kostum í sókninni, vörnin gaf ekkert eftir og Viktor var einnig vel með á nótunum, og staðan var 24-16 þegar seinni hálfleikur var hálfnaður. Eini kaflinn þar sem eitthvað hikst var í íslensku sókninni dugði Frökkum til að minnka muninn úr 25-16 í 26-20, en Guðmundur brást við með leikhléi og Ísland endaði á að vinna með átta marka mun sem gæti reynst afar dýrmætt upp á að komast í undanúrslit á mótinu.