Guðmundur: Búinn að trúa á þessa uppbyggingu alla tíð Sindri Sverrisson skrifar 22. janúar 2022 19:05 Strákarnir okkar hópuðust saman í markinu og fögnuðu eftir að Viktor Gísli Hallgrímsson varði síðasta skot leiksins, vítakast, og sigurinn ótrúlegi var endanlega í höfn. Getty/Sanjin Strukic Guðmundur Guðmundsson var sigurreifur og leit um öxl í viðtali eftir sigurinn stórkostlega á Ólympíumeisturum Frakklands á EM í handbolta í kvöld. „Í fyrsta lagi miðað við þær aðstæður sem við vorum komnar í, og fá svo þær fréttir að tveir lykilmenn í viðbót hefðu dottið út, átta allt í allt, og við að spila á móti Ólympíumeisturum… það er með ólíkindum hvernig við leystum þetta,“ sagði Guðmundur stoltur en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Gummi Gumm eftir sigurinn á Frökkum „Ég er rosalega stoltur af þessu uppleggi sem við vorum með. Við byrjum með örvhentan miðjumann, spilum okkur mjög markvisst áfram, og sóknarleikurinn í fyrri hálfleik var algjörlega stórkostlegur. Það sama verð ég að segja um vörnina og markvörsluna. Þetta fór allt saman. Ég er orðlaus yfir þessari frammistöðu. Þetta er ekki auðvelt við þessar aðstæður og liðið sýndi ótrúlegan karakter. Það er ekki hægt að lýsa þessu með orðum,“ sagði Guðmundur. Eftir áföllin sem dunið hafa á íslenska hópnum, með því að átta leikmenn og sjúkraþjálfari liðsins þurfi að fara í einangrun vegna kórónuveirusmita, hlýtur að hafa verið áskorun að halda í trúna á að hægt væri að vinna í kvöld? Þurfum að vona að við fáum ekki fleiri smit „Hluti af undirbúningi okkar hefur verið á andlegum nótum. Við trúum á okkur. Við trúum á þetta leikplan, að við séum að gera réttu hlutina. Frá því að ég tók aftur við 2018 erum við búnir að ganga í gegnum uppbyggingu, að skipta út og fá inn nýja kynslóð, og þetta höfum við gert skref fyrir skref. Fyrir ári síðan á HM mættum við þessu liði og töpuðum með einu. Menn voru óánægðir, og sætið á HM [20. sæti] var ekki gott. En ég sá hvert við vorum að komast. Við vorum að nálgast Frakka og vorum með jafnan leik allan tímann. Sama var gegn Norðmönnum. Ég er búinn að trúa á þessa uppbyggingu alla tíð og ég vissi að það væri tímaspursmál hvenær við sem lið myndum springa út. Við þurfum að njóta þess í kvöld en svo er hörkuverkefni næst og ég vona svo sannarlega að við fáum einhverja menn inn, kannski í næsta leik. Að því sögðu verð ég að segja að markvarsla og vörn var algjörlega í heimsklassa í kvöld,“ sagði Guðmundur. Næst á dagskrá er leikur gegn Króatíu á mánudaginn, og sæti í undanúrslitum er svo sannarlega möguleiki eins og staðan er núna: „Það er allt mögulegt. Nú tökum við næsta leik og undirbúum okkur af kostgæfni undir hann. Nú þurfum við bara að vona að við fáum ekki fleiri smit. Einhvern tímann verður það of mikið, en við vonum það besta.“ EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf Fyrsti Ítalinn í fjörutíu ár til að vinna opna ítalska Sport Fleiri fréttir Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Sjá meira
„Í fyrsta lagi miðað við þær aðstæður sem við vorum komnar í, og fá svo þær fréttir að tveir lykilmenn í viðbót hefðu dottið út, átta allt í allt, og við að spila á móti Ólympíumeisturum… það er með ólíkindum hvernig við leystum þetta,“ sagði Guðmundur stoltur en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Gummi Gumm eftir sigurinn á Frökkum „Ég er rosalega stoltur af þessu uppleggi sem við vorum með. Við byrjum með örvhentan miðjumann, spilum okkur mjög markvisst áfram, og sóknarleikurinn í fyrri hálfleik var algjörlega stórkostlegur. Það sama verð ég að segja um vörnina og markvörsluna. Þetta fór allt saman. Ég er orðlaus yfir þessari frammistöðu. Þetta er ekki auðvelt við þessar aðstæður og liðið sýndi ótrúlegan karakter. Það er ekki hægt að lýsa þessu með orðum,“ sagði Guðmundur. Eftir áföllin sem dunið hafa á íslenska hópnum, með því að átta leikmenn og sjúkraþjálfari liðsins þurfi að fara í einangrun vegna kórónuveirusmita, hlýtur að hafa verið áskorun að halda í trúna á að hægt væri að vinna í kvöld? Þurfum að vona að við fáum ekki fleiri smit „Hluti af undirbúningi okkar hefur verið á andlegum nótum. Við trúum á okkur. Við trúum á þetta leikplan, að við séum að gera réttu hlutina. Frá því að ég tók aftur við 2018 erum við búnir að ganga í gegnum uppbyggingu, að skipta út og fá inn nýja kynslóð, og þetta höfum við gert skref fyrir skref. Fyrir ári síðan á HM mættum við þessu liði og töpuðum með einu. Menn voru óánægðir, og sætið á HM [20. sæti] var ekki gott. En ég sá hvert við vorum að komast. Við vorum að nálgast Frakka og vorum með jafnan leik allan tímann. Sama var gegn Norðmönnum. Ég er búinn að trúa á þessa uppbyggingu alla tíð og ég vissi að það væri tímaspursmál hvenær við sem lið myndum springa út. Við þurfum að njóta þess í kvöld en svo er hörkuverkefni næst og ég vona svo sannarlega að við fáum einhverja menn inn, kannski í næsta leik. Að því sögðu verð ég að segja að markvarsla og vörn var algjörlega í heimsklassa í kvöld,“ sagði Guðmundur. Næst á dagskrá er leikur gegn Króatíu á mánudaginn, og sæti í undanúrslitum er svo sannarlega möguleiki eins og staðan er núna: „Það er allt mögulegt. Nú tökum við næsta leik og undirbúum okkur af kostgæfni undir hann. Nú þurfum við bara að vona að við fáum ekki fleiri smit. Einhvern tímann verður það of mikið, en við vonum það besta.“
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf Fyrsti Ítalinn í fjörutíu ár til að vinna opna ítalska Sport Fleiri fréttir Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Sjá meira