„Ekki uppáhalds gæi sem ég hef spilað með“ Atli Arason skrifar 24. janúar 2022 07:01 Björn Kristjánsson, leikmaður KR Bára Dröfn Björn Kristjánsson, leikmaður KR, var til tals í hlaðvarpinu Undir Körfunni sem kom út núna í morgun. Björn fer um víðan völl í viðtalinu en kemur meðal annars inn á brotthvarf Shawn Glover frá KR en Glover yfirgaf félagið rétt fyrir áramót. „Hann var með glugga í samningi sínum, frá 20. des til 31. des um að geta farið frá KR. Vonandi er ég ekki að tala af mér en hann vildi geta farið hvenær sem er, en þetta endaði með því að vera þessi smá gluggi,“ sagði Björn. „Umboðsmaður hans var að leita á fullu greinilega og það endaði með því að þetta tilboð frá Filippseyjum kom upp.“ Félagaskiptin til Filippseyja komu skyndilega upp og Glover varð að yfirgefa KR í flýti til að taka langa flugferð frá Íslandi til Filippseyja. „Maður frétti af skiptunum þegar þetta kom upp en þetta var samt svo lítill gluggi og svo var eitthvað vesen með atvinnuleyfi. Allt í einu klárast þetta um kvöldið 30. desember og hann var bara farinn 31. desember. Hann kvaddi engan og var allt í einu bara farinn.“ Glover fór til Blackwater Bossing í filippísku deildinni. Stuttu eftir komu Glover til Filippseyja fór allt í lás og meðal annars var allur körfubolti settur á ís vegna fjölda Covid-19 smita í landinu. Síðasta viðureign sem var leikin í deildinni var 26. desember 2021. Glover hefur því ekki enn þá fengið að spila síðan hann fór út. Sjálfir eiga KR-ingar leik í kvöld gegn Breiðablik en vegna mikið af frestunum hjá KR, verður þetta fyrsti leikur þeirra síðan KR vann Þór Akureyri þann 16. desember og fyrsti leikur KR-inga á þessu tímabili án Shawn Glover. Shawn Glover í baráttu við Reginald Keely, leikmann Þórs Akureyri, í síðasta leik Glover fyrir KR.Bára Dröfn „Peningalega séð var þetta skref upp á við fyrir hann. Það er mikill peningur í þessari deild og ég held að þessi deild henti honum ágætlega þar sem þeir þurfa Kana sem getur skorað og hann getur það.“ Shawn Glover lék með Tindastól á síðasta tímabili og var þá með svipaðan samning við Stólana, að geta yfirgefa félagið þegar hann vildi. Tindastóll vildi fá Glover til að skuldbinda sig við félagið út úrslitakeppnina sem Glover vildi ekki og því skipti Tindastóll um Kana. „Ég heyrði eitthvað af þessu, áður en hann kom hingað. Þetta var ekki neitt vandamál á honum. Hann var með þennan opna samning að hann gæti farið hvenær sem er. Svo fékk Tindastóll Flenard Whitfield til að tryggja sig á því að hafa Kana í úrslitakeppninni, ef Glover skildi fara. Ég heyrði svo að Tindastóll hafi ekkert látið Glover vita, allt í einu var bara einhver annar gaur mættur.“ „Þetta allt kemur ekkert á óvart. Hann vildi væntanlega ekkert vera hér. Svo er hann með einhvern opin samning og umboðsmaðurinn alltaf að leita. Það er ekkert geggjað fyrir liðin að vera með einhvern gaur sem er alltaf að leita af því að fara eitthvað annað. Það er lítið öryggisnet í því.“ „Þetta er ekki uppáhalds gæi sem ég hef spilað með en alveg fínn gaur utan vallar,“ sagði Björn Kristjánsson um sinn fyrrum liðsfélaga, Shawn Glover. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild með því að smella hér. Subway-deild karla KR Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Antony á leið til Betis Enski boltinn HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Fleiri fréttir Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Sjá meira
„Hann var með glugga í samningi sínum, frá 20. des til 31. des um að geta farið frá KR. Vonandi er ég ekki að tala af mér en hann vildi geta farið hvenær sem er, en þetta endaði með því að vera þessi smá gluggi,“ sagði Björn. „Umboðsmaður hans var að leita á fullu greinilega og það endaði með því að þetta tilboð frá Filippseyjum kom upp.“ Félagaskiptin til Filippseyja komu skyndilega upp og Glover varð að yfirgefa KR í flýti til að taka langa flugferð frá Íslandi til Filippseyja. „Maður frétti af skiptunum þegar þetta kom upp en þetta var samt svo lítill gluggi og svo var eitthvað vesen með atvinnuleyfi. Allt í einu klárast þetta um kvöldið 30. desember og hann var bara farinn 31. desember. Hann kvaddi engan og var allt í einu bara farinn.“ Glover fór til Blackwater Bossing í filippísku deildinni. Stuttu eftir komu Glover til Filippseyja fór allt í lás og meðal annars var allur körfubolti settur á ís vegna fjölda Covid-19 smita í landinu. Síðasta viðureign sem var leikin í deildinni var 26. desember 2021. Glover hefur því ekki enn þá fengið að spila síðan hann fór út. Sjálfir eiga KR-ingar leik í kvöld gegn Breiðablik en vegna mikið af frestunum hjá KR, verður þetta fyrsti leikur þeirra síðan KR vann Þór Akureyri þann 16. desember og fyrsti leikur KR-inga á þessu tímabili án Shawn Glover. Shawn Glover í baráttu við Reginald Keely, leikmann Þórs Akureyri, í síðasta leik Glover fyrir KR.Bára Dröfn „Peningalega séð var þetta skref upp á við fyrir hann. Það er mikill peningur í þessari deild og ég held að þessi deild henti honum ágætlega þar sem þeir þurfa Kana sem getur skorað og hann getur það.“ Shawn Glover lék með Tindastól á síðasta tímabili og var þá með svipaðan samning við Stólana, að geta yfirgefa félagið þegar hann vildi. Tindastóll vildi fá Glover til að skuldbinda sig við félagið út úrslitakeppnina sem Glover vildi ekki og því skipti Tindastóll um Kana. „Ég heyrði eitthvað af þessu, áður en hann kom hingað. Þetta var ekki neitt vandamál á honum. Hann var með þennan opna samning að hann gæti farið hvenær sem er. Svo fékk Tindastóll Flenard Whitfield til að tryggja sig á því að hafa Kana í úrslitakeppninni, ef Glover skildi fara. Ég heyrði svo að Tindastóll hafi ekkert látið Glover vita, allt í einu var bara einhver annar gaur mættur.“ „Þetta allt kemur ekkert á óvart. Hann vildi væntanlega ekkert vera hér. Svo er hann með einhvern opin samning og umboðsmaðurinn alltaf að leita. Það er ekkert geggjað fyrir liðin að vera með einhvern gaur sem er alltaf að leita af því að fara eitthvað annað. Það er lítið öryggisnet í því.“ „Þetta er ekki uppáhalds gæi sem ég hef spilað með en alveg fínn gaur utan vallar,“ sagði Björn Kristjánsson um sinn fyrrum liðsfélaga, Shawn Glover. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild með því að smella hér.
Subway-deild karla KR Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Antony á leið til Betis Enski boltinn HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Fleiri fréttir Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Sjá meira