Ánægðir með Elvar: „Hann kemur mér svo á óvart, þessi drengur“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. janúar 2022 13:10 Elvar Ásgeirsson fagnar einu fjögurra marka sinna gegn Króatíu. getty/Sanjin Strukic Þeir Ásgeir Örn Hallgrímsson og Róbert Gunnarsson voru ánægðir með frammistöðu Elvars Ásgeirssonar í leiknum gegn Króatíu í gær. Þegar staðan var 15-20, Króötum í vil, hrökk Elvar í gang og átti stóran þátt í því að Íslendingar skoruðu sjö mörk gegn einu og náðu forystunni, 22-21. Króatía skoraði svo síðustu tvö mörk leiksins og vann nauman sigur, 22-23. Ásgeir Örn og Róbert mærðu Elvar fyrir frammistöðu hans í EM-hlaðvarpi Seinni bylgjunnar. „Við verðum að hrósa Elvari fyrir síðasta korterið. Hann var virkilega öflugur og hóf endurkomuna. Hann fór allt í einu að keyra, tók eitt hraðaupphlaupsmark og skoraði svo með gólfskoti. Það kom kraftur með honum. Ég held að hann hafi líka drifið Orra [Frey Þorkelsson] með sér,“ sagði Ásgeir Örn. „Það kom mikill kraftur vinstra megin á vellinum sem við þurftum á að halda. Þetta var frábær tímasetning og hann fær stóran plús fyrir það.“ Elvar sat uppi í stúku í öllum þremur leikjunum í riðlakeppninni en eftir að lykilmenn fóru að smitast af kórónuveirunni, einn af öðrum, var Mosfellingnum hent í djúpu laugina. Fyrir EM hafði hann ekki spilað fyrir íslenska landsliðið en það er ekki að sjá á frammistöðu hans á mótinu. „Þetta er þriðji landsleikurinn hans og hann er búinn að byrja þá alla. Þetta er bara einsdæmi. Hann átti líka stórkostlega línusendingu á Elliða í byrjun leiks. Hann kemur mér svo á óvart, þessi drengur. Hann er með gegnumbrot, sendingar og getur stokkið upp. Hann er með þetta allt saman,“ sagði Róbert. Elvar, sem leikur með Nancy í frönsku úrvalsdeildinni, skoraði fjögur mörk í leiknum í gær og gaf fjórar stoðsendingar. Hlusta má á EM-hlaðvarp Seinni bylgjunnar í spilaranum hér fyrir ofan. EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Í beinni: Fram - Vestri | Heldur sigurganga Ísfirðinga áfram? Íslenski boltinn „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Í beinni: ÍBV - KA | KA-menn í vandræðum Íslenski boltinn Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti Fleiri fréttir Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Sjá meira
Þegar staðan var 15-20, Króötum í vil, hrökk Elvar í gang og átti stóran þátt í því að Íslendingar skoruðu sjö mörk gegn einu og náðu forystunni, 22-21. Króatía skoraði svo síðustu tvö mörk leiksins og vann nauman sigur, 22-23. Ásgeir Örn og Róbert mærðu Elvar fyrir frammistöðu hans í EM-hlaðvarpi Seinni bylgjunnar. „Við verðum að hrósa Elvari fyrir síðasta korterið. Hann var virkilega öflugur og hóf endurkomuna. Hann fór allt í einu að keyra, tók eitt hraðaupphlaupsmark og skoraði svo með gólfskoti. Það kom kraftur með honum. Ég held að hann hafi líka drifið Orra [Frey Þorkelsson] með sér,“ sagði Ásgeir Örn. „Það kom mikill kraftur vinstra megin á vellinum sem við þurftum á að halda. Þetta var frábær tímasetning og hann fær stóran plús fyrir það.“ Elvar sat uppi í stúku í öllum þremur leikjunum í riðlakeppninni en eftir að lykilmenn fóru að smitast af kórónuveirunni, einn af öðrum, var Mosfellingnum hent í djúpu laugina. Fyrir EM hafði hann ekki spilað fyrir íslenska landsliðið en það er ekki að sjá á frammistöðu hans á mótinu. „Þetta er þriðji landsleikurinn hans og hann er búinn að byrja þá alla. Þetta er bara einsdæmi. Hann átti líka stórkostlega línusendingu á Elliða í byrjun leiks. Hann kemur mér svo á óvart, þessi drengur. Hann er með gegnumbrot, sendingar og getur stokkið upp. Hann er með þetta allt saman,“ sagði Róbert. Elvar, sem leikur með Nancy í frönsku úrvalsdeildinni, skoraði fjögur mörk í leiknum í gær og gaf fjórar stoðsendingar. Hlusta má á EM-hlaðvarp Seinni bylgjunnar í spilaranum hér fyrir ofan.
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Í beinni: Fram - Vestri | Heldur sigurganga Ísfirðinga áfram? Íslenski boltinn „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Í beinni: ÍBV - KA | KA-menn í vandræðum Íslenski boltinn Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti Fleiri fréttir Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Sjá meira