Styrkur til mannúðaraðstoðar í Afganistan Heimsljós 26. janúar 2022 14:00 UNHCR/Andrew McConnell Hjálparstarf kirkjunnar hlaut á dögunum tuttugu milljóna króna styrk frá utanríkisráðuneytinu til að veita mannúðaraðstoð í Afganistan í samstarfi við Christian Aid. „Markmiðið er að spyrna við og veita almenningi stuðning til að tryggja fæðuöryggi, húsaskjól og vernda börn, sérstaklega stúlkur. Vegna hrikalegar slæmrar efnahagsstöðu eftir að Talibanar tóku völdin má segja að matarskortur og óöryggi almennt sé algjört og mannréttindi fótumtroðin,“ segir Bjarni Gíslason, framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar. Stríðsátök og óeirðir hafa geisað í Afganistan í tæplega fjóra áratugi og ástandið í landinu hefur farið versnandi á undanförnum mánuðum með vaxandi fátækt, verðhækkunum og matvælaskorti. Að sögn Bjarna hafa Sameinuðu þjóðirnar og alþjóðsamfélagið ítrekað mikilvægi þess að viðhalda flæði fjármagns og mannúðaraðstoðar til Afganistan til að vernda það sem unnist hefur í þróunarstarfi undanfarna áratugi og til að koma í veg fyrir algjöra hnignun í landinu. „Markmiðið er að létta á afleiðingum í kjölfar yfirtöku talibana í Afganistan, tryggja húsaskjól og fæðuöryggi sem og aðgengi að vatni og hreinlætisaðstöðu fyrir fólk í landinu,“ segir Bjarni. „Stuðningurinn miðar einnig að því að auka viðnámsþrótt og velferð barna og fullorðinna. Áætlað er að ná til um 21 þúsund einstaklinga hvað varðar skjól og húsbúnað, 14 þúsund hvað varðar lífsviðurværi, 33 þúsund vegna fæðuöryggis og um 28 þúsund einstaklinga vegna vatns- og hreinlætismála. Þörfin við að aðstoða konur er sérstaklega brýn þar sem Talibanar, sem tóku við stjórn landsins á síðasta ári, munu nánast þurrka út framfarir sem orðið hafa á réttindum kvenna síðustu tuttugu árin,“ segir hann. Verkefnið er hluti af mannúðarákalli ACT Alliance, samtaka hjálparstarfs kirkna. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Afganistan Hjálparstarf Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent
„Markmiðið er að spyrna við og veita almenningi stuðning til að tryggja fæðuöryggi, húsaskjól og vernda börn, sérstaklega stúlkur. Vegna hrikalegar slæmrar efnahagsstöðu eftir að Talibanar tóku völdin má segja að matarskortur og óöryggi almennt sé algjört og mannréttindi fótumtroðin,“ segir Bjarni Gíslason, framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar. Stríðsátök og óeirðir hafa geisað í Afganistan í tæplega fjóra áratugi og ástandið í landinu hefur farið versnandi á undanförnum mánuðum með vaxandi fátækt, verðhækkunum og matvælaskorti. Að sögn Bjarna hafa Sameinuðu þjóðirnar og alþjóðsamfélagið ítrekað mikilvægi þess að viðhalda flæði fjármagns og mannúðaraðstoðar til Afganistan til að vernda það sem unnist hefur í þróunarstarfi undanfarna áratugi og til að koma í veg fyrir algjöra hnignun í landinu. „Markmiðið er að létta á afleiðingum í kjölfar yfirtöku talibana í Afganistan, tryggja húsaskjól og fæðuöryggi sem og aðgengi að vatni og hreinlætisaðstöðu fyrir fólk í landinu,“ segir Bjarni. „Stuðningurinn miðar einnig að því að auka viðnámsþrótt og velferð barna og fullorðinna. Áætlað er að ná til um 21 þúsund einstaklinga hvað varðar skjól og húsbúnað, 14 þúsund hvað varðar lífsviðurværi, 33 þúsund vegna fæðuöryggis og um 28 þúsund einstaklinga vegna vatns- og hreinlætismála. Þörfin við að aðstoða konur er sérstaklega brýn þar sem Talibanar, sem tóku við stjórn landsins á síðasta ári, munu nánast þurrka út framfarir sem orðið hafa á réttindum kvenna síðustu tuttugu árin,“ segir hann. Verkefnið er hluti af mannúðarákalli ACT Alliance, samtaka hjálparstarfs kirkna. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Afganistan Hjálparstarf Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent