Verbúðin fjallar um kvótakerfið og afleiðingar þess á lítið þorp fyrir vestan á árunum 1983-1991. Þættirnir eru byggðir á raunverulegum atburðum en skáldskapurinn fær að njóta sín í kringum þá. Það er greinilegt að Íslendingar hafa gaman af því að skoða sögu landsins, enda ýmislegt búið að gerast. Netverjinn Freyr Eyjólfsson velti því fyrir sér hvaða önnur mál í sögu landsins ættu heima í sambærilegri þáttaröð.
Eftir að Verbúðin er búin að ramma inn kvótakerfið og sögu þess. Hvaða önnur stór mál þarf að gera skil í sambærilegum sjónvarpsþáttum?
— Freyr Eyjólfsson (@FreyrEyjolfsson) January 25, 2022
Eftir að spurningin var lögð fram stóð ekki á hugmyndunum og komu margar þeirra fram oftar en einu sinni. Það er áhugavert að renna yfir svörin og sjá hvaða sögulegir atburðir heilla Íslendinga.
"Ástandið".
— Bara Jói (@barajohannes) January 25, 2022
Kvennaframboðið 1908. Alvöru 1. bylgju femínismi, lesbismi, drama og pólitík!
— Auður Alfífa Ketilsd (@fifaketils) January 25, 2022
- Bankahrunið. Gæti verið 4-5 þátta sería. 2006-2010. 2008 mundi þurfa 2 þætti amk.
— Tommi Tanölg (@TomasJohannss) January 25, 2022
- Þorskastríðið.
-Seinni heimsstyrjöldin á Íslandi. Væri mjög öðruvísi heimsstyrjöld þættir.
-Galdrarbrennur árin
- Sjálfstæðis barátta Íslands
HM í handbolta 95. Aðdragandunum gert skil auk alls klúðursins/snilldinni í framkvæmdinni á mótinu. Gæti verið heimildarmynd í anda Fire festival eða leikin grín/drama þáttaröð !
— Áhugaverðar staðreyndir um íslenska knattspyrnu (@OReyndir) January 25, 2022
braskið í kringum herstöðina
— Vilhjálmur Árnason (@villiarna72) January 25, 2022
AIDS, ástandið
— Þorbjörg Þorvaldsdóttir (@torbjorg) January 25, 2022
Hernámið, Stjórnarkreppan 79' - 80' og dramatíkin í kring um stofnun ríkisstjórnar Gunnars Thoroddsen eða eitthvað um hið róttæka vinstri: Inngangan í NATO, Gúttóslagurinn, Hvíta stríðið.
— Stefán Rafn (@StefanRafn) January 25, 2022
Öll kennaraverkföllin, síldarárin, stríðsárin og áhrif Marshallaðstoðar á Ísland, og svo þarf að gera alvöru myndir eða þætti uppúr Íslendingasögunum.
— Tinna Sigurðardóttir (@Tinntinnabuli) January 26, 2022
Upprisa rokksins í Bítlabænum Keflavík.
— Magni Freyr (@MagniFreyr) January 25, 2022
Opnun Kringlunnar
— Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir (@HeklaElisabet) January 25, 2022
Þegar Vigdís varð forseti
— Tungl- og kisumálaráðherra (@manarkisan) January 26, 2022
Skjár einn - upprisa og fall. Mikið skotið á Kaffibarnum.
— . (@drgunni) January 26, 2022
Kvennalistinn í Reykjavík.
— Steinunn (@SteinaIcelander) January 26, 2022
Sagan á bak við sigurgöngu (og tap) Magna í Rock Star Supernova.
— Atli Sigurjónsson (@Atlinator) January 25, 2022
Það er greinilega á ýmsu að taka og verður áhugavert að sjá hvort að þessar umræður hafi veitt einhverjum innblástur fyrir framtíðar sjónvarpsefni.