Gordon Murray kynnir T.33 léttan ofurbíl til hversdagsnota Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 28. janúar 2022 07:01 GMA T.33 T.33 er nýjasti ofurbíllinn úr smiðju hins goðsagnakennda Gordon Murray. Hann er knúinn áfram með 607 hestafla V12 sem snýst upp í 11.100 snúninga. Verðmiðinn er um 244 milljónir króna. Gordon Murray er ábyrgur fyrir hönnun einhverra mögnuðustu Formúlu 1 bíla sögunnar. Brabham BT52 sem dæmi. Auk þess hannaði hann einn beinskeyttasta götubíl sögunnar í hinum einstaka McLaren F1. Hönnuður T.33 hefur því ágætis ferilskrá. Myndband frá kynningu á T.33 frá GMA (Gordon Murray Automotive) „Með T.33 öðrum nýja bílnum okkar [bílasmíðafyrirtækis Murray] var markmiðið einfalt. Að skapa aðra tímalausa hönnun. Hann hefur verið hannaður og smíðaður samkvæmt sömu stöðlum og T.50, með sömu áherslu á ökumanninn, frammistöðu, léttan bíl, yfirburði og hreina hönnun en útkoman er allt öðru vísi bifreið [en T.50]. Þetta er bíll þar sem þægindi, áreynslulaus frammistaða og dagleg notagildi voru sett framar í forgangsröðina.“ sagði Murray við kynningu bílsins. „Hann er ekki stór eða breiður miðað við nútíma ofurbíla,“ bætti Murray við. V12 vélin frá Cosworth. Murray segir að þegar maður er með bestu V12 vél í sögu sprengihreyfla þá er bilun að nota hana ekki aftur. Að því sögðu hefur hún verið aðlöguð og stillt til að henta betur langferðum sem T.33 er ætlaður í. Stýri og mælaborð í T.33. „Ég hef alltaf viljað hanna bifreið þar sem loftinntakið er á vélinni líkt og á Formúlu 1 bílum á áttunda áratugnum. Á T.33 hreyfist loftinntakið á bílnum sjálfstætt þrátt fyrir að það nái upp fyrir þakið,“ sagði Murray að lokum. Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent
Gordon Murray er ábyrgur fyrir hönnun einhverra mögnuðustu Formúlu 1 bíla sögunnar. Brabham BT52 sem dæmi. Auk þess hannaði hann einn beinskeyttasta götubíl sögunnar í hinum einstaka McLaren F1. Hönnuður T.33 hefur því ágætis ferilskrá. Myndband frá kynningu á T.33 frá GMA (Gordon Murray Automotive) „Með T.33 öðrum nýja bílnum okkar [bílasmíðafyrirtækis Murray] var markmiðið einfalt. Að skapa aðra tímalausa hönnun. Hann hefur verið hannaður og smíðaður samkvæmt sömu stöðlum og T.50, með sömu áherslu á ökumanninn, frammistöðu, léttan bíl, yfirburði og hreina hönnun en útkoman er allt öðru vísi bifreið [en T.50]. Þetta er bíll þar sem þægindi, áreynslulaus frammistaða og dagleg notagildi voru sett framar í forgangsröðina.“ sagði Murray við kynningu bílsins. „Hann er ekki stór eða breiður miðað við nútíma ofurbíla,“ bætti Murray við. V12 vélin frá Cosworth. Murray segir að þegar maður er með bestu V12 vél í sögu sprengihreyfla þá er bilun að nota hana ekki aftur. Að því sögðu hefur hún verið aðlöguð og stillt til að henta betur langferðum sem T.33 er ætlaður í. Stýri og mælaborð í T.33. „Ég hef alltaf viljað hanna bifreið þar sem loftinntakið er á vélinni líkt og á Formúlu 1 bílum á áttunda áratugnum. Á T.33 hreyfist loftinntakið á bílnum sjálfstætt þrátt fyrir að það nái upp fyrir þakið,“ sagði Murray að lokum.
Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent