Handbolti

Hraustir leik­menn í sænska hand­bolta­lands­liðinu lyftu bíl á leið á æfingu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sænsku landsliðsmennirnir Jim Gottfridsson og Albin Lagergren fagna sigri á Norðmönnum og um leið sæti í undanúrslitum EM 2022.
Sænsku landsliðsmennirnir Jim Gottfridsson og Albin Lagergren fagna sigri á Norðmönnum og um leið sæti í undanúrslitum EM 2022. EPA-EFE/MARTIN DIVISEK

Svíar keppa við Íslendinga um það að vera spútniklið Evrópumótsins í handbolta en það eru greinilega hraustmenn í þessu sænska landsliði.

Svíar mæta Frökkum í dag í undanúrslitaleiknum á Evrópumótinu í handbolta en sænska liðið hefur komið mörgum á óvart með því að komast alla leið í undanúrslitin á mótinu.

Svíar unnu bara einn leik í riðlinum en unnu síðan alla fjóra leiki sína í milliriðli þar á meðal dramatískan sigur í úrslitaleik á móti Norðmönnum.

Það eru greinilega hraustir menn í þessu sænska landsliðinu eins og þeir sýndu í verki í gær.

Sænska liðsrútan komst ekki leiðar sínar vegna bíls sem var lagt illa við hótel sænska liðsins.

Leikmenn sænska liðsins stuttu þá út úr rútunni og lyftu bílnum í sameiningu. Með því sáu þeir til þess að rútan komst fram hjá og þeir gátu því tekið sína æfingu.

Sænskir fjölmiðlar höfðu gaman af og sýndu stoltir myndband af sínum mönnum taka aðeins á því. Það má sjá það hér fyrir neðan.

Undanúrslitaleikur Frakklands og Svíþjóðar hefast klukkan 19.30 í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×