Lífið

Bríet samdi lag um Tenerife

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Bríet og Rubin fluttu skemmtilegt lag um eyjuna fögru í útvarpsþættinum FM95BLÖ fyrir helgi.
Bríet og Rubin fluttu skemmtilegt lag um eyjuna fögru í útvarpsþættinum FM95BLÖ fyrir helgi. FM957/Daniel Thor

Söngkonan Bríet og gítarleikarinn Rubin Pollock frumfluttu splunkunýtt lag um eyjuna Tenerife í þættinum FM95BLÖ í gær.

Flestir Íslendingar, allavega þeir sólarþyrstu, ættu að kannast við eyjuna spænsku. Eyjan er vinsælasti áfangastaður flugfélagsins Play þessa stundina og Heimsferðir hafa nær aldrei selt jafnmargar ferðir til Tenerife og í fyrra.

Lag tvíeykisins er óður til Tenerife: „Það er dimmt, það er kalt ég er þunglyndur. Ég get ekki meira Þórólfur. Ég þarf bara að komast burt, en hvert skal fara þegar stórt er spurt,“ syngur Bríet í laginu.

Strákarnir í FM95BLÖ voru virkilega ánægðir með lagið en Egill Einarsson, fyrirliði þáttarins, er nýkominn heim frá Tenerife eftir að hafa verið þar í tæplega mánuð. Bríet skýtur einmitt létt á fyrirliðann og syngur: „Guð minn góður hvaða dagur er í dag? Hversu oft er ég búin að framlengja?“

Lagið má hlusta á hér að neðan.

Klippa: Til Tenerife


Tengdar fréttir

„Súrrealískur“ Íslendingafans á Tenerife

Heimsferðir hafa nær aldrei selt fleiri jólaferðir til Tenerife og í fyrra en eyjan er jafnframt vinsælasti áfangastaður Play þessa stundina. Íslendingur á Tenerife lýsir staðnum sem algjörri Íslendinganýlendu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×