Fimm ungir sem gætu bankað á landsliðsdyrnar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. febrúar 2022 09:00 vísir/vilhelm/bára/elín/getty Hvaða ungu leikmenn gætu komið inn í íslenska handboltalandsliðið á næstu árum? Vísir leitaði svara. Íslenska handboltalandsliðið náði sínum besta árangri á stórmóti í átta ár þegar það lenti í 6. sæti á EM í Ungverjalandi og Slóvakíu. Íslenska liðið varð fyrir miklum skakkaföllum á meðan Evrópumótinu stóð og Guðmundur Guðmundsson notaði alls 24 leikmenn á mótinu. Aðstæðna vegna stækkaði hópur íslenska liðsins því umtalsvert. Ungir og efnilegir bíða einnig á kantinum. Vísir fór yfir nokkra leikmenn sem gætu komið inn í landsliðið á næstu árum. Þorsteinn Leó Gunnarsson, 19 ára skytta Aftureldingar Þorsteinn Leó Gunnarsson kom eins og stormsveipur inn í Olís-deildina á síðasta tímabili.vísir/Hulda Margrét Tölfræðin á tímabilinu (13 leikir) 50 mörk (3,8 í leik) 63% skotnýting 5 fiskuð víti 14 lögleg stopp 12 varin skot Í öllum meiðslunum sem herjuðu á lið Aftureldingar á síðasta tímabili leitaði Gunnar Magnússon til Þorsteins Leós Gunnarssonar. Hann átti stórgóða innkomu í lið Mosfellinga og sýndi flotta takta. Þorsteinn er frekar „óíslenskur“ leikmaður ef svo má að orði komast, skytta sem telur 2,05 metra og getur skotið af löngu færi. Þrátt fyrir stærðina er Þorsteinn glettilega lipur og fínasti gegnumbrotsmaður. Þorsteinn getur enn bætt sig mikið en er maður framtíðarinnar. Einar Þorsteinn Ólafsson, 20 ára varnarmaður Vals Einar Þorsteinn Ólafsson í bikarúrslit Vals og Fram síðasta haust.vísir/Hulda Margrét Tölfræðin á tímabilinu (11 leikir) 22 mörk (2,0) 69% skotnýting 20 stoðsendingar 25 lögleg stopp 14 stolnir boltar 10 varin skot Líkt og Þorsteinn fékk Einar Þorsteinn Ólafsson tækifæri í liði Vals á síðasta tímabili vegna mikilla meiðsla. Og hann greip það með báðum höndum. Nánast á augabragði var hann orðinn lykilmaður í vörn Valsmanna sem urðu Íslandsmeistarar. Það hefðu þeir ekki gert án Einars en eftirminnilegur stuldur hans gegn Eyjamönnum í seinni leik liðanna í undanúrslitum úrslitakeppninnar verður lengi í minnum hafður. Einar hefur haldið uppteknum hætti á þessu tímabili. Ótrúlega klár og fingralangur varnarmaður sem er einnig í stóru hlutverki í hraðaupphlaupum Vals. Má bara nýta færin sín betur. Einar æfði með landsliðinu síðasta haust og var í 35 manna EM-hópnum. Hans tími með landsliðinu mun koma. Tryggvi Þórisson, 19 ára línumaður Selfoss Tryggvi Þórisson er engin smásmíði.vísir/Hulda Margrét Tölfræðin á tímabilinu (10 leikir) 14 mörk 67% skotnýting 7 fiskuð víti 16 lögleg stopp Selfoss hefur séð íslenska landsliðinu fyrir fjölmörgum leikmönnum undanfarin ár og Tryggvi Þórisson gæti verið sá næsti af færibandinu í Mjólkurbænum. Tryggvi er stór og afar stæðilegur línumaður sem hefur verið í stóru hlutverki í varnarleik Selfoss undanfarin þrjú tímabil. Tækifærin í sókninni hafa verið færri enda í samkeppni við Atla Ævar Ingólfsson. Þeim fer þó fjölgandi og vonandi nýtir hann þau vel. Dagur Gautason, 21 árs hornamaður Stjörnunnar Dagur Gautason er byrjaður að banka á landsliðsdyrnar.vísir/daníel Tölfræðin á tímabilinu (8 leikir) 35 mörk (4,4) 77,8% skotnýting 10 lögleg stopp 9 stolnir boltar Akureyringurinn vakti fyrst almenna athygli þegar hann var valinn í úrvalslið EM U-18 ára 2018 þar sem Ísland endaði í 2. sæti. Eftir að hafa verið í lykilhlutverki hjá KA í nokkur ár gekk Dagur Gautason í raðir Stjörnunnar fyrir síðasta tímabil. Hann var nokkuð rólegur á því en hefur spilað mjög vel í vetur þrátt fyrir að missa talsvert úr vegna meiðsla. Dagur var kallaður út til Búdapest til að vera til taks í lokaleikjum Íslands á EM og fékk þar nasaþefinn af landsliðinu. Dagur er gríðarlega snöggur, mikill íþróttamaður og fínasti varnarmaður þrátt fyrir að vera ekki mikill fyrir mann að sjá. Hann mun væntanlega berjast við Hákon Daða Styrmisson og Orra Frey Þorkelsson um stöðu númer tvö í vinstra horninu á næstu árum. Darri Aronsson, 22 ára skytta Hauka Haukar Stjarnan Olís deild karla vetur 2021 handbolti HSÍElín Björg Tölfræðin í vetur (12 leikir) 45 mörk (3,8) 46% skotnýting 27 stoðsendingar 42 lögleg stopp Darri Aronsson sneri fílefldur til baka eftir að hafa slitið krossband í upphafi þarsíðasta tímabils og kom aftur sem mun betri leikmaður, sérstaklega í sókn. Hann er með góð skot, bæði með uppstökkum og af gólfinu, og er skynsamari í varnarleiknum en áður. Hann kom óvænt inn í íslenska landsliðið á EM og kom við sögu í tveimur leikjum og skoraði eitt mark. Darri gæti nýst íslenska landsliðinu í framtíðinni en þarf að komast í atvinnumennsku til að bæta sig enn frekar. EM karla í handbolta 2022 Olís-deild karla Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Fleiri fréttir „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Sjá meira
Íslenska handboltalandsliðið náði sínum besta árangri á stórmóti í átta ár þegar það lenti í 6. sæti á EM í Ungverjalandi og Slóvakíu. Íslenska liðið varð fyrir miklum skakkaföllum á meðan Evrópumótinu stóð og Guðmundur Guðmundsson notaði alls 24 leikmenn á mótinu. Aðstæðna vegna stækkaði hópur íslenska liðsins því umtalsvert. Ungir og efnilegir bíða einnig á kantinum. Vísir fór yfir nokkra leikmenn sem gætu komið inn í landsliðið á næstu árum. Þorsteinn Leó Gunnarsson, 19 ára skytta Aftureldingar Þorsteinn Leó Gunnarsson kom eins og stormsveipur inn í Olís-deildina á síðasta tímabili.vísir/Hulda Margrét Tölfræðin á tímabilinu (13 leikir) 50 mörk (3,8 í leik) 63% skotnýting 5 fiskuð víti 14 lögleg stopp 12 varin skot Í öllum meiðslunum sem herjuðu á lið Aftureldingar á síðasta tímabili leitaði Gunnar Magnússon til Þorsteins Leós Gunnarssonar. Hann átti stórgóða innkomu í lið Mosfellinga og sýndi flotta takta. Þorsteinn er frekar „óíslenskur“ leikmaður ef svo má að orði komast, skytta sem telur 2,05 metra og getur skotið af löngu færi. Þrátt fyrir stærðina er Þorsteinn glettilega lipur og fínasti gegnumbrotsmaður. Þorsteinn getur enn bætt sig mikið en er maður framtíðarinnar. Einar Þorsteinn Ólafsson, 20 ára varnarmaður Vals Einar Þorsteinn Ólafsson í bikarúrslit Vals og Fram síðasta haust.vísir/Hulda Margrét Tölfræðin á tímabilinu (11 leikir) 22 mörk (2,0) 69% skotnýting 20 stoðsendingar 25 lögleg stopp 14 stolnir boltar 10 varin skot Líkt og Þorsteinn fékk Einar Þorsteinn Ólafsson tækifæri í liði Vals á síðasta tímabili vegna mikilla meiðsla. Og hann greip það með báðum höndum. Nánast á augabragði var hann orðinn lykilmaður í vörn Valsmanna sem urðu Íslandsmeistarar. Það hefðu þeir ekki gert án Einars en eftirminnilegur stuldur hans gegn Eyjamönnum í seinni leik liðanna í undanúrslitum úrslitakeppninnar verður lengi í minnum hafður. Einar hefur haldið uppteknum hætti á þessu tímabili. Ótrúlega klár og fingralangur varnarmaður sem er einnig í stóru hlutverki í hraðaupphlaupum Vals. Má bara nýta færin sín betur. Einar æfði með landsliðinu síðasta haust og var í 35 manna EM-hópnum. Hans tími með landsliðinu mun koma. Tryggvi Þórisson, 19 ára línumaður Selfoss Tryggvi Þórisson er engin smásmíði.vísir/Hulda Margrét Tölfræðin á tímabilinu (10 leikir) 14 mörk 67% skotnýting 7 fiskuð víti 16 lögleg stopp Selfoss hefur séð íslenska landsliðinu fyrir fjölmörgum leikmönnum undanfarin ár og Tryggvi Þórisson gæti verið sá næsti af færibandinu í Mjólkurbænum. Tryggvi er stór og afar stæðilegur línumaður sem hefur verið í stóru hlutverki í varnarleik Selfoss undanfarin þrjú tímabil. Tækifærin í sókninni hafa verið færri enda í samkeppni við Atla Ævar Ingólfsson. Þeim fer þó fjölgandi og vonandi nýtir hann þau vel. Dagur Gautason, 21 árs hornamaður Stjörnunnar Dagur Gautason er byrjaður að banka á landsliðsdyrnar.vísir/daníel Tölfræðin á tímabilinu (8 leikir) 35 mörk (4,4) 77,8% skotnýting 10 lögleg stopp 9 stolnir boltar Akureyringurinn vakti fyrst almenna athygli þegar hann var valinn í úrvalslið EM U-18 ára 2018 þar sem Ísland endaði í 2. sæti. Eftir að hafa verið í lykilhlutverki hjá KA í nokkur ár gekk Dagur Gautason í raðir Stjörnunnar fyrir síðasta tímabil. Hann var nokkuð rólegur á því en hefur spilað mjög vel í vetur þrátt fyrir að missa talsvert úr vegna meiðsla. Dagur var kallaður út til Búdapest til að vera til taks í lokaleikjum Íslands á EM og fékk þar nasaþefinn af landsliðinu. Dagur er gríðarlega snöggur, mikill íþróttamaður og fínasti varnarmaður þrátt fyrir að vera ekki mikill fyrir mann að sjá. Hann mun væntanlega berjast við Hákon Daða Styrmisson og Orra Frey Þorkelsson um stöðu númer tvö í vinstra horninu á næstu árum. Darri Aronsson, 22 ára skytta Hauka Haukar Stjarnan Olís deild karla vetur 2021 handbolti HSÍElín Björg Tölfræðin í vetur (12 leikir) 45 mörk (3,8) 46% skotnýting 27 stoðsendingar 42 lögleg stopp Darri Aronsson sneri fílefldur til baka eftir að hafa slitið krossband í upphafi þarsíðasta tímabils og kom aftur sem mun betri leikmaður, sérstaklega í sókn. Hann er með góð skot, bæði með uppstökkum og af gólfinu, og er skynsamari í varnarleiknum en áður. Hann kom óvænt inn í íslenska landsliðið á EM og kom við sögu í tveimur leikjum og skoraði eitt mark. Darri gæti nýst íslenska landsliðinu í framtíðinni en þarf að komast í atvinnumennsku til að bæta sig enn frekar.
Tölfræðin á tímabilinu (13 leikir) 50 mörk (3,8 í leik) 63% skotnýting 5 fiskuð víti 14 lögleg stopp 12 varin skot
Tölfræðin á tímabilinu (11 leikir) 22 mörk (2,0) 69% skotnýting 20 stoðsendingar 25 lögleg stopp 14 stolnir boltar 10 varin skot
EM karla í handbolta 2022 Olís-deild karla Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Fleiri fréttir „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Sjá meira