Íslensku stelpurnar í Bayern geta spilað sögulegan leik á Allianz Arena Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. febrúar 2022 10:01 Glódís Perla Viggósdóttir í leik með Bayern Munchen í Meistaradeildinni. Getty/Gualter Fatia Íslendingaliðið Bayern München hefur ákveðið að taka risastórt skref fyrir kvennalið félagsins með því að leyfa konunum að spila á Allianz Arena í Meistaradeildinni. Heimaleikur Bayern á móti Paris Saint-Germain í átta liða úslitum verður nefnilega spilaður á hinum stórglæsilega aðalleikvangi þýska stórliðsins sem tekur yfir 75 þúsund manns í sæti. Þetta er í fyrsta sinn í sögunni sem kvennalið Bayern fær að spila á vellinum þar sem karlarnir spila alla sína leiki. Bayern spilar vanalega heimaleiki sína á FC Bayern Campus sem tekur tæplega þrettán þúsund áhorfendur. View this post on Instagram A post shared by FC Bayern Frauen (@fcbfrauen) „Við erum mjög ánægð með þessi tímamót í fimmtíu ára sögu kvennaliðs FC Bayern. Liðið hans Jens Scheuer á skilið að fá stóra sviðið fyrir þennan leik á móti Paris Saint-Germain í Meistaradeildinni. Ég vona að vettvangurinn sjái til þess að við fáum fótboltaveislu og að margir stuðningsmenn Bayern komi til að styðja við bakið á stelpunum á Allianz Arena,“ sagði Oliver Kahn, fyrrum leikmaður Bayern og núverandi stjórnarformaður félagsins. Þrjár íslenskar landsliðskonur spila með Bayern München eða markvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir, miðvörðurinn Glódís Perla Viggósdóttir og miðjumaðurinn Karólína Lea Vilhjálmsdóttir. Nú er bara að vona að þær fái að taka þátt í þessum sögulega leik. Það þarf ekki að spyrja að því að þessi ákvörðun kemur í framhaldi af því að Barcelona færði leik síns kvennaliðs í átta liða úrslitunum yfir á Nývangi. Barcelona er ríkjandi Evrópumeistari og mætir þar erkifjendum sínum í Real Madrid. Það seldist upp á þann leik eða yfir 85 þúsund miðar. Barcelona mun því setja nýtt met yfir flesta áhorfendur á kvennaleik en metið er síðan 2019 þegar 60,739 áhorfendur komu á leik Atletico Madrid og Barcelona á Wanda Metropolitano leikvanginum. Þýski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Íslenski boltinn Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Fótbolti Ísland úr leik með tapi í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Leik lokið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Sjá meira
Heimaleikur Bayern á móti Paris Saint-Germain í átta liða úslitum verður nefnilega spilaður á hinum stórglæsilega aðalleikvangi þýska stórliðsins sem tekur yfir 75 þúsund manns í sæti. Þetta er í fyrsta sinn í sögunni sem kvennalið Bayern fær að spila á vellinum þar sem karlarnir spila alla sína leiki. Bayern spilar vanalega heimaleiki sína á FC Bayern Campus sem tekur tæplega þrettán þúsund áhorfendur. View this post on Instagram A post shared by FC Bayern Frauen (@fcbfrauen) „Við erum mjög ánægð með þessi tímamót í fimmtíu ára sögu kvennaliðs FC Bayern. Liðið hans Jens Scheuer á skilið að fá stóra sviðið fyrir þennan leik á móti Paris Saint-Germain í Meistaradeildinni. Ég vona að vettvangurinn sjái til þess að við fáum fótboltaveislu og að margir stuðningsmenn Bayern komi til að styðja við bakið á stelpunum á Allianz Arena,“ sagði Oliver Kahn, fyrrum leikmaður Bayern og núverandi stjórnarformaður félagsins. Þrjár íslenskar landsliðskonur spila með Bayern München eða markvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir, miðvörðurinn Glódís Perla Viggósdóttir og miðjumaðurinn Karólína Lea Vilhjálmsdóttir. Nú er bara að vona að þær fái að taka þátt í þessum sögulega leik. Það þarf ekki að spyrja að því að þessi ákvörðun kemur í framhaldi af því að Barcelona færði leik síns kvennaliðs í átta liða úrslitunum yfir á Nývangi. Barcelona er ríkjandi Evrópumeistari og mætir þar erkifjendum sínum í Real Madrid. Það seldist upp á þann leik eða yfir 85 þúsund miðar. Barcelona mun því setja nýtt met yfir flesta áhorfendur á kvennaleik en metið er síðan 2019 þegar 60,739 áhorfendur komu á leik Atletico Madrid og Barcelona á Wanda Metropolitano leikvanginum.
Þýski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Íslenski boltinn Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Fótbolti Ísland úr leik með tapi í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Leik lokið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Sjá meira