Nemó finnst forstjóri Haga hlaupa heldur hægt Rakel Sveinsdóttir skrifar 5. febrúar 2022 10:00 Finnur Oddsson, forstjóri Haga, vaknar eldsnemma og tekur þá oft 5 til 10 kílómetra hlaup með hundinum Nemó. Finnur er af sumum kallaður íþróttaálfur og finnst gaman að hreyfa sig. Nemó finnst morgunrútínan þó óttalegt dól sem varla er hægt að kalla hlaup. Vísir/Vilhelm Það er enginn dagur eins í vinnunni segir Finnur Oddsson, forstjóri Haga. Finnur er af sumum kallaður íþróttaálfur en hundinum Nemó finnst morgunlaupið þó heldur hægt. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? Á milli sex og sjö yfirleitt. Klukkan sex þá daga sem ég reyni að sprikla eitthvað fyrir vinnu, en það er þá yfirleit 5 til 10 kílómetra hlaup, helst úti, nema yfir háveturinn. Tek þá Nemó, hundinn okkar oftast nær með, en ég er ekki viss um að hann myndi kalla þessa morgunrútínu okkar hlaup, finnst þetta óttalegt dól.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Mér er sagt af mínu heimilisfólki að ég sé háður símanum mínum og það er örugglega töluvert til í því. Ég hef því miður tileinkað mér þann plagsið að byrja og enda flest alla daga á því að rýna í skjáinn, en ég skanna gjarnan helstu fréttir á morgnana áður en ég fer framúr. En annars reyni ég að hreyfa mig að minnsta kosti annan hvern dag fyrir vinnu, hlaup eða ræktin.“ Ertu íþróttaálfur? „Það var reyndar nýlega sem einn góður kollegi minn kallaði mig íþróttaálf, þannig að einhverjum finnst það greinilega. En að gamni slepptu, þá hef ég alltaf haft ánægju af því að hreyfa mig og er öðru hverju ágætlega duglegur við það. Ég hef nokkrum sinnum tekið þátt í Laugavegshlaupinu og einhverjum maraþonum líka. Þar fyrir utan tengist flest það sem okkur fjölskyldunni finnst skemmtilegast hreyfingu af einhverju tagi, hvort sem það eru fjallgöngur, labb í tengslum við flugu- eða skotveiði, fjallaskíði, hjólreiðar af ýmsu tagi og svo framvegis. Mér finnst mjög mikilvægt að vera alltaf í þannig standi að geta skotist upp á fjall eða hlaupið 10km án þess að hafa of mikið fyrir því. Fyrir mér eru hreyfing og útivera ágætis leið til að halda sér í formi bæði andlega og líkamlega.“ Verkefnin í vinnunni eru af öllum toga og Finnur heldur utan um þau í inboxinu sínu og með verkefnalista sem hann gerir fyrir hverja viku. Hann segir skipulagið þó helst bjargast vegna þess að góðir kollegar eru mun skipulagðari en hann. Finnur sofnar við hljóðbók en viðurkennir að muna fæsta morgna hvað var að gerast í sögunni kvöldið áður.Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst þessa dagana? „Einn af kostum þess að vinna hjá Högum er að enginn dagur er eins. Verkefnin síðustu daga eru því mismunandi eins og þau eru mörg. Til að nefna einhver dæmi, þá geta þau spannað allt frá áætlunargerð fyrir næsta ár, til vangaveltna um staðsetningu vörumerkja okkar á markaði, útfærslu á samstarfi um uppbyggingu öflugs fasteignaþróunarfélags, yfir í undirbúning á nýrri viðskiptaeiningu Haga á stórnotendamarkaði, eða gangsetningu nýrri netverslun fyrir Hagkaup, sem er vísir af þeim stafrænu áherslum sem við munu setja á oddinn hjá Högum á næstu misserum. Sem sagt, í ýmis horn að líta, alltaf með frábæru samstarfsfólki sem gerir þetta allt skemmtilegt.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Ég er nú ekkert sérstaklega skipulagður, en þetta sleppur meðal annars vegna þess að ég vinn með góðum kollegum sem er miklu skipulagðara en ég. Inboxið stýrir manna allt of mikið frá degi til dags en ég reyni að klára að fara yfir tölvupósta hvers dagsins áður en hann klárast. Ég er svo yfirleitt með „to do“ lista fyrir hverja viku, það sem klárast ekki hliðrast til næstu. Því til viðbótar reyni ég taka stöðuna reglulega og forgansraða mikilvægustu verkefnum fyrir næstu vikur og mánuði. Það er svo gott að stemma sig af við þá forgangsröðun öðru hverju, hvort ráðstöfun tíma og krafta sé ekki örugglega í samræmi við hana.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Heldur of seint, yfirleitt einhverntíman upp úr miðnætti. Oft með hljóðbók á „sleeper“ stillingu. Morguninn eftir þá man ég reyndar aldrei eftir því sem ég hlustaði á kvöldið áður. Bækurnar eiga það til að endast ágætlega þess vegna.“ Kaffispjallið Tengdar fréttir „Ef ADHD-ið mitt væri próf í skóla væri ég með níu í einkunn“ Séra Hildur Eir Bolladóttir er prestur og skáld en segist þó fyrst og fremst vera mamma. Hún segist vel skilja að fólk sé orðið þreytt á Covid og takmörkunum en bendir á að í öllum erfiðum aðstæðum í lífinu, er líka hægt að hafa gaman. Hildur segist vakna á morgnana við hláturinn í Gulla Helga og Heimi Karls. 22. janúar 2022 10:01 Aðrir en Kauphallarforstjórinn sjálfur sem spá í Facebooksíðu fyrir hann Magnús Harðarson byrjar daginn á því að skanna fréttir netmiðla með „Kauphallargleraugunum,“ enda forstjóri Nasdaq Iceland en einnig einn fárra Íslendinga sem er ekki á Facebook. 29. janúar 2022 10:00 „Nýlega sett mér það markmið að vera meiri pæja“ Þóranna Kristín Jónsdóttir, var ráðinn leiðtogi markaðsmála hjá BYKO í nóvember síðastliðnum en hún setti sér nýlega það markmið að vera meiri pæja. Þóranna er líka að æfa sig í að vera aðeins rólegri en í skipulagi er hún algjörlega „lista-sjúk.“ 8. janúar 2022 10:00 „Samt lítur skrokkurinn á mér ekki út eins og á Ronaldo“ Haraldur Freyr Gíslason formaður Félags leikskólakennara segir kjarasamninga og Covid taka mestan tímann þessa dagana. 15. janúar 2022 10:01 „Gæðastundirnar eru svo miklu fleiri“ Fyrr á þessu ári hætti Jóhann K. Jóhannsson í fréttamennsku, réði sig sem slökkviliðsstjóri í Fjallabyggð og fluttist með fjölskyldunni til Siglufjarðar. 31. desember 2021 10:01 Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? Á milli sex og sjö yfirleitt. Klukkan sex þá daga sem ég reyni að sprikla eitthvað fyrir vinnu, en það er þá yfirleit 5 til 10 kílómetra hlaup, helst úti, nema yfir háveturinn. Tek þá Nemó, hundinn okkar oftast nær með, en ég er ekki viss um að hann myndi kalla þessa morgunrútínu okkar hlaup, finnst þetta óttalegt dól.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Mér er sagt af mínu heimilisfólki að ég sé háður símanum mínum og það er örugglega töluvert til í því. Ég hef því miður tileinkað mér þann plagsið að byrja og enda flest alla daga á því að rýna í skjáinn, en ég skanna gjarnan helstu fréttir á morgnana áður en ég fer framúr. En annars reyni ég að hreyfa mig að minnsta kosti annan hvern dag fyrir vinnu, hlaup eða ræktin.“ Ertu íþróttaálfur? „Það var reyndar nýlega sem einn góður kollegi minn kallaði mig íþróttaálf, þannig að einhverjum finnst það greinilega. En að gamni slepptu, þá hef ég alltaf haft ánægju af því að hreyfa mig og er öðru hverju ágætlega duglegur við það. Ég hef nokkrum sinnum tekið þátt í Laugavegshlaupinu og einhverjum maraþonum líka. Þar fyrir utan tengist flest það sem okkur fjölskyldunni finnst skemmtilegast hreyfingu af einhverju tagi, hvort sem það eru fjallgöngur, labb í tengslum við flugu- eða skotveiði, fjallaskíði, hjólreiðar af ýmsu tagi og svo framvegis. Mér finnst mjög mikilvægt að vera alltaf í þannig standi að geta skotist upp á fjall eða hlaupið 10km án þess að hafa of mikið fyrir því. Fyrir mér eru hreyfing og útivera ágætis leið til að halda sér í formi bæði andlega og líkamlega.“ Verkefnin í vinnunni eru af öllum toga og Finnur heldur utan um þau í inboxinu sínu og með verkefnalista sem hann gerir fyrir hverja viku. Hann segir skipulagið þó helst bjargast vegna þess að góðir kollegar eru mun skipulagðari en hann. Finnur sofnar við hljóðbók en viðurkennir að muna fæsta morgna hvað var að gerast í sögunni kvöldið áður.Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst þessa dagana? „Einn af kostum þess að vinna hjá Högum er að enginn dagur er eins. Verkefnin síðustu daga eru því mismunandi eins og þau eru mörg. Til að nefna einhver dæmi, þá geta þau spannað allt frá áætlunargerð fyrir næsta ár, til vangaveltna um staðsetningu vörumerkja okkar á markaði, útfærslu á samstarfi um uppbyggingu öflugs fasteignaþróunarfélags, yfir í undirbúning á nýrri viðskiptaeiningu Haga á stórnotendamarkaði, eða gangsetningu nýrri netverslun fyrir Hagkaup, sem er vísir af þeim stafrænu áherslum sem við munu setja á oddinn hjá Högum á næstu misserum. Sem sagt, í ýmis horn að líta, alltaf með frábæru samstarfsfólki sem gerir þetta allt skemmtilegt.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Ég er nú ekkert sérstaklega skipulagður, en þetta sleppur meðal annars vegna þess að ég vinn með góðum kollegum sem er miklu skipulagðara en ég. Inboxið stýrir manna allt of mikið frá degi til dags en ég reyni að klára að fara yfir tölvupósta hvers dagsins áður en hann klárast. Ég er svo yfirleitt með „to do“ lista fyrir hverja viku, það sem klárast ekki hliðrast til næstu. Því til viðbótar reyni ég taka stöðuna reglulega og forgansraða mikilvægustu verkefnum fyrir næstu vikur og mánuði. Það er svo gott að stemma sig af við þá forgangsröðun öðru hverju, hvort ráðstöfun tíma og krafta sé ekki örugglega í samræmi við hana.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Heldur of seint, yfirleitt einhverntíman upp úr miðnætti. Oft með hljóðbók á „sleeper“ stillingu. Morguninn eftir þá man ég reyndar aldrei eftir því sem ég hlustaði á kvöldið áður. Bækurnar eiga það til að endast ágætlega þess vegna.“
Kaffispjallið Tengdar fréttir „Ef ADHD-ið mitt væri próf í skóla væri ég með níu í einkunn“ Séra Hildur Eir Bolladóttir er prestur og skáld en segist þó fyrst og fremst vera mamma. Hún segist vel skilja að fólk sé orðið þreytt á Covid og takmörkunum en bendir á að í öllum erfiðum aðstæðum í lífinu, er líka hægt að hafa gaman. Hildur segist vakna á morgnana við hláturinn í Gulla Helga og Heimi Karls. 22. janúar 2022 10:01 Aðrir en Kauphallarforstjórinn sjálfur sem spá í Facebooksíðu fyrir hann Magnús Harðarson byrjar daginn á því að skanna fréttir netmiðla með „Kauphallargleraugunum,“ enda forstjóri Nasdaq Iceland en einnig einn fárra Íslendinga sem er ekki á Facebook. 29. janúar 2022 10:00 „Nýlega sett mér það markmið að vera meiri pæja“ Þóranna Kristín Jónsdóttir, var ráðinn leiðtogi markaðsmála hjá BYKO í nóvember síðastliðnum en hún setti sér nýlega það markmið að vera meiri pæja. Þóranna er líka að æfa sig í að vera aðeins rólegri en í skipulagi er hún algjörlega „lista-sjúk.“ 8. janúar 2022 10:00 „Samt lítur skrokkurinn á mér ekki út eins og á Ronaldo“ Haraldur Freyr Gíslason formaður Félags leikskólakennara segir kjarasamninga og Covid taka mestan tímann þessa dagana. 15. janúar 2022 10:01 „Gæðastundirnar eru svo miklu fleiri“ Fyrr á þessu ári hætti Jóhann K. Jóhannsson í fréttamennsku, réði sig sem slökkviliðsstjóri í Fjallabyggð og fluttist með fjölskyldunni til Siglufjarðar. 31. desember 2021 10:01 Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
„Ef ADHD-ið mitt væri próf í skóla væri ég með níu í einkunn“ Séra Hildur Eir Bolladóttir er prestur og skáld en segist þó fyrst og fremst vera mamma. Hún segist vel skilja að fólk sé orðið þreytt á Covid og takmörkunum en bendir á að í öllum erfiðum aðstæðum í lífinu, er líka hægt að hafa gaman. Hildur segist vakna á morgnana við hláturinn í Gulla Helga og Heimi Karls. 22. janúar 2022 10:01
Aðrir en Kauphallarforstjórinn sjálfur sem spá í Facebooksíðu fyrir hann Magnús Harðarson byrjar daginn á því að skanna fréttir netmiðla með „Kauphallargleraugunum,“ enda forstjóri Nasdaq Iceland en einnig einn fárra Íslendinga sem er ekki á Facebook. 29. janúar 2022 10:00
„Nýlega sett mér það markmið að vera meiri pæja“ Þóranna Kristín Jónsdóttir, var ráðinn leiðtogi markaðsmála hjá BYKO í nóvember síðastliðnum en hún setti sér nýlega það markmið að vera meiri pæja. Þóranna er líka að æfa sig í að vera aðeins rólegri en í skipulagi er hún algjörlega „lista-sjúk.“ 8. janúar 2022 10:00
„Samt lítur skrokkurinn á mér ekki út eins og á Ronaldo“ Haraldur Freyr Gíslason formaður Félags leikskólakennara segir kjarasamninga og Covid taka mestan tímann þessa dagana. 15. janúar 2022 10:01
„Gæðastundirnar eru svo miklu fleiri“ Fyrr á þessu ári hætti Jóhann K. Jóhannsson í fréttamennsku, réði sig sem slökkviliðsstjóri í Fjallabyggð og fluttist með fjölskyldunni til Siglufjarðar. 31. desember 2021 10:01