14. umferð CS:GO lokið: Tveggja tíma viðureign XY og Ármanns setti met Snorri Rafn Hallsson skrifar 5. febrúar 2022 17:01 14. umferð Ljósleiðaradeildarinnar í CS:GO lauk með sigri Dusty á Vallea. XY og Ármann settu svo Íslandsmet með leik sem var 66 lotur. Leikir vikunnar Umferðin hófst á leik Sögu og Fylkis í Nuke, en fyrri leikur liðanna var ansi ójafn og fór 16-5 fyrir Sögu. Fylkir hafði yfirhöndina allt frá upphafi. Sóknarleikur Sögu var upp og ofan og efnahagurinn þvældist fyrir þeim í fyrri hálfleik. Fylkismenn héldu áfram að spila af krafti í síðari hálfleik en misstu dampinn örlítið þegar líða fór á. Leikurinn var þó aldrei í hættu og geta Fylkismenn verið sáttir með úrslitin en leikurinn fór 16–12 fyrir Fylki. Síðari leikur þriðjudagskvöldsins var svo á milli Kórdrengja og Þórs. Mættust þar liðin í öðru og áttunda sæti deildarinnar. Leikurinn var mjög jafn framan af þar sem Kórdrengir voru sprækir og árásargjarnir í vörninni á meðan Þór lék hratt of af miklum krafti. Í upphafi síðari hálfleiks tókst Þór að tryggja sér örlítið forskot sem nægði þeim til að sigla sigrinum heim, 16–13. Á föstudagskvöldið mættust svo lið XY og Ármanns í leik sem fer án efa í sögubækurnar sökum lengdar. Eftir ágætis byrjun frá XY hafði Ármann töglin og hagldirnar á leiknum þar sem liðin léku bæði af mikilli hörku. Í síðari hálfleik lifnaði yfir XY sem hélt ágætlega í við Ármann þar til undir lokin. Var Ármann svo gott með leikinn í höndum sér þegar XY átti glæsilegan sprett til að knýja fram framlengingu. Og framlengingin varð ekki bara ein, og ekki urður þær tvær, heldur sex. Hvorugu liðinu tókst að kreista fram sigur þó XY væru jafnan yfir ólíkt því sem var í venjulegum leiktíma. Eftir rúmlega 2 klukkutíma og 66 lotur hafði Ármann þó betur 34-32, og voru allir leikmenn beggja liða með 30 fellur eða fleiri þegar upp var staðið. Lokaleikur umferðarinnar var svo á milli Dusty og Vallea. Vallea þurfti á sigri að halda til að eiga enn möguleika á fyrsta sæti deildarinnar, en eftir tap Dusty gegn Þór í síðustu umferð þurfti Dusty að taka á honum stóra sínum til að tefla toppsætinu ekki í hættu. Það gekk eftir og þrátt fyrir góða byrjun frá Vallea náði Dusty að tengja saman sjö lotur í röð og ráða förinni það sem eftir var. Annar slíkur sprettur í síðari hálfleik tryggði Dusty nægt forskot til að landa sigrinum að lokum, 16–10 Staðan Að 14. umferð lokinni hefur uppröðun töflunnar örlítið breyst. Dusty, Þór og Vallea raða sér enn sem fyrr í efstu þrjú sætin. Þar á eftir koma Ármann, XY og Saga, en Ármann hoppaði upp um tvö sæti með sigrinum á XY. Lestina reka svo Fylkir og Kórdrengir. Næstu leikir Ljósleiðaradeildin heldur áfram í næstu viku og fer 15. umferðin fram dagana 8. og 11. febrúar, og hefst þar með þriðja og síðasta túrneringin: Fylkir - Kórdrengir, 8. feb. kl. 20:30. Ármann - Dusty, 8. feb. kl. 21:30. Saga - XY, 11. feb. kl. 20:30. Þór - Vallea, 11. feb. kl. 21:30. Sýnt verður frá leikjunum á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti
Leikir vikunnar Umferðin hófst á leik Sögu og Fylkis í Nuke, en fyrri leikur liðanna var ansi ójafn og fór 16-5 fyrir Sögu. Fylkir hafði yfirhöndina allt frá upphafi. Sóknarleikur Sögu var upp og ofan og efnahagurinn þvældist fyrir þeim í fyrri hálfleik. Fylkismenn héldu áfram að spila af krafti í síðari hálfleik en misstu dampinn örlítið þegar líða fór á. Leikurinn var þó aldrei í hættu og geta Fylkismenn verið sáttir með úrslitin en leikurinn fór 16–12 fyrir Fylki. Síðari leikur þriðjudagskvöldsins var svo á milli Kórdrengja og Þórs. Mættust þar liðin í öðru og áttunda sæti deildarinnar. Leikurinn var mjög jafn framan af þar sem Kórdrengir voru sprækir og árásargjarnir í vörninni á meðan Þór lék hratt of af miklum krafti. Í upphafi síðari hálfleiks tókst Þór að tryggja sér örlítið forskot sem nægði þeim til að sigla sigrinum heim, 16–13. Á föstudagskvöldið mættust svo lið XY og Ármanns í leik sem fer án efa í sögubækurnar sökum lengdar. Eftir ágætis byrjun frá XY hafði Ármann töglin og hagldirnar á leiknum þar sem liðin léku bæði af mikilli hörku. Í síðari hálfleik lifnaði yfir XY sem hélt ágætlega í við Ármann þar til undir lokin. Var Ármann svo gott með leikinn í höndum sér þegar XY átti glæsilegan sprett til að knýja fram framlengingu. Og framlengingin varð ekki bara ein, og ekki urður þær tvær, heldur sex. Hvorugu liðinu tókst að kreista fram sigur þó XY væru jafnan yfir ólíkt því sem var í venjulegum leiktíma. Eftir rúmlega 2 klukkutíma og 66 lotur hafði Ármann þó betur 34-32, og voru allir leikmenn beggja liða með 30 fellur eða fleiri þegar upp var staðið. Lokaleikur umferðarinnar var svo á milli Dusty og Vallea. Vallea þurfti á sigri að halda til að eiga enn möguleika á fyrsta sæti deildarinnar, en eftir tap Dusty gegn Þór í síðustu umferð þurfti Dusty að taka á honum stóra sínum til að tefla toppsætinu ekki í hættu. Það gekk eftir og þrátt fyrir góða byrjun frá Vallea náði Dusty að tengja saman sjö lotur í röð og ráða förinni það sem eftir var. Annar slíkur sprettur í síðari hálfleik tryggði Dusty nægt forskot til að landa sigrinum að lokum, 16–10 Staðan Að 14. umferð lokinni hefur uppröðun töflunnar örlítið breyst. Dusty, Þór og Vallea raða sér enn sem fyrr í efstu þrjú sætin. Þar á eftir koma Ármann, XY og Saga, en Ármann hoppaði upp um tvö sæti með sigrinum á XY. Lestina reka svo Fylkir og Kórdrengir. Næstu leikir Ljósleiðaradeildin heldur áfram í næstu viku og fer 15. umferðin fram dagana 8. og 11. febrúar, og hefst þar með þriðja og síðasta túrneringin: Fylkir - Kórdrengir, 8. feb. kl. 20:30. Ármann - Dusty, 8. feb. kl. 21:30. Saga - XY, 11. feb. kl. 20:30. Þór - Vallea, 11. feb. kl. 21:30. Sýnt verður frá leikjunum á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands.
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti