Gestirnir í Szczecin skoruðu fyrsta mark leiksins, en það var líka í eina skiptið í leiknum sem þeir voru yfir. Heimamenn skoruðu næstu fimm og voru því strax komnir með góða forystu. Mestur varð munurinn sex mörk í fyrri hálfleik, en þegar gengið var til búningsherbergja var staðan 15-10.
Heimamenn stigu bensínið í botn í upphafi síðari hálfleiks og náðu fljótt tíu marka forskoti. Eftir það hægðu þeir aðeins á, en unnu að lokum öruggan 13 marka sigur, 34-21.
Kielce er eins og áður segir er Kielce með fullt hús stiga á toppi pólsku deildarinnar eftir 14 leiki. Liðið er með 42 stig, þremur stigum meira en Wisla Plock sem situr í öðru sæti.