Dagný skoraði tvö mörk fyrir West Ham í janúar, í 3-0 deildarsigri gegn Everton og 4-1 bikarsigri gegn Sheffield United. Hún lék einnig í 1-1 jafntefli við Tottenham í deildinni og 4-2 tapi gegn Chelsea í deildabikarnum.
Here are the nominees for the PFA @VertuMotors WSL Fans Player of the Month for January...
— Professional Footballers' Association (@PFA) February 7, 2022
@lauren__hemp
@StanwayGeorgia
@leah_galton21
@tatsdowie
@EHarries9
@dagnybrynjars
Vote for your winner here https://t.co/UFB8L1drzc#PFAFPOTM pic.twitter.com/I0wsa3dICv
Dagný var svo að vanda í byrjunarliði West Ham í 2-1 útisigri gegn Aston Villa í fyrsta deildarleik febrúarmánaðar. West Ham er nú með 20 stig í 6.-7. sæti deildarinnar, eftir 13 leiki.
Auk Dagnýjar eru tilnefndar þær Lauren Hemp og Georgia Stanway úr Manchester City, Leah Galton úr Manchester United og þær Natasha Dowie og Emma Harries úr Reading.