„Ótrúlegt hvað lifandi tónlistarflutningur getur gert fyrir þreyttar sálir í skammdeginu“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 8. febrúar 2022 16:31 Kvartettinn ásamt Þóru Kristínu Gunnarsdóttur píanóleikara. Tónleikar þeirra fara fram á Sigurjónssafni. Aðsend Tónleikarnir Með hækkandi sól - Sönglög í Sigurjónssafni fara fram á morgun, 9. febrúar, og fimmtudaginn 10. febrúar þar sem fagrir tónar munu flæða um sali safnsins. Nýstofnaður kvartett stígur á stokk en hann skipa þau Jóna G. Kolbrúnardóttir sópran, Kristín Sveinsdóttir mezzósópran, Eggert Reginn Kjartansson tenór og Unnsteinn Árnason bassi. Öll eru þau þaulreynd á sínu sviði. Kristín Sveinsdóttir þenur raddböndin á SigurjónssafniAðsend Hafa sungið saman frá ungum aldri Þau byrjuðu ung að koma fram saman í Langholtskirkju kór undir stjórn Jóns Stefánssonar og síðan lá leið þeirra allra til Vínarborgar í söngnám. Ásamt því að koma reglulega fram í ýmis konar verkefnum í Vín hafa þau einnig sungið á óperusviði víðs vegar um Evrópu. Kristín starfaði við La Scala Óperuna í Mílanó, Eggert starfaði í óperunni við Baden Wien og í Salzburg, Jóna söng nýlega við Konunglegu óperuna í Kaupmannahöfn ásamt því að koma reglulega fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands og Unnsteinn hefur síðastliðin ár verið fastráðinn við óperuna í Innsbruck í Austurríki. Á tónleikunum spilar Þóra Kristín Gunnarsdóttir píanóleikari með þeim, sem er nýkomin heim eftir nám og störf í Sviss. „Við fjögur þekkjumst auðvitað mjög vel og það er fátt skemmtilegra en að syngja saman. Þess vegna eru tónleikarnar byggðir mikið á dúettum og kvartettum. Eftir að við sungum yfir fyrsta kvartettinn á fyrstu æfingunni okkar saman þá, þó það sé mikil klisja að segja, ljómuðum við öll af gleði. Það eru svona augnablik sem minna mann á hvað söngur er magnaður og þá sérstaklega samsöngur. Við vonumst til að geta glatt áhorfendur jafn mikið á tónleikunum og söngurinn gleður okkur,“ segir söngkonan Jóna G. Kolbrúnardóttir. Hópurinn í skýjunum eftir góða æfingu.Aðsend Tónlistin haldi áfram að hljóma sama hvað „Það er okkur hjartans mál að tónlistin haldi áfram að hljóma og vera flutt fyrir áheyrendur sama hvað á dynur í samfélaginu,“ segir hópurinn og bætir við: „Það er ótrúlegt hvað lifandi tónlistarflutningur getur gert fyrir þreyttar sálir í skammdeginu.“ Kvartettinn ætlar að taka vel á móti hækkandi sól og bjóða upp á klukkutíma tónleika þar sem söngperlur eftir íslensk og þýsk tónskáld verða flutt, einsöngslög í bland við dúetta og kvartetta. „Við fögnum sömuleiðis nýlegum tilslökunum í sóttvarnar aðgerðum og höfum bætt við miðum á báða tónleika,“ segja þau að lokum. Miðasala fer fram hér. Tónlist Menning Mest lesið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Risa endurkoma eftir áratug í dvala Lífið Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Menning Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Fleiri fréttir Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Nýstofnaður kvartett stígur á stokk en hann skipa þau Jóna G. Kolbrúnardóttir sópran, Kristín Sveinsdóttir mezzósópran, Eggert Reginn Kjartansson tenór og Unnsteinn Árnason bassi. Öll eru þau þaulreynd á sínu sviði. Kristín Sveinsdóttir þenur raddböndin á SigurjónssafniAðsend Hafa sungið saman frá ungum aldri Þau byrjuðu ung að koma fram saman í Langholtskirkju kór undir stjórn Jóns Stefánssonar og síðan lá leið þeirra allra til Vínarborgar í söngnám. Ásamt því að koma reglulega fram í ýmis konar verkefnum í Vín hafa þau einnig sungið á óperusviði víðs vegar um Evrópu. Kristín starfaði við La Scala Óperuna í Mílanó, Eggert starfaði í óperunni við Baden Wien og í Salzburg, Jóna söng nýlega við Konunglegu óperuna í Kaupmannahöfn ásamt því að koma reglulega fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands og Unnsteinn hefur síðastliðin ár verið fastráðinn við óperuna í Innsbruck í Austurríki. Á tónleikunum spilar Þóra Kristín Gunnarsdóttir píanóleikari með þeim, sem er nýkomin heim eftir nám og störf í Sviss. „Við fjögur þekkjumst auðvitað mjög vel og það er fátt skemmtilegra en að syngja saman. Þess vegna eru tónleikarnar byggðir mikið á dúettum og kvartettum. Eftir að við sungum yfir fyrsta kvartettinn á fyrstu æfingunni okkar saman þá, þó það sé mikil klisja að segja, ljómuðum við öll af gleði. Það eru svona augnablik sem minna mann á hvað söngur er magnaður og þá sérstaklega samsöngur. Við vonumst til að geta glatt áhorfendur jafn mikið á tónleikunum og söngurinn gleður okkur,“ segir söngkonan Jóna G. Kolbrúnardóttir. Hópurinn í skýjunum eftir góða æfingu.Aðsend Tónlistin haldi áfram að hljóma sama hvað „Það er okkur hjartans mál að tónlistin haldi áfram að hljóma og vera flutt fyrir áheyrendur sama hvað á dynur í samfélaginu,“ segir hópurinn og bætir við: „Það er ótrúlegt hvað lifandi tónlistarflutningur getur gert fyrir þreyttar sálir í skammdeginu.“ Kvartettinn ætlar að taka vel á móti hækkandi sól og bjóða upp á klukkutíma tónleika þar sem söngperlur eftir íslensk og þýsk tónskáld verða flutt, einsöngslög í bland við dúetta og kvartetta. „Við fögnum sömuleiðis nýlegum tilslökunum í sóttvarnar aðgerðum og höfum bætt við miðum á báða tónleika,“ segja þau að lokum. Miðasala fer fram hér.
Tónlist Menning Mest lesið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Risa endurkoma eftir áratug í dvala Lífið Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Menning Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Fleiri fréttir Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira