Meirihluti stjórnar KSÍ vill sitja áfram en Borghildur ein eftir úr þeirri sem féll Sindri Sverrisson skrifar 10. febrúar 2022 12:01 Borghildur Sigurðardóttir er varaformaður KSÍ og sækist eftir endurkjöri í stjórn sambandsins. Stöð 2 Sex af þeim átta sem setið hafa í bráðabirgðastjórn Knattspyrnusambands Íslands síðan í október sækjast eftir endurkjöri á ársþingi sambandsins eftir hálfan mánuð. Þeir Ingi Sigurðsson og Valgeir Sigurðsson hafa ákveðið að gefa ekki kost á sér áfram. Borghildur Sigurðardóttir, varaformaður KSÍ, sækist hins vegar eftir endurkjöri. Þau þrjú áttu sæti í stjórn KSÍ sem ásamt Guðna Bergssyni, þáverandi formanni KSÍ, sagði af sér í lok ágúst eftir ásakanir um leyndarhyggju varðandi ofbeldisbrot landsliðsmanna. Sérstakt aukaþing var haldið í byrjun október þar sem Vanda Sigurgeirsdóttir var kjörin nýr formaður til bráðabirgða, og ný átta manna stjórn einnig kjörin til bráðabirgða, fram að ársþinginu sem fram fer 26. febrúar. Framboðsfrestur rennur út á laugardaginn og ljóst að formannsslagur verður á milli Vöndu og Sævars Péturssonar. Annað þeirra á reyndar enn eftir að skila inn formlegum framboðsgögnum, samkvæmt upplýsingum frá KSÍ, en reikna má fastlega með því að það gangi eftir. Aðeins þrjú hafa skilað formlega inn gögnum til framboðs í stjórn KSÍ en Vísir fékk þær upplýsingar frá sitjandi stjórnarfólki að sex af átta sæktust eftir endurkjöri, það er að segja öll nema Ingi og Valgeir: Bráðabirgðastjórnin Ásgrímur Helgi Einarsson – Reykjavík – Býður sig fram Borghildur Sigurðardóttir – Kópavogi – Býður sig fram Guðlaug Helga Sigurðardóttir – Suðurnesjabæ – Býður sig fram Helga Helgadóttir – Hafnarfirði – Býður sig fram Ingi Sigurðsson – Vestmannaeyjum – Hættir Sigfús Kárason – Reykjavík – Býður sig fram Unnar Stefán Sigurðsson – Reykjanesbæ – Býður sig fram Valgeir Sigurðsson – Garðabæ – Hættir Fjögur kosin til tveggja ára en fjögur til eins árs Þar með vantar því að minnsta kosti tvö ný andlit til að fylla í nýja stjórn og ef fleiri bjóða sig fram ræður vilji þingsins því hver fá þar sæti. Samkvæmt lögum KSÍ eru vanalega á hverju ársþingi kosnir inn fjórir nýir stjórnarmenn til tveggja ára, sem sitja fyrra árið með fjórum stjórnarmönnum sem kosnir voru ári áður. Úr því að stjórn KSÍ var hreinsuð út á einu bretti síðasta haust verða í ár fjórir stjórnarmenn kosnir til tveggja ára en fjórir til eins árs. Lagt er til að þau fjögur sem hljóta besta kosningu í stjórnarkjörinu sitji í tvö ár. Samkvæmt upplýsingum frá KSÍ hefur ekkert framboð borist til varamanns í stjórn. Tveir af þremur varamönnum hafa lýst yfir að þeir sækist ekki eftir endurkjöri en það eru þau Þóroddur Hjaltalín og Margrét Ákadóttir. Afstaða Kolbeins Kristinssonar liggur ekki fyrir. KSÍ Íslenski boltinn Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport McIlroy skaut niður dróna Golf „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Fleiri fréttir Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Sjá meira
Þeir Ingi Sigurðsson og Valgeir Sigurðsson hafa ákveðið að gefa ekki kost á sér áfram. Borghildur Sigurðardóttir, varaformaður KSÍ, sækist hins vegar eftir endurkjöri. Þau þrjú áttu sæti í stjórn KSÍ sem ásamt Guðna Bergssyni, þáverandi formanni KSÍ, sagði af sér í lok ágúst eftir ásakanir um leyndarhyggju varðandi ofbeldisbrot landsliðsmanna. Sérstakt aukaþing var haldið í byrjun október þar sem Vanda Sigurgeirsdóttir var kjörin nýr formaður til bráðabirgða, og ný átta manna stjórn einnig kjörin til bráðabirgða, fram að ársþinginu sem fram fer 26. febrúar. Framboðsfrestur rennur út á laugardaginn og ljóst að formannsslagur verður á milli Vöndu og Sævars Péturssonar. Annað þeirra á reyndar enn eftir að skila inn formlegum framboðsgögnum, samkvæmt upplýsingum frá KSÍ, en reikna má fastlega með því að það gangi eftir. Aðeins þrjú hafa skilað formlega inn gögnum til framboðs í stjórn KSÍ en Vísir fékk þær upplýsingar frá sitjandi stjórnarfólki að sex af átta sæktust eftir endurkjöri, það er að segja öll nema Ingi og Valgeir: Bráðabirgðastjórnin Ásgrímur Helgi Einarsson – Reykjavík – Býður sig fram Borghildur Sigurðardóttir – Kópavogi – Býður sig fram Guðlaug Helga Sigurðardóttir – Suðurnesjabæ – Býður sig fram Helga Helgadóttir – Hafnarfirði – Býður sig fram Ingi Sigurðsson – Vestmannaeyjum – Hættir Sigfús Kárason – Reykjavík – Býður sig fram Unnar Stefán Sigurðsson – Reykjanesbæ – Býður sig fram Valgeir Sigurðsson – Garðabæ – Hættir Fjögur kosin til tveggja ára en fjögur til eins árs Þar með vantar því að minnsta kosti tvö ný andlit til að fylla í nýja stjórn og ef fleiri bjóða sig fram ræður vilji þingsins því hver fá þar sæti. Samkvæmt lögum KSÍ eru vanalega á hverju ársþingi kosnir inn fjórir nýir stjórnarmenn til tveggja ára, sem sitja fyrra árið með fjórum stjórnarmönnum sem kosnir voru ári áður. Úr því að stjórn KSÍ var hreinsuð út á einu bretti síðasta haust verða í ár fjórir stjórnarmenn kosnir til tveggja ára en fjórir til eins árs. Lagt er til að þau fjögur sem hljóta besta kosningu í stjórnarkjörinu sitji í tvö ár. Samkvæmt upplýsingum frá KSÍ hefur ekkert framboð borist til varamanns í stjórn. Tveir af þremur varamönnum hafa lýst yfir að þeir sækist ekki eftir endurkjöri en það eru þau Þóroddur Hjaltalín og Margrét Ákadóttir. Afstaða Kolbeins Kristinssonar liggur ekki fyrir.
Ásgrímur Helgi Einarsson – Reykjavík – Býður sig fram Borghildur Sigurðardóttir – Kópavogi – Býður sig fram Guðlaug Helga Sigurðardóttir – Suðurnesjabæ – Býður sig fram Helga Helgadóttir – Hafnarfirði – Býður sig fram Ingi Sigurðsson – Vestmannaeyjum – Hættir Sigfús Kárason – Reykjavík – Býður sig fram Unnar Stefán Sigurðsson – Reykjanesbæ – Býður sig fram Valgeir Sigurðsson – Garðabæ – Hættir
KSÍ Íslenski boltinn Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport McIlroy skaut niður dróna Golf „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Fleiri fréttir Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Sjá meira