Verkalýðslög og drykkjuvísur helsti innblásturinn Steinar Fjeldsted skrifar 11. febrúar 2022 16:00 Herdís Stefánsdóttir og Kjartan Holm eru höfundar tónlistarinnar í Verbúðinni en þau hafa sannað sig sem ein mest spennandi kvikmyndatónskáld landsins. Það er óhætt að segja að þáttaröðin Verbúðin hafi slegið í gegn á undanförnum vikum og margir sem bíða spenntir eftir sunnudagskvöldum þegar nýr þáttur fer í loftið. Aðstandendur og aðalleikarar þáttanna eru landsmönnum flestum kunnir en bak við tjöldin, í tónlistardeildinni, má finna unga og upprennandi tónlistarmenn sem þykja ein mest spennandi kvikmyndatónskáld landsins. Herdís Stefánsdóttir og Kjartan Holm tóku að sér það stóra verkefni að tónsetja þennan tíma sem landsmenn þekkja svo vel og hafa hlotið mikið lof fyrir. Vinnan við tónlist þáttanna hófst um mitt ár 2020 og er enn yfirstandandi. Innblásturinn að aðalstefi þáttanna segja Herdís og Kjartan að hafi komið frá íslenskum og rússneskum verkalýðs- og baráttusöngvum, t.d. Maístjörnunni, en einnig frá drykkjuvísum. „Eftir að hafa séð grófa klippu af fyrsta þættinum fundum við strax að Verbúðin gæti borið stórt og íburðarmikið þema. Eitthvað sem endurspeglaði „dýnamíkina“ milli verkafólks og þeirra auðugu og hvernig spilling og græðgi getur haft djúpstæð áhrif á venjulegt fólk. Helsta vandamálið var svo að finna jafnvægi milli þessa alvarlega undirtóns og húmorsins í þáttunum, hvorug hliðin mátti verða að klisju eða taka frá efninu sjálfu,“ segir Kjartan og nefnir þáttaraðir á borð við Fargo og Succession sem innblástur. Herdís tekur í sama streng og nefnir sem dæmi að þau hafi líklega gert a.m.k. 10 útgáfur af fyrsta þættinum þar sem við kynnumst Nautinu, ógleymanlegum og „tragikómískum“ karakter. Þau hafi viljað undirstrika mikilvægi hans í heildarsamhengi þáttanna en einnig leika sér með þessar spennandi og sprenghlægilegu aðstæður sem karakterinn kemur sér í. Kjartan og Herdís segja að þau hafi snemma í ferlinu orðið hrifin af þeirri hugmynd að ímynda sér hvernig tónlist persónurnar hefðu sjálfar viljað hafa í vissum aðstæðum. Ein fyrsta senan sem að þau unnu að var þrumuræða Jóns bæjarstjóra um stöðu verkafólks og þeirra sem hann kallaði launaþræla. „Þarna fengum við í raun hugmyndina að sækja innblástur í verkalýðsstef og á endanum varð þetta aðalþema þáttaraðarinnar. Við vildum finna fyrir hnefum á lofti, rauðum fánum og baráttuvilja fyrir kjörum verkafólks. Þetta stef fylgdi svo Jóni svolítið í gegnum seríuna og virkar sem einhvers konar írónía þar sem í raun eru eiginhagsmunir hans í fyrirrúmi frekar en nokkur vilji til að bæta kjör launafólks,“ segir Herdís. Unnið að fjölmörgum erlendum kvikmyndaverkefnum Þó Kjartan og Herdís séu e.t.v. ný nöfn fyrir mörgum eru þau þaulvön kvikmyndatónskáld sem hafa unnið með mörgum af þekktustu tónlistarmönnum Íslands á þessu sviði, s.s. Jóhanni Jóhannssyni, Hildi Guðnadóttur og Ólafi Arnalds. Kjartan gerði til að mynda tónlistina við hina vinsælu þáttaröð um Ráðherrann og hefur unnið að fjölmörgum erlendum kvikmyndaverkefnum, oftar en ekki með Herdísi. Hún gerði nýlega tónlistina við bandarísku sjónvarpsþættina Y: The Last Man og kvikmyndina The Sun is Also a Star. Samstarfið við Vesturport að gerð Verbúðarinnar segir Herdís hafa verið óvenju gott. „Að gera tónlist fyrir sjónvarpsefni eða kvikmynd er gríðarlega mikil vinna og stór skuldbinding sem getur vissulega tekið á og margt farið úrskeiðis á leiðinni. Við erum ótrúlega þakklát Vesturporti, ekki síst Birni Hlyni og Gísla Erni sem höfðu yfirumsjón með tónlistinni, fyrir að hafa gefið okkur rými og þolinmæði í sköpunarferlinu.“ Kjartan segir að strax í byrjun hafi þau vilja taka upp með stórri strengjasveit og kór. „Við tókum upp alla strengina á einum degi með sinfóníuhljómsveitinni í Búdapest þar sem við sátum heima á Zoom og stýrðum upptökunum af sófanum. Það var verulega súrrealískt. Kórana tókum við svo upp hérna heima, bæði fyrir norðan og í Reykjavík,“ útskýrir hann og bætir við að að kórahefðin er ótrúlega sterk á Íslandi og lítið vandamál að finna kóra á heimsmælikvarða nánast í hverju bæjarfélagi. Eins og áður sagði hefur Verbúðinni verið afar vel tekið hérna heima fyrir en þáttaröðin hefur ekki síður vakið athygli erlendis, ekki síst vegna einstaks umfjöllunarefnis. Erlendis gengur serían undir nafninu Blackport en hún hlaut á dögunum handritaverðlaun Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðsins 2022. Áður hafði hún verið valin besta sjónvarpsþáttaröðin á Series Mania-hátíðinni í Frakklandi og fékk dómnefndarverðlaunin á Serielizados Fest á Spáni. Það er Vesturport sem framleiðir þættina í samstarfi við RÚV, ARTE og Turbine Studios. Tónlistin úr Verbúðinni kemur út á vegum INNI á næstu vikum. Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is. Tónlist Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið
Það er óhætt að segja að þáttaröðin Verbúðin hafi slegið í gegn á undanförnum vikum og margir sem bíða spenntir eftir sunnudagskvöldum þegar nýr þáttur fer í loftið. Aðstandendur og aðalleikarar þáttanna eru landsmönnum flestum kunnir en bak við tjöldin, í tónlistardeildinni, má finna unga og upprennandi tónlistarmenn sem þykja ein mest spennandi kvikmyndatónskáld landsins. Herdís Stefánsdóttir og Kjartan Holm tóku að sér það stóra verkefni að tónsetja þennan tíma sem landsmenn þekkja svo vel og hafa hlotið mikið lof fyrir. Vinnan við tónlist þáttanna hófst um mitt ár 2020 og er enn yfirstandandi. Innblásturinn að aðalstefi þáttanna segja Herdís og Kjartan að hafi komið frá íslenskum og rússneskum verkalýðs- og baráttusöngvum, t.d. Maístjörnunni, en einnig frá drykkjuvísum. „Eftir að hafa séð grófa klippu af fyrsta þættinum fundum við strax að Verbúðin gæti borið stórt og íburðarmikið þema. Eitthvað sem endurspeglaði „dýnamíkina“ milli verkafólks og þeirra auðugu og hvernig spilling og græðgi getur haft djúpstæð áhrif á venjulegt fólk. Helsta vandamálið var svo að finna jafnvægi milli þessa alvarlega undirtóns og húmorsins í þáttunum, hvorug hliðin mátti verða að klisju eða taka frá efninu sjálfu,“ segir Kjartan og nefnir þáttaraðir á borð við Fargo og Succession sem innblástur. Herdís tekur í sama streng og nefnir sem dæmi að þau hafi líklega gert a.m.k. 10 útgáfur af fyrsta þættinum þar sem við kynnumst Nautinu, ógleymanlegum og „tragikómískum“ karakter. Þau hafi viljað undirstrika mikilvægi hans í heildarsamhengi þáttanna en einnig leika sér með þessar spennandi og sprenghlægilegu aðstæður sem karakterinn kemur sér í. Kjartan og Herdís segja að þau hafi snemma í ferlinu orðið hrifin af þeirri hugmynd að ímynda sér hvernig tónlist persónurnar hefðu sjálfar viljað hafa í vissum aðstæðum. Ein fyrsta senan sem að þau unnu að var þrumuræða Jóns bæjarstjóra um stöðu verkafólks og þeirra sem hann kallaði launaþræla. „Þarna fengum við í raun hugmyndina að sækja innblástur í verkalýðsstef og á endanum varð þetta aðalþema þáttaraðarinnar. Við vildum finna fyrir hnefum á lofti, rauðum fánum og baráttuvilja fyrir kjörum verkafólks. Þetta stef fylgdi svo Jóni svolítið í gegnum seríuna og virkar sem einhvers konar írónía þar sem í raun eru eiginhagsmunir hans í fyrirrúmi frekar en nokkur vilji til að bæta kjör launafólks,“ segir Herdís. Unnið að fjölmörgum erlendum kvikmyndaverkefnum Þó Kjartan og Herdís séu e.t.v. ný nöfn fyrir mörgum eru þau þaulvön kvikmyndatónskáld sem hafa unnið með mörgum af þekktustu tónlistarmönnum Íslands á þessu sviði, s.s. Jóhanni Jóhannssyni, Hildi Guðnadóttur og Ólafi Arnalds. Kjartan gerði til að mynda tónlistina við hina vinsælu þáttaröð um Ráðherrann og hefur unnið að fjölmörgum erlendum kvikmyndaverkefnum, oftar en ekki með Herdísi. Hún gerði nýlega tónlistina við bandarísku sjónvarpsþættina Y: The Last Man og kvikmyndina The Sun is Also a Star. Samstarfið við Vesturport að gerð Verbúðarinnar segir Herdís hafa verið óvenju gott. „Að gera tónlist fyrir sjónvarpsefni eða kvikmynd er gríðarlega mikil vinna og stór skuldbinding sem getur vissulega tekið á og margt farið úrskeiðis á leiðinni. Við erum ótrúlega þakklát Vesturporti, ekki síst Birni Hlyni og Gísla Erni sem höfðu yfirumsjón með tónlistinni, fyrir að hafa gefið okkur rými og þolinmæði í sköpunarferlinu.“ Kjartan segir að strax í byrjun hafi þau vilja taka upp með stórri strengjasveit og kór. „Við tókum upp alla strengina á einum degi með sinfóníuhljómsveitinni í Búdapest þar sem við sátum heima á Zoom og stýrðum upptökunum af sófanum. Það var verulega súrrealískt. Kórana tókum við svo upp hérna heima, bæði fyrir norðan og í Reykjavík,“ útskýrir hann og bætir við að að kórahefðin er ótrúlega sterk á Íslandi og lítið vandamál að finna kóra á heimsmælikvarða nánast í hverju bæjarfélagi. Eins og áður sagði hefur Verbúðinni verið afar vel tekið hérna heima fyrir en þáttaröðin hefur ekki síður vakið athygli erlendis, ekki síst vegna einstaks umfjöllunarefnis. Erlendis gengur serían undir nafninu Blackport en hún hlaut á dögunum handritaverðlaun Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðsins 2022. Áður hafði hún verið valin besta sjónvarpsþáttaröðin á Series Mania-hátíðinni í Frakklandi og fékk dómnefndarverðlaunin á Serielizados Fest á Spáni. Það er Vesturport sem framleiðir þættina í samstarfi við RÚV, ARTE og Turbine Studios. Tónlistin úr Verbúðinni kemur út á vegum INNI á næstu vikum. Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is.
Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is.
Tónlist Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið