Ríkið sýknað af milljarða kröfu matarinnflytjenda Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. febrúar 2022 16:31 Hagar sem reka meðal annars Bónus voru á meðal fyrirtækjanna fimm sem kröfðu íslenska ríkið um endurgreiðslu. Vísir/Vilhelm Íslenska ríkið var í dag sýknað í Landsrétti af kröfu fimm matarinnflytjenda sem kröfðust samanlagt rúmlega 1,7 milljarða króna í bætur frá íslenska ríkinu. Töldu forsvarsmenn fyrirtækjanna að íslenska ríkið hefði lagt tolla á innflutt matvæli með ólögmætum hætti. Um er að ræða Haga, Innnes, Sælkeradreifingu, Festi og Banana. Fyrirtækin kröfðust þess að tollarnir yrðu endurgreiddir því álagningin stæðist ekki lög. Byggði krafan á því að ráðherra hefði fengið valkvæða heimild til álagningar tolla frá löggjafanum. Það stæðist ekki ákvæði stjórnarskrár um að skattar skuli lagðir á með lögum. Héraðsdómur sýknaði ríkið af kröfunni í maí 2019 en Landsréttur sendi málið aftur heim í hérað þar sem málsmeðferðin í héraði hefði ekki staðiðst. Aftur kvað héraðsdómur upp sýknudóm í málinu og fyrirtækin fimm áfrýjuðu niðurstöðunni til Landsréttar. Landsréttur kvað upp dóm sinn í dag. Í honum kom meðal annars fram að að baki því fyrirkomulagi sem mælt væri fyrir um í búvörulögum og tollalögum um úthlutun tímabundinna tollkvóta á sérstökum tollkjörum byggju lögmæt markmið. Löggjafinn hefði talsvert svigrúm um val á leiðum að þeim markmiðum að því tilskildu að gætt væri grundvallarsjónarmiða stjórnarskrár um að skattar skyldu lagðir á eftir almennum efnislegum mælikvarða og jafnræðis gætt gagnvart skattborgunum eftir því sem unnt væri. Samkvæmt hefðbundinni orðskýringu í viðeigandi grein búvörulaga þegar atvikin gerðust þótti Landsrétti ljóst að ráðherra hefði verið skylt að úthluta umræddum tollkvóta að uppfylltum nánar tilgreindum skilyrðum. Í ákvæðinu hefði því með nægilega skýrum hætti verið kveðið á um skattskylduna þegar tilteknar aðstæður ríktu á innanlandsmarkaði. Ákvörðun um úthlutun tollkvótans hefði því ekki verið á hendi ráðherra. Þá þótti engum vafa undirorpið að hverjum gjaldskyldan beindist. Jafnframt þótti löggjafinn hafa tekið nægilega skýra afstöðu til þess hvaða forsendur skyldu ráða fjárhæð tollgjaldsins samkvæmt tollalögum og að að ráðherra eða önnur stjórnvöld hefðu ekki haft það svigrúm sem máli skipti til að ákveða fjárhæð þess, breyta því eða um önnur meginatriði skattheimtunnar. Féllst Landsréttur því ekki á að af samspili viðeigandi greina tollaga og búvörulaga leiddi að um óheimilt framsal Alþingis á skattlagningarvaldi til ráðherra hefði verið að ræða sem færi í bága við stjórnarskrána. Þá var ekki fallist á að annmarkar við birtingu fyrrgreindra viðauka við tollalög haggaði gildi þeirra enda hefðu þeir verið birtir í Stjórnartíðindum á sínum tíma og við setningu núgildandi tollalaga hefði löggjafinn tiltekið sérstaklega að þeir skyldu gilda áfram sem viðaukar við lögin. Enn fremur hefði verið vísað til þeirra í dómaframkvæmd. Þá var ekki fallist á að breyting á viðeigandi greinum búvörulaga og tollaga eftir uppkvaðningu héraðsdóms hefði þýðingu við niðurstöðu málsins. Var íslenska ríkið því sýknað af kröfum Haga, Innness, Sælkeradreifingar, Festar og Banana. Skattar og tollar Dómsmál Hagar Festi Mest lesið Spotify liggur niðri Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Fyrirtækin kröfðust þess að tollarnir yrðu endurgreiddir því álagningin stæðist ekki lög. Byggði krafan á því að ráðherra hefði fengið valkvæða heimild til álagningar tolla frá löggjafanum. Það stæðist ekki ákvæði stjórnarskrár um að skattar skuli lagðir á með lögum. Héraðsdómur sýknaði ríkið af kröfunni í maí 2019 en Landsréttur sendi málið aftur heim í hérað þar sem málsmeðferðin í héraði hefði ekki staðiðst. Aftur kvað héraðsdómur upp sýknudóm í málinu og fyrirtækin fimm áfrýjuðu niðurstöðunni til Landsréttar. Landsréttur kvað upp dóm sinn í dag. Í honum kom meðal annars fram að að baki því fyrirkomulagi sem mælt væri fyrir um í búvörulögum og tollalögum um úthlutun tímabundinna tollkvóta á sérstökum tollkjörum byggju lögmæt markmið. Löggjafinn hefði talsvert svigrúm um val á leiðum að þeim markmiðum að því tilskildu að gætt væri grundvallarsjónarmiða stjórnarskrár um að skattar skyldu lagðir á eftir almennum efnislegum mælikvarða og jafnræðis gætt gagnvart skattborgunum eftir því sem unnt væri. Samkvæmt hefðbundinni orðskýringu í viðeigandi grein búvörulaga þegar atvikin gerðust þótti Landsrétti ljóst að ráðherra hefði verið skylt að úthluta umræddum tollkvóta að uppfylltum nánar tilgreindum skilyrðum. Í ákvæðinu hefði því með nægilega skýrum hætti verið kveðið á um skattskylduna þegar tilteknar aðstæður ríktu á innanlandsmarkaði. Ákvörðun um úthlutun tollkvótans hefði því ekki verið á hendi ráðherra. Þá þótti engum vafa undirorpið að hverjum gjaldskyldan beindist. Jafnframt þótti löggjafinn hafa tekið nægilega skýra afstöðu til þess hvaða forsendur skyldu ráða fjárhæð tollgjaldsins samkvæmt tollalögum og að að ráðherra eða önnur stjórnvöld hefðu ekki haft það svigrúm sem máli skipti til að ákveða fjárhæð þess, breyta því eða um önnur meginatriði skattheimtunnar. Féllst Landsréttur því ekki á að af samspili viðeigandi greina tollaga og búvörulaga leiddi að um óheimilt framsal Alþingis á skattlagningarvaldi til ráðherra hefði verið að ræða sem færi í bága við stjórnarskrána. Þá var ekki fallist á að annmarkar við birtingu fyrrgreindra viðauka við tollalög haggaði gildi þeirra enda hefðu þeir verið birtir í Stjórnartíðindum á sínum tíma og við setningu núgildandi tollalaga hefði löggjafinn tiltekið sérstaklega að þeir skyldu gilda áfram sem viðaukar við lögin. Enn fremur hefði verið vísað til þeirra í dómaframkvæmd. Þá var ekki fallist á að breyting á viðeigandi greinum búvörulaga og tollaga eftir uppkvaðningu héraðsdóms hefði þýðingu við niðurstöðu málsins. Var íslenska ríkið því sýknað af kröfum Haga, Innness, Sælkeradreifingar, Festar og Banana.
Skattar og tollar Dómsmál Hagar Festi Mest lesið Spotify liggur niðri Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira