Ljúfsár stund meðal netverja eftir síðasta þátt Verbúðarinnar Fanndís Birna Logadóttir skrifar 13. febrúar 2022 23:25 Frá því að fyrsti þátturinn var frumsýndur annan í jólum hafa landsmenn setið límdir við sjónvarpið. Skjáskot Áttundi og jafnframt síðasti þáttur Verbúðarinnar var sýndur á RÚV í kvöld en þættirnir hafa notið gríðarlegra vinsælda. Netverjar kepptust við að koma sínum vangaveltum á framfæri eftir þáttinn en allir virðast hafa verið límdir við skjáinn. Óhætt er að segja að landsmenn hafi setið límdir við sjónvarpsskjáinn á sunnudagskvöldum frá því um áramótin og ef marka má samfélagsmiðla munu margir sakna þáttanna. Netverjar höfðu ýmislegt um þættina að segja á samfélagsmiðlum í kvöld og voru flestir sammála um að Verbúðin væri ein besta leikna þáttaröð sem sýnd hefur verið hér á landi. Verbúðin fjallar um vini sem búa vestur á fjörðum og fara í sjávarútvegsbransann árið 1983 þegar kvótakerfið er að verða til. Þrátt fyrir að umræðan um kvótakerfið sé ekki fyrir alla hefur höfundunum tekist að gera því vel skil. Höfundarnir hafa frá fyrsta þætti hamrað á því að þeir séu byggðir á raunverulegum atburðum og hefur áhugi landsmanna á kvótakerfinu aukist. Alexandra Briem, forseti borgarstjórnar Reykjavíkur, er meðal þeirra sem er hugsi eftir þættina. Vá hvað við Íslendingar vorum tekin í bólinu með úthlutun kvótans á sínum tíma. Ótrúlegt hvernig hefur tekist í marga áratugi að láta þetta viðgangast og kæfa allar tilraunir til að upplýsa eða breyta því sem gerðist. Er ekki kominn tími til? #verbúðin #verbudin— Alexandra Briem (@OfurAlex) February 13, 2022 „Vá hvað við Íslendingar vorum tekin í bólinu með úthlutun kvótans á sínum tíma. Ótrúlegt hvernig hefur tekist í marga áratugi að láta þetta viðgangast og kæfa allar tilraunir til að upplýsa eða breyta því sem gerðist. Er ekki kominn tími til?“ segir Alexandra á Twitter. Þá nýtir Katrín Oddsdóttir lögmaður tækifærið til að minna á nýja stjórnarskrá. „Verbúðinni er lokið en baráttan um rétt þjóðarinnar yfir auðlindum sínum ekki!“ segir Katrín á Twitter. Sumir voru enn fremur með vangaveltur um hvað höfundar þáttana myndu gera næst og nokkrir lögðu til að mynda til að hrunið yrði næst fyrir valinu. Sjá má hin ýmsu viðbrögð eftir þátt kvöldsins hér fyrir neðan. Verbúðinni er lokið en baráttan um rétt þjóðarinnar yfir auðlindum sínum ekki!Við eigum nýja stjórnarskrá! #verbúðin pic.twitter.com/kNmf3al9Be— Katrin Oddsdottir (@kataodds) February 13, 2022 Að horfa á #Verbúðin er eins og að horfa á #TheCrown. Maður googlar eftir hvern þátt hvað eigi sér stoð í raunverulegri sögu landsins og kvótans og svo er maður alveg bit á því að svona hafi þetta virkilega verið! #Þorbjörginverðurgul — Ragna Björg (@RagnaBjorg) February 13, 2022 Plís að næsta sería af #Verbúðin byrji á sölu bankanna 2002 og endi í hruninu 2008-9— Hjörvarpið (@hjorvarp) February 13, 2022 Spáum aðeins í því að höfundum verbúðarinnar tóks að fá heila þjóð til þess að horfa á línulega dagskrá í margar vikur í röð #verbúðin— Unnar þór (@Unnarth) February 13, 2022 Óska aðstandendum Verbúðarinnar til hamingju með gríðarlega vel unnið verk. Aldrei hefði mig grunað að ég myndi sitja stjörf á sunnudagskvöldum að horfa á þátt um Verbúðina. Hvað gerir kona næsta sunnudag? #verbúðin— Ragnhildur N (@ransyn) February 13, 2022 Mér er óglatt og það er gott. Svona erum við víst bara, og það er ekki gott. Gerum kannski betur næst? Nei, alveg rétt. Það var einkavæðing bankanna. Næst-næst?Takk #verbúðin — S. Mikael Jónsson (@S_Mikael_J) February 13, 2022 Verbúðin er léttilega besta íslenska leikna þáttaröðin hingað til. #verbúðin— Arnmundur Sighvatsson (@Arnmund) February 13, 2022 Mig klæjar svo í puttana með að skella í eina sagnfræðirannsókn um kvótakerfið. #verbúðin— Björn Reynir (@bjornreynir) February 13, 2022 Human behaviour með Björk á svo fullkomnlega vel við sem lokalag í þessari seríu þar sem breyskleiki fólks endurspeglast og kristallast #Verbúðin— Davíð Már (@DavidMarKrist) February 13, 2022 Og nú fer ég reiður að sofa út af hundgamalli löggjöf um fisk. Takk #Verbuðin— Heiðar Ríkharðsson (@heidarkness) February 13, 2022 Season 2 af #verbúðin fjallar um uppgang Samherja - spennandi— Ólafur Örn Ólafsson (@olafurorn) February 13, 2022 #Verbúðin er albesta íslenska sjónvarpsefni sem framleitt hefur verið hingað til. — Ólöf Hugrún (@olofhugrun) February 13, 2022 Frábær endir á annars frábærri þáttaröð! Hvet fólk til að kynna sér sögu Guðbjargar ÍS og hlut Þorsteins Más og Kristján Þórs í þeim viðskiptum. #verbúðin— Brynjar Elvarsson (@binnielvars) February 13, 2022 Þakka þeim sem hlýddu, góða nótt! Spurning hvort Jón Hjaltalín hafi verið að þakka þeim sem hlustuðu eða hlýddu? #verbúðin— Björg Sigurðardóttir (@bjorgksig) February 13, 2022 Góða nótt grimmi heimur. Ég sé þig 7.30 í fyrramálið jafn kvótalaus sem áður #verbúðin— GINGI (@gunnibjornss) February 13, 2022 Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir „Árið 1986 voru Einar og Freydís mjög dugleg að dansa TikTok“ „Ef þið vissuð ekki! ÁRið 1986 voru Einar og Freydís mjög dugleg að dansa TikTok með börnunum sínum og Hörpu.“ 13. febrúar 2022 12:31 Verkalýðslög og drykkjuvísur helsti innblásturinn Herdís Stefánsdóttir og Kjartan Holm eru höfundar tónlistarinnar í Verbúðinni en þau hafa sannað sig sem ein mest spennandi kvikmyndatónskáld landsins. 11. febrúar 2022 16:00 Leigubílstjóri ætlaði sér að keyra tökulið Verbúðarinnar niður Tíu ár eru síðan hugmyndin að þáttaröðinni Verbúðinni kviknaði. Hjónin Nína Dögg Filippusdóttir og Gísli Örn Garðarsson segjast ánægð með útkomuna þrátt fyrir að handritið hafi tekið umskiptum nokkrum sinnum í ferlinu og áskoranirnar hafi verið nokkrar. 8. febrúar 2022 19:30 Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf Fleiri fréttir Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Óhætt er að segja að landsmenn hafi setið límdir við sjónvarpsskjáinn á sunnudagskvöldum frá því um áramótin og ef marka má samfélagsmiðla munu margir sakna þáttanna. Netverjar höfðu ýmislegt um þættina að segja á samfélagsmiðlum í kvöld og voru flestir sammála um að Verbúðin væri ein besta leikna þáttaröð sem sýnd hefur verið hér á landi. Verbúðin fjallar um vini sem búa vestur á fjörðum og fara í sjávarútvegsbransann árið 1983 þegar kvótakerfið er að verða til. Þrátt fyrir að umræðan um kvótakerfið sé ekki fyrir alla hefur höfundunum tekist að gera því vel skil. Höfundarnir hafa frá fyrsta þætti hamrað á því að þeir séu byggðir á raunverulegum atburðum og hefur áhugi landsmanna á kvótakerfinu aukist. Alexandra Briem, forseti borgarstjórnar Reykjavíkur, er meðal þeirra sem er hugsi eftir þættina. Vá hvað við Íslendingar vorum tekin í bólinu með úthlutun kvótans á sínum tíma. Ótrúlegt hvernig hefur tekist í marga áratugi að láta þetta viðgangast og kæfa allar tilraunir til að upplýsa eða breyta því sem gerðist. Er ekki kominn tími til? #verbúðin #verbudin— Alexandra Briem (@OfurAlex) February 13, 2022 „Vá hvað við Íslendingar vorum tekin í bólinu með úthlutun kvótans á sínum tíma. Ótrúlegt hvernig hefur tekist í marga áratugi að láta þetta viðgangast og kæfa allar tilraunir til að upplýsa eða breyta því sem gerðist. Er ekki kominn tími til?“ segir Alexandra á Twitter. Þá nýtir Katrín Oddsdóttir lögmaður tækifærið til að minna á nýja stjórnarskrá. „Verbúðinni er lokið en baráttan um rétt þjóðarinnar yfir auðlindum sínum ekki!“ segir Katrín á Twitter. Sumir voru enn fremur með vangaveltur um hvað höfundar þáttana myndu gera næst og nokkrir lögðu til að mynda til að hrunið yrði næst fyrir valinu. Sjá má hin ýmsu viðbrögð eftir þátt kvöldsins hér fyrir neðan. Verbúðinni er lokið en baráttan um rétt þjóðarinnar yfir auðlindum sínum ekki!Við eigum nýja stjórnarskrá! #verbúðin pic.twitter.com/kNmf3al9Be— Katrin Oddsdottir (@kataodds) February 13, 2022 Að horfa á #Verbúðin er eins og að horfa á #TheCrown. Maður googlar eftir hvern þátt hvað eigi sér stoð í raunverulegri sögu landsins og kvótans og svo er maður alveg bit á því að svona hafi þetta virkilega verið! #Þorbjörginverðurgul — Ragna Björg (@RagnaBjorg) February 13, 2022 Plís að næsta sería af #Verbúðin byrji á sölu bankanna 2002 og endi í hruninu 2008-9— Hjörvarpið (@hjorvarp) February 13, 2022 Spáum aðeins í því að höfundum verbúðarinnar tóks að fá heila þjóð til þess að horfa á línulega dagskrá í margar vikur í röð #verbúðin— Unnar þór (@Unnarth) February 13, 2022 Óska aðstandendum Verbúðarinnar til hamingju með gríðarlega vel unnið verk. Aldrei hefði mig grunað að ég myndi sitja stjörf á sunnudagskvöldum að horfa á þátt um Verbúðina. Hvað gerir kona næsta sunnudag? #verbúðin— Ragnhildur N (@ransyn) February 13, 2022 Mér er óglatt og það er gott. Svona erum við víst bara, og það er ekki gott. Gerum kannski betur næst? Nei, alveg rétt. Það var einkavæðing bankanna. Næst-næst?Takk #verbúðin — S. Mikael Jónsson (@S_Mikael_J) February 13, 2022 Verbúðin er léttilega besta íslenska leikna þáttaröðin hingað til. #verbúðin— Arnmundur Sighvatsson (@Arnmund) February 13, 2022 Mig klæjar svo í puttana með að skella í eina sagnfræðirannsókn um kvótakerfið. #verbúðin— Björn Reynir (@bjornreynir) February 13, 2022 Human behaviour með Björk á svo fullkomnlega vel við sem lokalag í þessari seríu þar sem breyskleiki fólks endurspeglast og kristallast #Verbúðin— Davíð Már (@DavidMarKrist) February 13, 2022 Og nú fer ég reiður að sofa út af hundgamalli löggjöf um fisk. Takk #Verbuðin— Heiðar Ríkharðsson (@heidarkness) February 13, 2022 Season 2 af #verbúðin fjallar um uppgang Samherja - spennandi— Ólafur Örn Ólafsson (@olafurorn) February 13, 2022 #Verbúðin er albesta íslenska sjónvarpsefni sem framleitt hefur verið hingað til. — Ólöf Hugrún (@olofhugrun) February 13, 2022 Frábær endir á annars frábærri þáttaröð! Hvet fólk til að kynna sér sögu Guðbjargar ÍS og hlut Þorsteins Más og Kristján Þórs í þeim viðskiptum. #verbúðin— Brynjar Elvarsson (@binnielvars) February 13, 2022 Þakka þeim sem hlýddu, góða nótt! Spurning hvort Jón Hjaltalín hafi verið að þakka þeim sem hlustuðu eða hlýddu? #verbúðin— Björg Sigurðardóttir (@bjorgksig) February 13, 2022 Góða nótt grimmi heimur. Ég sé þig 7.30 í fyrramálið jafn kvótalaus sem áður #verbúðin— GINGI (@gunnibjornss) February 13, 2022
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir „Árið 1986 voru Einar og Freydís mjög dugleg að dansa TikTok“ „Ef þið vissuð ekki! ÁRið 1986 voru Einar og Freydís mjög dugleg að dansa TikTok með börnunum sínum og Hörpu.“ 13. febrúar 2022 12:31 Verkalýðslög og drykkjuvísur helsti innblásturinn Herdís Stefánsdóttir og Kjartan Holm eru höfundar tónlistarinnar í Verbúðinni en þau hafa sannað sig sem ein mest spennandi kvikmyndatónskáld landsins. 11. febrúar 2022 16:00 Leigubílstjóri ætlaði sér að keyra tökulið Verbúðarinnar niður Tíu ár eru síðan hugmyndin að þáttaröðinni Verbúðinni kviknaði. Hjónin Nína Dögg Filippusdóttir og Gísli Örn Garðarsson segjast ánægð með útkomuna þrátt fyrir að handritið hafi tekið umskiptum nokkrum sinnum í ferlinu og áskoranirnar hafi verið nokkrar. 8. febrúar 2022 19:30 Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf Fleiri fréttir Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
„Árið 1986 voru Einar og Freydís mjög dugleg að dansa TikTok“ „Ef þið vissuð ekki! ÁRið 1986 voru Einar og Freydís mjög dugleg að dansa TikTok með börnunum sínum og Hörpu.“ 13. febrúar 2022 12:31
Verkalýðslög og drykkjuvísur helsti innblásturinn Herdís Stefánsdóttir og Kjartan Holm eru höfundar tónlistarinnar í Verbúðinni en þau hafa sannað sig sem ein mest spennandi kvikmyndatónskáld landsins. 11. febrúar 2022 16:00
Leigubílstjóri ætlaði sér að keyra tökulið Verbúðarinnar niður Tíu ár eru síðan hugmyndin að þáttaröðinni Verbúðinni kviknaði. Hjónin Nína Dögg Filippusdóttir og Gísli Örn Garðarsson segjast ánægð með útkomuna þrátt fyrir að handritið hafi tekið umskiptum nokkrum sinnum í ferlinu og áskoranirnar hafi verið nokkrar. 8. febrúar 2022 19:30