Óveidd loðna Norðmanna gæti jafnað skertan kvóta Kristján Már Unnarsson skrifar 15. febrúar 2022 22:36 Guðmundur Óskarsson fiskifræðingur er sviðsstjóri uppsjávarsviðs hjá Hafrannsóknastofnun. Egill Aðalsteinsson Íslensku loðnuskipin voru í dag búin að veiða helming útgefins kvóta og er áætlað útflutningsverðmæti þegar komið í 22 milljarða króna. Stefnir í að vonir um góða loðnuvertíð muni rætast. Í fréttum Stöðvar 2 var bein útsending úr Hafnarfjarðarhöfn þar sem hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson var að koma úr sex daga loðnuleiðangri á Vestfjarðamið. Rætt var við fiskifræðinginn Guðmund Óskarsson, sviðsstjóra uppsjávarsviðs hjá Hafrannsóknastofnun. Árni Friðriksson að leggjast við bryggju framan við höfuðstöðvar Hafrannsóknastofnunar í Hafnarfirði í kvöld.Egill Aðalsteinsson Loðnuveiðarnar hafa fram til þessa gengið framar vonum. Íslenski flotinn hefur síðustu daga verið að fylgja stórri loðnutorfu vestur með suðurströndinni. Torfan var í dag við Vestmannaeyjar, milli lands og Eyja. Skipverjar á Hoffelli frá Fáskrúðsfirði mældu hrognaprósentu þar upp í átján prósent, samkvæmt upplýsingum frá Friðriki Mar Guðmundssyni, framkvæmdastjóra Loðnuvinnslunnar. Það þýðir að loðnan er orðin hæf í frystingu fyrir Japansmarkað og því orðin mun verðmætari. Á vef Fiskistofu kemur fram að íslensku skipin voru í dag búin að veiða 331 þúsund tonn af 662 þúsund tonna útgefnum kvóta. Hafrannsóknastofnun varaði hins vegar við því í byrjun mánaðarins að skerða þyrfti heildarkvótann um 100 þúsund tonn ef ekki fyndist meiri loðna undan Vestfjörðum á svæði sem ekki tókst að kanna í síðustu loðnumælingu vegna hafíss. Kátir skipverjar á Ásgrími Halldórssyni á loðnumiðunum undan Suðausturlandi á dögunum.Guðmundur Borgar/Skinney-Þinganes Eftir að Árni Friðriksson var lagstur að bryggju í Hafnarfirði í kvöld var Guðmundur Óskarsson spurður hvort eitthvað hefði fundist að ráði af loðnu fyrir vestan og hvort stofnunin myndi leggja til 100 þúsund tonna niðurskurð aflaheimilda, en um 80 þúsund tonn myndu þá skerðast af kvóta Íslendinga. „Nei, magnið var í raun óverulegt sem mældist, sem þýðir að það hefur ekki verið stór ganga að koma undan ísnum þarna fyrir vestan á þessum tíma frá því við vorum þarna síðast.“ -Þýðir þetta að þið munuð þá leggja til skerðingu á kvótanum? „Það.. - óhjákvæmilega verður einhver skerðing. Ég get ekki sagt á þessum tímapunkti hvað hún verður mikil. En það verður einhver skerðing.“ -En ekki 100 þúsund tonn? „Hún verður minna en 100 þúsund tonn, já.“ Hafrannsóknaskipið var að koma af Vestfjarðamiðum úr sex daga leiðangri.Egill Aðalsteinsson En það eru aðrar fréttir sem gætu glatt Íslendinga en ekki Norðmenn því það stefnir í að norski loðnuflotinn, sem má bara veiða við Ísland í eina viku til viðbótar, muni ekki ná að klára sinn kvóta. Talið er að norsku skipin eigi enn um 85 þúsund tonn óveidd og telja menn sem vel þekkja til ólíklegt að þau nái að veiða mikið meira en 30 þúsund tonn til viðbótar. Þá gætu kannski 40-50 þúsund tonn fallið aukalega í hlut íslensku skipanna og þannig jafnvel farið langleiðina með að jafna út yfirvofandi niðurskurð, - og það á verðmætasta veiðitímanum framundan. Hér má sjá útsendingu Stöðvar 2: Loðnuveiðar Sjávarútvegur Vísindi Vestmannaeyjar Hafnarfjörður Tengdar fréttir Loðnuskip komin í mokveiði grunnt undan Jökulsárlóni Stór loðnutorfa er fundin grunnt undan Suðursveit, sem markar kaflaskil á vertíðinni til þessa. Tíu loðnuskip eru komin á svæðið, átta íslensk og tvö færeysk, og mokveiða upp úr torfunni. 10. febrúar 2022 15:16 Gerir hlé á loðnuveiðum vegna viðvörunar um kvótaskerðingu Ný mæling á loðnustofninum, sem kynnt var síðdegis, bendir til að skerða þurfi loðnukvótann á yfirstandandi vertíð um eitthundrað þúsund tonn, eða um ellefu prósent. Þetta gæti þýtt fjögurra milljarða króna minni tekjur þjóðarbúsins en áður var vænst. Vinnslustöðin brást strax við með því að láta skip sín hætta veiðum. 2. febrúar 2022 21:21 Mest lesið Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Viðskipti innlent Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Viðskipti innlent Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Viðskipti innlent Hringrásin: „Ég er með blæti fyrir gömlu timbri“ Atvinnulíf Verðbólga lækkar um 0,4 stig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var bein útsending úr Hafnarfjarðarhöfn þar sem hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson var að koma úr sex daga loðnuleiðangri á Vestfjarðamið. Rætt var við fiskifræðinginn Guðmund Óskarsson, sviðsstjóra uppsjávarsviðs hjá Hafrannsóknastofnun. Árni Friðriksson að leggjast við bryggju framan við höfuðstöðvar Hafrannsóknastofnunar í Hafnarfirði í kvöld.Egill Aðalsteinsson Loðnuveiðarnar hafa fram til þessa gengið framar vonum. Íslenski flotinn hefur síðustu daga verið að fylgja stórri loðnutorfu vestur með suðurströndinni. Torfan var í dag við Vestmannaeyjar, milli lands og Eyja. Skipverjar á Hoffelli frá Fáskrúðsfirði mældu hrognaprósentu þar upp í átján prósent, samkvæmt upplýsingum frá Friðriki Mar Guðmundssyni, framkvæmdastjóra Loðnuvinnslunnar. Það þýðir að loðnan er orðin hæf í frystingu fyrir Japansmarkað og því orðin mun verðmætari. Á vef Fiskistofu kemur fram að íslensku skipin voru í dag búin að veiða 331 þúsund tonn af 662 þúsund tonna útgefnum kvóta. Hafrannsóknastofnun varaði hins vegar við því í byrjun mánaðarins að skerða þyrfti heildarkvótann um 100 þúsund tonn ef ekki fyndist meiri loðna undan Vestfjörðum á svæði sem ekki tókst að kanna í síðustu loðnumælingu vegna hafíss. Kátir skipverjar á Ásgrími Halldórssyni á loðnumiðunum undan Suðausturlandi á dögunum.Guðmundur Borgar/Skinney-Þinganes Eftir að Árni Friðriksson var lagstur að bryggju í Hafnarfirði í kvöld var Guðmundur Óskarsson spurður hvort eitthvað hefði fundist að ráði af loðnu fyrir vestan og hvort stofnunin myndi leggja til 100 þúsund tonna niðurskurð aflaheimilda, en um 80 þúsund tonn myndu þá skerðast af kvóta Íslendinga. „Nei, magnið var í raun óverulegt sem mældist, sem þýðir að það hefur ekki verið stór ganga að koma undan ísnum þarna fyrir vestan á þessum tíma frá því við vorum þarna síðast.“ -Þýðir þetta að þið munuð þá leggja til skerðingu á kvótanum? „Það.. - óhjákvæmilega verður einhver skerðing. Ég get ekki sagt á þessum tímapunkti hvað hún verður mikil. En það verður einhver skerðing.“ -En ekki 100 þúsund tonn? „Hún verður minna en 100 þúsund tonn, já.“ Hafrannsóknaskipið var að koma af Vestfjarðamiðum úr sex daga leiðangri.Egill Aðalsteinsson En það eru aðrar fréttir sem gætu glatt Íslendinga en ekki Norðmenn því það stefnir í að norski loðnuflotinn, sem má bara veiða við Ísland í eina viku til viðbótar, muni ekki ná að klára sinn kvóta. Talið er að norsku skipin eigi enn um 85 þúsund tonn óveidd og telja menn sem vel þekkja til ólíklegt að þau nái að veiða mikið meira en 30 þúsund tonn til viðbótar. Þá gætu kannski 40-50 þúsund tonn fallið aukalega í hlut íslensku skipanna og þannig jafnvel farið langleiðina með að jafna út yfirvofandi niðurskurð, - og það á verðmætasta veiðitímanum framundan. Hér má sjá útsendingu Stöðvar 2:
Loðnuveiðar Sjávarútvegur Vísindi Vestmannaeyjar Hafnarfjörður Tengdar fréttir Loðnuskip komin í mokveiði grunnt undan Jökulsárlóni Stór loðnutorfa er fundin grunnt undan Suðursveit, sem markar kaflaskil á vertíðinni til þessa. Tíu loðnuskip eru komin á svæðið, átta íslensk og tvö færeysk, og mokveiða upp úr torfunni. 10. febrúar 2022 15:16 Gerir hlé á loðnuveiðum vegna viðvörunar um kvótaskerðingu Ný mæling á loðnustofninum, sem kynnt var síðdegis, bendir til að skerða þurfi loðnukvótann á yfirstandandi vertíð um eitthundrað þúsund tonn, eða um ellefu prósent. Þetta gæti þýtt fjögurra milljarða króna minni tekjur þjóðarbúsins en áður var vænst. Vinnslustöðin brást strax við með því að láta skip sín hætta veiðum. 2. febrúar 2022 21:21 Mest lesið Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Viðskipti innlent Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Viðskipti innlent Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Viðskipti innlent Hringrásin: „Ég er með blæti fyrir gömlu timbri“ Atvinnulíf Verðbólga lækkar um 0,4 stig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sjá meira
Loðnuskip komin í mokveiði grunnt undan Jökulsárlóni Stór loðnutorfa er fundin grunnt undan Suðursveit, sem markar kaflaskil á vertíðinni til þessa. Tíu loðnuskip eru komin á svæðið, átta íslensk og tvö færeysk, og mokveiða upp úr torfunni. 10. febrúar 2022 15:16
Gerir hlé á loðnuveiðum vegna viðvörunar um kvótaskerðingu Ný mæling á loðnustofninum, sem kynnt var síðdegis, bendir til að skerða þurfi loðnukvótann á yfirstandandi vertíð um eitthundrað þúsund tonn, eða um ellefu prósent. Þetta gæti þýtt fjögurra milljarða króna minni tekjur þjóðarbúsins en áður var vænst. Vinnslustöðin brást strax við með því að láta skip sín hætta veiðum. 2. febrúar 2022 21:21