Lón snúa aftur með nýtt lag - Nostalgískur blær Sigrún Guðjohnsen skrifar 16. febrúar 2022 14:31 LÓN snúa aftur með frábært nýtt lag sem nefnist Hold On. Meðlimir LÓNs kalla sig sveitapabba í útlegð í úthverfunum en þessir þjóðþekktu tónlistarmenn, Valdimar Guðmundsson, Ásgeir Aðalsteinsson og Ómar Guðjónsson, vildu láta reyna á rólegri hljóðheim með þessu nýja verkefni. „Lagið hefur einhvern nostalgískan blæ," segir gítarleikarinn Ásgeir Aðalsteinsson. „Eftir erfiðan dag lítum við aftur um farinn veg og rifjum upp það að vera ung og áhyggjulaus. Að keyra alla nóttina án áfangastaðar eða vera fullur og lenda í vandræðum. Það er gott að hafa einhvern sér við hlið okkar þegar erfiðleikar verða. Einhvern til að deila þessum minningum með. Einhvern sem við getum haldið í.“ Þökk sé heimsfaraldri var fyrsta plata LÓNs að mestu tekin upp í bústað við Þingvallavatn, en einangrunin frá umheiminum og nándin sem skapaðist milli hljómsveitarmeðlima hafði mikil áhrif á það hvernig platan hljómar. „Útkoman var hljóðheimur sem vitnar í bandaríska americana, folk og singer/songwriter stemningu í anda Nick Drake og Bon Iver,“ segir Ásgeir að lokum. Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is. Tónlist Mest lesið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Fann ástina í örlagaríkum kjól Tíska og hönnun Heimatilbúið „corny“ Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið
„Lagið hefur einhvern nostalgískan blæ," segir gítarleikarinn Ásgeir Aðalsteinsson. „Eftir erfiðan dag lítum við aftur um farinn veg og rifjum upp það að vera ung og áhyggjulaus. Að keyra alla nóttina án áfangastaðar eða vera fullur og lenda í vandræðum. Það er gott að hafa einhvern sér við hlið okkar þegar erfiðleikar verða. Einhvern til að deila þessum minningum með. Einhvern sem við getum haldið í.“ Þökk sé heimsfaraldri var fyrsta plata LÓNs að mestu tekin upp í bústað við Þingvallavatn, en einangrunin frá umheiminum og nándin sem skapaðist milli hljómsveitarmeðlima hafði mikil áhrif á það hvernig platan hljómar. „Útkoman var hljóðheimur sem vitnar í bandaríska americana, folk og singer/songwriter stemningu í anda Nick Drake og Bon Iver,“ segir Ásgeir að lokum. Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is.
Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is.
Tónlist Mest lesið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Fann ástina í örlagaríkum kjól Tíska og hönnun Heimatilbúið „corny“ Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið