Nýtt íslenskt flugfélag fer í jómfrúarferð í júní Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. febrúar 2022 08:54 Flugfélagið Niceair mun fljúga frá Akureyri til útlanda. Niceair Stofnað hefur verið félag um millilandaflug um Akureyri og áætlað er að farið verði í jómfrúarflugið 2. júní næstkomandi. Félagið heitir Niceair og mun sinna vaxandi markaði á svæðinu fyrir heimamenn og erlenda ferðamenn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flugfélaginu nýja en þar segir að nafnið Niceair vísi til norður Íslands, það er North Iceland. Til að byrja með verði flogið til Bretlands, Danmerkur og Spánar og sala hefjist á næstu vikum. Flugfélagið hefur fest sér Airbus A319 flugvél með 150 sætum. Þessi tegund flugvéla er langdræg og er sögð henta vel til aðstæðna á Akureyri auk þess sem fraktrýmið sé gott. Fram kemur í tilkynningunni að forsendur fyrir flugi til og frá Akureyri hafi breyst verulega á undanförnum árum og að stofnun félagsins byggi á tveggja ára rannsóknarvinnu í samstarfi við innlenda og erlenda aðila. „Ætlun félagsins er að festa í sessi áætlunarflug allt árið á erlenda áfangastaði frá Akureyrarflugvelli. Þetta mun í senn bæta lífsskilyrði einstaklinga á svæðinu, bæta aðgengi erlendra ferðamanna að Norðurlandi og síðast en ekki síst stóreykst samkeppnishæfi fyrirtækja á svæðinu,“ segir Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson framkvæmdastjóri Niceair í tilkynningunni. Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson framkvæmdastjóri Niceair.Niceair Þar segir að til að byrja með verði flugrekstrarleyfið í höndum evrópsks flugrekanda, sem ekki er nafngreindur í tilkynningunni. Á Akureyri muni um tuttugu störf skapast en áhafnir félagsins verði bæði íslenskar og erlendar. Launakjör verði sambærileg þeim sem tíðkist á íslenskum vinnumarkaði. Almenningi boðið að kaupa hlut á næstu misserum Meðal hluthafa í félaginu er fjöldi fyrirtækja af Norðurlandi, þar á meðal KEA, Höldur, Kaldbakur, Norlandair, Armar, Ferðaskrifstofa Akureyrar, Norðurböð, brugghúsið Kaldi, kælismiðjan Frost og Finnur ehf. Enginn hluthafa sé áberandi stór og enginn eigi yfir 8% í félaginu. „Á næstu misserum verður almenningi og fyrirtækjum boðið að eignast hlutdeild í félaginu,“ segir Þorvaldur Lúðvík. Stefnan sé sett á áætlunarflug allt árið um kring sem þjóna muni farþegum bæði á Norðurlandi og Austurlandi, sem nú muni ekki þurfa að ferðast alla leið til Keflavíkur til að komast út fyrir landsteinana. Áfangastaðir verða kynntir á næstu vikum og mun sala hefjast strax í kjölfarið á heimasíðu félagsins. Bókunarvél Niceair verður tengd Dohop og öðrum bókunarvélum sem einfalda muni farþegum félagsins að bóka sig beint á milli Akureyrar og áfangastaða erlendis um tengivelli félagsins í Evrópu. Fréttir af flugi Akureyri Niceair Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá flugfélaginu nýja en þar segir að nafnið Niceair vísi til norður Íslands, það er North Iceland. Til að byrja með verði flogið til Bretlands, Danmerkur og Spánar og sala hefjist á næstu vikum. Flugfélagið hefur fest sér Airbus A319 flugvél með 150 sætum. Þessi tegund flugvéla er langdræg og er sögð henta vel til aðstæðna á Akureyri auk þess sem fraktrýmið sé gott. Fram kemur í tilkynningunni að forsendur fyrir flugi til og frá Akureyri hafi breyst verulega á undanförnum árum og að stofnun félagsins byggi á tveggja ára rannsóknarvinnu í samstarfi við innlenda og erlenda aðila. „Ætlun félagsins er að festa í sessi áætlunarflug allt árið á erlenda áfangastaði frá Akureyrarflugvelli. Þetta mun í senn bæta lífsskilyrði einstaklinga á svæðinu, bæta aðgengi erlendra ferðamanna að Norðurlandi og síðast en ekki síst stóreykst samkeppnishæfi fyrirtækja á svæðinu,“ segir Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson framkvæmdastjóri Niceair í tilkynningunni. Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson framkvæmdastjóri Niceair.Niceair Þar segir að til að byrja með verði flugrekstrarleyfið í höndum evrópsks flugrekanda, sem ekki er nafngreindur í tilkynningunni. Á Akureyri muni um tuttugu störf skapast en áhafnir félagsins verði bæði íslenskar og erlendar. Launakjör verði sambærileg þeim sem tíðkist á íslenskum vinnumarkaði. Almenningi boðið að kaupa hlut á næstu misserum Meðal hluthafa í félaginu er fjöldi fyrirtækja af Norðurlandi, þar á meðal KEA, Höldur, Kaldbakur, Norlandair, Armar, Ferðaskrifstofa Akureyrar, Norðurböð, brugghúsið Kaldi, kælismiðjan Frost og Finnur ehf. Enginn hluthafa sé áberandi stór og enginn eigi yfir 8% í félaginu. „Á næstu misserum verður almenningi og fyrirtækjum boðið að eignast hlutdeild í félaginu,“ segir Þorvaldur Lúðvík. Stefnan sé sett á áætlunarflug allt árið um kring sem þjóna muni farþegum bæði á Norðurlandi og Austurlandi, sem nú muni ekki þurfa að ferðast alla leið til Keflavíkur til að komast út fyrir landsteinana. Áfangastaðir verða kynntir á næstu vikum og mun sala hefjast strax í kjölfarið á heimasíðu félagsins. Bókunarvél Niceair verður tengd Dohop og öðrum bókunarvélum sem einfalda muni farþegum félagsins að bóka sig beint á milli Akureyrar og áfangastaða erlendis um tengivelli félagsins í Evrópu.
Fréttir af flugi Akureyri Niceair Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira