Arnar með sneið á KR: Ekki í fyrsta sinn sem ég sé þá beita þessari taktík Sæbjörn Steinke skrifar 17. febrúar 2022 22:59 Arnar Guðjónsson segir að KR-ingar eigi það til að hópast að dómurunum þegar illa gengur. Vísir/Bára „Ég er ánægður að sigra, mér fannst við góðir í fyrri hálfleik en fórum svolítið að verjast í seinni hálfleik, vorum passívir og klaufar oft á tíðum. En það er alltaf gott að vinna KR,“ sagði Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar eftir ellefu stiga sigur á KR í kvöld. Stjarnan leiddi með nítján stigum í hálfleik en KR náði að gera leikinn spennandi í seinni hálfleik með því að minnka muninn. Átta leikmenn spiluðu hjá Stjörnunni í dag, þrír leikmenn voru fjarri góðu gamni og spilaði Kristján Fannar Ingólfsson þokkalega stórt hlutverk sem áttundi maður í kvöld. Arnar hrósaði Kristjáni, sem fæddur er árið 2005, sérstaklega í viðtalinu. „Ég var með átta hörkuleikmenn í dag, ég ætla ekki að kvarta yfir því. Kristján er efnilegur leikmaður sem við sjáum að eigi að spila sig í stærra hlutverk ef hann heldur rétt á spöðunum á næstu árum. Við horfum í að hann geti orðið einn af okkar burðarstólpum í framtíðinni, hann átti allt í lagi leik í dag og við höfum trú á þessum strák. Ég hefði getað spilað á sjö leikmönnum en ég spilaði á átta því ég hef trú á honum.“ Undir lok fyrir hálfleiks varð hiti í húsinu þegar Björn Kristjánsson skoraði úr sniðskoti en datt á auglýsingaskilti fyrir aftan körfuna. Hann virtist fá smá snertingu frá Tómasi Þórði Hilmarssyni en ekkert var dæmt og við það voru KR-ingar mjög ósáttir. „Ég veit ekki hvort þetta hafi verið villa en miðað við viðbrögðin hjá Helga [þjálfara KR] þá er þetta örugglega villa. Svo verður einhver hiti og það er ekki í fyrsta sinn sem ég sé KR beita þessari taktík þar sem þeir fara maður í mann á alla dómarana og gelta svolítið hressilega. Það er venjan hjá þeim þegar illa gengur í fyrri hálfleik og ekkert óvænt,“ sagði Arnar. Að lokum sagði hann að markmiðið eftir þennan leik væri að vinna næsta leik og alla leikina sem eftir væru, flóknara væri það ekki. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. KR Stjarnan Subway-deild karla Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Fleiri fréttir Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Sjá meira
Stjarnan leiddi með nítján stigum í hálfleik en KR náði að gera leikinn spennandi í seinni hálfleik með því að minnka muninn. Átta leikmenn spiluðu hjá Stjörnunni í dag, þrír leikmenn voru fjarri góðu gamni og spilaði Kristján Fannar Ingólfsson þokkalega stórt hlutverk sem áttundi maður í kvöld. Arnar hrósaði Kristjáni, sem fæddur er árið 2005, sérstaklega í viðtalinu. „Ég var með átta hörkuleikmenn í dag, ég ætla ekki að kvarta yfir því. Kristján er efnilegur leikmaður sem við sjáum að eigi að spila sig í stærra hlutverk ef hann heldur rétt á spöðunum á næstu árum. Við horfum í að hann geti orðið einn af okkar burðarstólpum í framtíðinni, hann átti allt í lagi leik í dag og við höfum trú á þessum strák. Ég hefði getað spilað á sjö leikmönnum en ég spilaði á átta því ég hef trú á honum.“ Undir lok fyrir hálfleiks varð hiti í húsinu þegar Björn Kristjánsson skoraði úr sniðskoti en datt á auglýsingaskilti fyrir aftan körfuna. Hann virtist fá smá snertingu frá Tómasi Þórði Hilmarssyni en ekkert var dæmt og við það voru KR-ingar mjög ósáttir. „Ég veit ekki hvort þetta hafi verið villa en miðað við viðbrögðin hjá Helga [þjálfara KR] þá er þetta örugglega villa. Svo verður einhver hiti og það er ekki í fyrsta sinn sem ég sé KR beita þessari taktík þar sem þeir fara maður í mann á alla dómarana og gelta svolítið hressilega. Það er venjan hjá þeim þegar illa gengur í fyrri hálfleik og ekkert óvænt,“ sagði Arnar. Að lokum sagði hann að markmiðið eftir þennan leik væri að vinna næsta leik og alla leikina sem eftir væru, flóknara væri það ekki. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
KR Stjarnan Subway-deild karla Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Fleiri fréttir Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Sjá meira