Cecilía hefur haldið íslenska markinu hreinu í meira en sex klukkutíma samfellt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. febrúar 2022 16:01 Cecilia Rán Rúnarsdóttir sést hér búin að grípa vel inn í eftir fyrirgjöf Nýja-Sjálands í leiknum í nótt. Getty/Omar Vega Það boðar gott fyrir íslenska kvennalandsliðið í fótbolta að vera með númer þrettán í markinu. Hin átján ára gamla Cecilía Rán Rúnarsdóttir lék sinn sjötta A-landsleik í nótt og enn á ný tókst þessum efnilega markverði að halda marki sínu hreinu í íslenska landsliðsbúningnum. Íslensku stelpurnar unnu þá 1-0 sigur á Nýja Sjálandi í fyrsta leik sínum á SheBelieves Cup. Cecilía Rán Rúnarsdóttir þurfti ekki að taka á stóra sínum í leiknum en greip vel inn í þegar þurfti. Samkvæmt tölfræði bandaríska knattspyrnusambandsins þá varði hún tvö skot í leiknum. Cecilía Rán hefur nú haldið markinu hreinu í fjórum síðustu landsleikjum sínum og það eru 378 mínútur síðan skorað var hjá henni í A-landsleik. Það eru því meira en sex klukkutímar síðan mótherjar stelpnanna okkar fundu leið framhjá henni. Cecilía hefur spilað sex landsleiki og aðeins fengið á sig eitt mark í þeim. Það mark skoraði Ítalinn Arianna Caruso á 72. mínútu í 1-0 sigri á Íslandi í apríl á síðasta ári. Caruso er leikmaður ítalska stórliðsins Juventus. Landsleikurinn í nótt var fyrsti landsleikur Cecilíu síðan hún gekk til liðs við þýska stórliðið Bayern München en hún er komin þangað á láni frá Everton. Cecilía var áður í láni hjá sænska félaginu KIF Örebro. Cecilía hélt marki sínu hreinu í fyrsta landsleiknum sínum sem var 4. mars 2020 á móti Norður Írlandi. Landsleikurinn á móti Ítalíu í apríl 2021 var hennar annar landsleikur. Hún hefur síðan haldið markinu í fjórum leikjum eða í 2-0 sigri á Írlandi í júní 2021, í 5-0 sigri á Kýpur í október 2021, í 2-0 sigrinum á Japan í nóvember 2021 og loks í 1-0 sigri á Nýja Sjálandi í nótt. Landsleikir Cecilíu Rán Rúnarsdóttur: 4. mars 2020: Hélt hreinu í 1-0 sigri á Norður Írlandi 10. apríl 2021: Fékk á sig 1 mark í 0-1 tapi á móti Írlandi 15. júní 2021: Hélt hreinu í 2-0 sigri á Írlandi 26. október 2021: Hélt hreinu í 4-0 sigri á Kýpur 25. nóvember 2021: Hélt hreinu í 2-0 sigri á Japan 18. febrúar 2022: Hélt hreinu í 1-0 sigri á Nýja Sjálandi Samtals: 6 landsleikir 5 sigurleikir 1 mark á sig 5 sinnum haldið markinu hreinu View this post on Instagram A post shared by FC Bayern Frauen (@fcbfrauen) EM 2021 í Englandi HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Fleiri fréttir Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira
Hin átján ára gamla Cecilía Rán Rúnarsdóttir lék sinn sjötta A-landsleik í nótt og enn á ný tókst þessum efnilega markverði að halda marki sínu hreinu í íslenska landsliðsbúningnum. Íslensku stelpurnar unnu þá 1-0 sigur á Nýja Sjálandi í fyrsta leik sínum á SheBelieves Cup. Cecilía Rán Rúnarsdóttir þurfti ekki að taka á stóra sínum í leiknum en greip vel inn í þegar þurfti. Samkvæmt tölfræði bandaríska knattspyrnusambandsins þá varði hún tvö skot í leiknum. Cecilía Rán hefur nú haldið markinu hreinu í fjórum síðustu landsleikjum sínum og það eru 378 mínútur síðan skorað var hjá henni í A-landsleik. Það eru því meira en sex klukkutímar síðan mótherjar stelpnanna okkar fundu leið framhjá henni. Cecilía hefur spilað sex landsleiki og aðeins fengið á sig eitt mark í þeim. Það mark skoraði Ítalinn Arianna Caruso á 72. mínútu í 1-0 sigri á Íslandi í apríl á síðasta ári. Caruso er leikmaður ítalska stórliðsins Juventus. Landsleikurinn í nótt var fyrsti landsleikur Cecilíu síðan hún gekk til liðs við þýska stórliðið Bayern München en hún er komin þangað á láni frá Everton. Cecilía var áður í láni hjá sænska félaginu KIF Örebro. Cecilía hélt marki sínu hreinu í fyrsta landsleiknum sínum sem var 4. mars 2020 á móti Norður Írlandi. Landsleikurinn á móti Ítalíu í apríl 2021 var hennar annar landsleikur. Hún hefur síðan haldið markinu í fjórum leikjum eða í 2-0 sigri á Írlandi í júní 2021, í 5-0 sigri á Kýpur í október 2021, í 2-0 sigrinum á Japan í nóvember 2021 og loks í 1-0 sigri á Nýja Sjálandi í nótt. Landsleikir Cecilíu Rán Rúnarsdóttur: 4. mars 2020: Hélt hreinu í 1-0 sigri á Norður Írlandi 10. apríl 2021: Fékk á sig 1 mark í 0-1 tapi á móti Írlandi 15. júní 2021: Hélt hreinu í 2-0 sigri á Írlandi 26. október 2021: Hélt hreinu í 4-0 sigri á Kýpur 25. nóvember 2021: Hélt hreinu í 2-0 sigri á Japan 18. febrúar 2022: Hélt hreinu í 1-0 sigri á Nýja Sjálandi Samtals: 6 landsleikir 5 sigurleikir 1 mark á sig 5 sinnum haldið markinu hreinu View this post on Instagram A post shared by FC Bayern Frauen (@fcbfrauen)
Landsleikir Cecilíu Rán Rúnarsdóttur: 4. mars 2020: Hélt hreinu í 1-0 sigri á Norður Írlandi 10. apríl 2021: Fékk á sig 1 mark í 0-1 tapi á móti Írlandi 15. júní 2021: Hélt hreinu í 2-0 sigri á Írlandi 26. október 2021: Hélt hreinu í 4-0 sigri á Kýpur 25. nóvember 2021: Hélt hreinu í 2-0 sigri á Japan 18. febrúar 2022: Hélt hreinu í 1-0 sigri á Nýja Sjálandi Samtals: 6 landsleikir 5 sigurleikir 1 mark á sig 5 sinnum haldið markinu hreinu
EM 2021 í Englandi HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Fleiri fréttir Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira