Með greiðslumat og útborgun en eiga samt ekki séns Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. febrúar 2022 11:23 Hjón sem hafa árangurslaust boðið í íbúðir á höfuðborgarsvæðinu síðasta eina og hálfa árið segja fasteignamarkaðinn vonlausan fyrir venjulegt fólk. Íbúð sem þau buðu í fyrir þremur mánuðum var sett aftur á sölu í gær og var þá orðin tíu milljónum dýrari. Hjónin Elva Hrönn Hjartardóttir og Andri Reyr Haraldsson eru á leigumarkaði með tvö börn og hafa síðasta eina og hálfa árið leitað að hentugri íbúð fyrir fjölskylduna í Reykjavík. Frásögn Elvu af erfiðleikum við að komast inn á fasteignamarkaðinn vakti gríðarlega athygli á Vísi í gær. Fréttastofa heimsótti hana og Andra í leiguíbúðina í Þverholt í gær og tók þau nánar tali. Viðtalið má sjá í spilaranum efst í fréttinni. Hjónin vantar sárlega aukaherbergi fyrir unglinginn og í nóvember gerðu þau tilboð í íbúð við Bólstaðarhlíð. Ásett verð var 49,9 milljónir en þau ráku upp stór augu þegar sama íbúð, að því er virðist alveg óbreytt, dúkkaði upp á fasteignavefnum í fyrradag - tíu milljónum dýrari. „Þá varð mér bara allri lokið. Og sendi honum linkinn,“ segir Elva. „Maður verður bara pirraður og reiður þegar maður sér þetta. Við erum með greiðslumat, við erum með útborgun. En við eigum einhvern veginn ekki séns. Það eru einhverjir braskarar sem eru að staðgreiða íbúðir og skiljanlega tekur fólk staðgreiðslutilboði frekar,“ segir Andri. Erfiður veruleiki Meðalkaupverð íbúða á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 5 milljónir króna á tveimur síðustu mánuðum árs í fyrra, samkvæmt skýrslu húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Nú í byrjun febrúar hafði framboð íbúða dregist saman um 74 prósent síðan í maí 2020. „Og þetta er bara veruleikinn sem við og svo mörg önnur standa frammi fyrir í dag,“ segir Elva. Þau segja ljóst að eitthvað verði að gera til að greiða úr þessum margþætta vanda. „Ég tel að þetta verði kjarasamningsmál númer eitt eða tvö. Ég trúi ekki öðru einhvern veginn, af því þetta er orðinn svo rosalega stór hópur sem kemst ekki inn á fasteignamarkaðinn,“ segir Andri. En leitin heldur áfram og svo gæti farið að fjölskyldan þurfi að leita út fyrir höfuðborgarsvæðið. „Við höfum vissulega hugsað um það að sofa á þessum svefnsófa til þess að krakkarnir fái sitthvort herbergið. Við gerum bara það sem við þurfum að gera,“ segir Elva. Húsnæðismál Neytendur Leigumarkaður Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Hækkaði um tíu milljónir á þremur mánuðum: „Hvernig á fólk að gera þetta?“ Hjón í fasteignaleit segja það lyginni líkast að ásett verð íbúðar sem þau hafi gert tilboð í fyrir þremur mánuðum hafi síðan hækkað um tíu milljónir króna. Seljandinn, sem vill nú fá 8,6 milljónum meira fyrir íbúðina en hann greiddi í desember, segir að fólki sé frjálst að gera tilboð. 18. febrúar 2022 07:00 Landsbankinn hækkar breytilega vexti um 0,5 prósentustig Breytilegir vextir á óverðtryggðum íbúðalánum hjá Landsbannkanum hækka um 0,5 prósentustig og verða 4,7 prósent. Engar breytingar hafa verið gerðar á vöxtum á verðtryggðum íbúðalánum. 17. febrúar 2022 09:36 Bankarnir vænta aukinnar verðbólgu í febrúar, Arion með dekkstu spána Spár greiningadeilda bankanna um næstu verðbólgumælingu liggja á bilinu 5,8 prósent og 6,1 prósent á ársgrundvelli. Útlit er fyrir að innfluttur verðbólguþrýstingur verði þrálátari en áður var talið og að áfram verði spenna á fasteignamarkaði. 14. febrúar 2022 14:38 Mest lesið Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Viðskipti innlent Skipta dekkin máli? Samstarf Edda Rós til Hagstofunnar Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Sjá meira
Hjónin Elva Hrönn Hjartardóttir og Andri Reyr Haraldsson eru á leigumarkaði með tvö börn og hafa síðasta eina og hálfa árið leitað að hentugri íbúð fyrir fjölskylduna í Reykjavík. Frásögn Elvu af erfiðleikum við að komast inn á fasteignamarkaðinn vakti gríðarlega athygli á Vísi í gær. Fréttastofa heimsótti hana og Andra í leiguíbúðina í Þverholt í gær og tók þau nánar tali. Viðtalið má sjá í spilaranum efst í fréttinni. Hjónin vantar sárlega aukaherbergi fyrir unglinginn og í nóvember gerðu þau tilboð í íbúð við Bólstaðarhlíð. Ásett verð var 49,9 milljónir en þau ráku upp stór augu þegar sama íbúð, að því er virðist alveg óbreytt, dúkkaði upp á fasteignavefnum í fyrradag - tíu milljónum dýrari. „Þá varð mér bara allri lokið. Og sendi honum linkinn,“ segir Elva. „Maður verður bara pirraður og reiður þegar maður sér þetta. Við erum með greiðslumat, við erum með útborgun. En við eigum einhvern veginn ekki séns. Það eru einhverjir braskarar sem eru að staðgreiða íbúðir og skiljanlega tekur fólk staðgreiðslutilboði frekar,“ segir Andri. Erfiður veruleiki Meðalkaupverð íbúða á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 5 milljónir króna á tveimur síðustu mánuðum árs í fyrra, samkvæmt skýrslu húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Nú í byrjun febrúar hafði framboð íbúða dregist saman um 74 prósent síðan í maí 2020. „Og þetta er bara veruleikinn sem við og svo mörg önnur standa frammi fyrir í dag,“ segir Elva. Þau segja ljóst að eitthvað verði að gera til að greiða úr þessum margþætta vanda. „Ég tel að þetta verði kjarasamningsmál númer eitt eða tvö. Ég trúi ekki öðru einhvern veginn, af því þetta er orðinn svo rosalega stór hópur sem kemst ekki inn á fasteignamarkaðinn,“ segir Andri. En leitin heldur áfram og svo gæti farið að fjölskyldan þurfi að leita út fyrir höfuðborgarsvæðið. „Við höfum vissulega hugsað um það að sofa á þessum svefnsófa til þess að krakkarnir fái sitthvort herbergið. Við gerum bara það sem við þurfum að gera,“ segir Elva.
Húsnæðismál Neytendur Leigumarkaður Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Hækkaði um tíu milljónir á þremur mánuðum: „Hvernig á fólk að gera þetta?“ Hjón í fasteignaleit segja það lyginni líkast að ásett verð íbúðar sem þau hafi gert tilboð í fyrir þremur mánuðum hafi síðan hækkað um tíu milljónir króna. Seljandinn, sem vill nú fá 8,6 milljónum meira fyrir íbúðina en hann greiddi í desember, segir að fólki sé frjálst að gera tilboð. 18. febrúar 2022 07:00 Landsbankinn hækkar breytilega vexti um 0,5 prósentustig Breytilegir vextir á óverðtryggðum íbúðalánum hjá Landsbannkanum hækka um 0,5 prósentustig og verða 4,7 prósent. Engar breytingar hafa verið gerðar á vöxtum á verðtryggðum íbúðalánum. 17. febrúar 2022 09:36 Bankarnir vænta aukinnar verðbólgu í febrúar, Arion með dekkstu spána Spár greiningadeilda bankanna um næstu verðbólgumælingu liggja á bilinu 5,8 prósent og 6,1 prósent á ársgrundvelli. Útlit er fyrir að innfluttur verðbólguþrýstingur verði þrálátari en áður var talið og að áfram verði spenna á fasteignamarkaði. 14. febrúar 2022 14:38 Mest lesið Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Viðskipti innlent Skipta dekkin máli? Samstarf Edda Rós til Hagstofunnar Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Sjá meira
Hækkaði um tíu milljónir á þremur mánuðum: „Hvernig á fólk að gera þetta?“ Hjón í fasteignaleit segja það lyginni líkast að ásett verð íbúðar sem þau hafi gert tilboð í fyrir þremur mánuðum hafi síðan hækkað um tíu milljónir króna. Seljandinn, sem vill nú fá 8,6 milljónum meira fyrir íbúðina en hann greiddi í desember, segir að fólki sé frjálst að gera tilboð. 18. febrúar 2022 07:00
Landsbankinn hækkar breytilega vexti um 0,5 prósentustig Breytilegir vextir á óverðtryggðum íbúðalánum hjá Landsbannkanum hækka um 0,5 prósentustig og verða 4,7 prósent. Engar breytingar hafa verið gerðar á vöxtum á verðtryggðum íbúðalánum. 17. febrúar 2022 09:36
Bankarnir vænta aukinnar verðbólgu í febrúar, Arion með dekkstu spána Spár greiningadeilda bankanna um næstu verðbólgumælingu liggja á bilinu 5,8 prósent og 6,1 prósent á ársgrundvelli. Útlit er fyrir að innfluttur verðbólguþrýstingur verði þrálátari en áður var talið og að áfram verði spenna á fasteignamarkaði. 14. febrúar 2022 14:38
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent