Bandaríkjakonur leiða með þremur mörkum gegn engu og hafa öll mörkin verið skoruð af Meikayla Moore, leikmanni enska úrvalsdeildarliðsins Liverpool.
Það sem er svo ótrúlegt við það er sú staðreynd að Moore leikur fyrir Nýja Sjáland og er miðvörður en hún skoraði þrjú sjálfsmörk á hálftíma kafla í fyrri hálfleiknum.
An own goal from New Zealand makes it 3-0 in the first half for the USWNT!#SheBelievesCup pic.twitter.com/sEIUPGlwd6
— ESPN (@espn) February 20, 2022
Moore kom Bandaríkjunum yfir á fimmtu mínútum og skoraði svo annað sjálfsmark nokkrum sekúndum síðar.
Eftir 35 mínútna leik skoraði hún svo í þriðja sinn í eigið net og var svo í kjölfarið skipt af velli á 40.mínútu.