„Hún var ekki valin“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. febrúar 2022 15:54 Karen Knútsdóttir er ein fárra sem hafa leikið hundrað landsleiki fyrir kvennalandsliðið í handbolta. vísir/bára Arnar Pétursson segir að Karen Knútsdóttir, leikmaður Fram, hafi einfaldlega ekki verið valin í íslenska landsliðið í handbolta sem mætir Tyrklandi í tveimur leikjum í undankeppni EM í byrjun næsta mánaðar. Arnar tilkynnti nítján manna æfingahóp sinn fyrir leikina tvo sem fara fram 2. og 6. mars. Sextán leikmenn eru í hóp á leikdegi. „Það er sem betur fer alltaf erfitt að velja leikmenn í þessi verkefni. Maður þarf að velta ýmsu fyrir sér,“ sagði Arnar við Vísi í dag. Íslenska liðið kemur saman á föstudaginn, æfir á laugardaginn og flýgur svo út til Tyrklands eldsnemma á sunnudaginn. „Það er verið að spila í deild og bikar á fimmtudagskvöldið og föstudagurinn fer bara í fundi og endurheimt. Við æfum tvisvar á laugardaginn og förum svo út til Istanbúl á sunnudaginn. Svo tökum við innanlandsflug til Kastamonu á mánudaginn,“ sagði Arnar. Fyrri leikurinn gegn Tyrklandi fer fram á miðvikudaginn og seinni leikurinn á Ásvöllum sunnudaginn 6. mars. Nota Söndru og Rut áfram á miðjunni Athygli vekur að Karen Knútsdóttir er ekki í hópnum. Hún er bæði einn leikja- og markahæsti leikmaður í sögu íslenska landsliðsins og var fyrirliði þess um tíma. „Hún var ekki valin,“ sagði Arnar aðspurður hvort Karen sé meidd eða hafi ekki gefið kost á sér í landsliðið. „Í síðustu tveimur verkefnum höfum við notað bæði Söndru [Erlingsdóttir] og Rut [Jónsdóttur] á miðjunni og þær hafa staðið sig mjög vel. Við spilum áfram á því.“ Framtíðarleikmenn Tveir ungir leikmenn sem hafa ekki áður leikið keppnisleik með landsliðinu, Jóhanna Margrét Sigurðardóttir (HK) og Rakel Sara Elvarsdóttir (KA/Þór), eru í æfingahópnum. Jóhanna Margrét Sigurðardóttir (númer 19) lék sína fyrstu landsleiki gegn Tékkum síðasta haust.vísir/Hulda Margrét „Rakel Sara hefur staðið sig gríðarlega vel undanfarin tvö tímabil og er framtíðarleikmaður. Sama með Jóhönnu. Hún er ung, hávaxin og sterk skytta sem ég bind miklar vonir við. Við kipptum henni inn núna, komum henni aðeins nær því sem við erum að gera og hjálpum henni að taka næstu skref í þessum bolta,“ sagði Arnar. Ragnheiður Júlíusdóttir, leikmaður Fram, gaf ekki kost á sér að þessu sinni vegna persónulegra ástæðna og því opnaðist pláss fyrir Jóhönnu. Förum ekkert fram úr okkur Ísland er í 3. sæti riðils 6 í undankeppni EM 2022. Íslendingar steinlágu fyrir Svíum, 30-17, í fyrsta leik sínum en unnu svo góðan sigur á Serbum, 23-21. Hann gerir hlutina ansi áhugaverða upp á framhaldið að gera en tvö efstu liðin komast á EM. Arnar er samt með báða fætur kyrfilega á jörðinni. Íslendingar fagna sigrinum á Serbum síðasta haust.vísir/Jónína „Ég er bara á sama stað og ég var áður en við fórum af stað í þessum riðli. Við náðum vissulega mjög góðum úrslitum gegn Serbum og spiluðum mjög vel þar. Við förum samt ekkert fram úr okkur. Við einbeitum okkur áfram að því að bæta okkar leik, bæði í vörn og sókn. Það er langt síðan Ísland komst á stórmót kvenna. Okkur langar þangað en gerum okkur grein fyrir því að það gæti þurft nokkur skref. Við tökum þau vonandi í réttri röð og hægt og örugglega fram á við,“ sagði Arnar. Eiga lið í Meistaradeildinni Þótt Tyrkir hafi tapað báðum leikjum sínum í riðlinum segir Arnar þá ekki vera neina aukvisa. „Þetta er verðugt verkefni og þær eru með gott lið. Það eru kannski ekki margir sem vita það að tyrkneskur kvennahandbolti hefur verið í mikilli framför og þær eiga til að mynda lið í Meistaradeild Evrópu [Kastamonu Bld. GSK] sem spilar við bestu lið í heimi nánast í hverri viku. Það er gæðastimpill,“ sagði Arnar. „Þetta verður erfitt og við þurfum að eiga okkar bestu leiki ef við ætlum að halda áfram að bæta okkur og ná góðum úrslitum.“ Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Fleiri fréttir Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Sjá meira
Arnar tilkynnti nítján manna æfingahóp sinn fyrir leikina tvo sem fara fram 2. og 6. mars. Sextán leikmenn eru í hóp á leikdegi. „Það er sem betur fer alltaf erfitt að velja leikmenn í þessi verkefni. Maður þarf að velta ýmsu fyrir sér,“ sagði Arnar við Vísi í dag. Íslenska liðið kemur saman á föstudaginn, æfir á laugardaginn og flýgur svo út til Tyrklands eldsnemma á sunnudaginn. „Það er verið að spila í deild og bikar á fimmtudagskvöldið og föstudagurinn fer bara í fundi og endurheimt. Við æfum tvisvar á laugardaginn og förum svo út til Istanbúl á sunnudaginn. Svo tökum við innanlandsflug til Kastamonu á mánudaginn,“ sagði Arnar. Fyrri leikurinn gegn Tyrklandi fer fram á miðvikudaginn og seinni leikurinn á Ásvöllum sunnudaginn 6. mars. Nota Söndru og Rut áfram á miðjunni Athygli vekur að Karen Knútsdóttir er ekki í hópnum. Hún er bæði einn leikja- og markahæsti leikmaður í sögu íslenska landsliðsins og var fyrirliði þess um tíma. „Hún var ekki valin,“ sagði Arnar aðspurður hvort Karen sé meidd eða hafi ekki gefið kost á sér í landsliðið. „Í síðustu tveimur verkefnum höfum við notað bæði Söndru [Erlingsdóttir] og Rut [Jónsdóttur] á miðjunni og þær hafa staðið sig mjög vel. Við spilum áfram á því.“ Framtíðarleikmenn Tveir ungir leikmenn sem hafa ekki áður leikið keppnisleik með landsliðinu, Jóhanna Margrét Sigurðardóttir (HK) og Rakel Sara Elvarsdóttir (KA/Þór), eru í æfingahópnum. Jóhanna Margrét Sigurðardóttir (númer 19) lék sína fyrstu landsleiki gegn Tékkum síðasta haust.vísir/Hulda Margrét „Rakel Sara hefur staðið sig gríðarlega vel undanfarin tvö tímabil og er framtíðarleikmaður. Sama með Jóhönnu. Hún er ung, hávaxin og sterk skytta sem ég bind miklar vonir við. Við kipptum henni inn núna, komum henni aðeins nær því sem við erum að gera og hjálpum henni að taka næstu skref í þessum bolta,“ sagði Arnar. Ragnheiður Júlíusdóttir, leikmaður Fram, gaf ekki kost á sér að þessu sinni vegna persónulegra ástæðna og því opnaðist pláss fyrir Jóhönnu. Förum ekkert fram úr okkur Ísland er í 3. sæti riðils 6 í undankeppni EM 2022. Íslendingar steinlágu fyrir Svíum, 30-17, í fyrsta leik sínum en unnu svo góðan sigur á Serbum, 23-21. Hann gerir hlutina ansi áhugaverða upp á framhaldið að gera en tvö efstu liðin komast á EM. Arnar er samt með báða fætur kyrfilega á jörðinni. Íslendingar fagna sigrinum á Serbum síðasta haust.vísir/Jónína „Ég er bara á sama stað og ég var áður en við fórum af stað í þessum riðli. Við náðum vissulega mjög góðum úrslitum gegn Serbum og spiluðum mjög vel þar. Við förum samt ekkert fram úr okkur. Við einbeitum okkur áfram að því að bæta okkar leik, bæði í vörn og sókn. Það er langt síðan Ísland komst á stórmót kvenna. Okkur langar þangað en gerum okkur grein fyrir því að það gæti þurft nokkur skref. Við tökum þau vonandi í réttri röð og hægt og örugglega fram á við,“ sagði Arnar. Eiga lið í Meistaradeildinni Þótt Tyrkir hafi tapað báðum leikjum sínum í riðlinum segir Arnar þá ekki vera neina aukvisa. „Þetta er verðugt verkefni og þær eru með gott lið. Það eru kannski ekki margir sem vita það að tyrkneskur kvennahandbolti hefur verið í mikilli framför og þær eiga til að mynda lið í Meistaradeild Evrópu [Kastamonu Bld. GSK] sem spilar við bestu lið í heimi nánast í hverri viku. Það er gæðastimpill,“ sagði Arnar. „Þetta verður erfitt og við þurfum að eiga okkar bestu leiki ef við ætlum að halda áfram að bæta okkur og ná góðum úrslitum.“
Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Fleiri fréttir Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Sjá meira