Rosenborg hefur nefnilega ekkert séð af þeim peningum sem norska félagið átti að fá þegar Ole Selnæs var seldur frá St. Etienne til kínverska félagsins Shenzen.
Forráðamenn Shenzen hafa komið fram og sagt að þeir hafi greitt upphæðina en hún komst aldrei alla leið inn á reikninga Rosenborg.
„Við höfum ekki fengið peninginn,“ svaraði Roar Munkvold, framkvæmdastjóri í tölvupósti til idrettspolitikk.no sem hefur fjallað um málið.
Økonomimedarbeider i RBK ble hacket og i stedet for RBKs kontonummer ble svindlernes kontonummer i en portugisisk bank sendt til Shenzhen FC.
— Svein Harald Antonsen (@redundanton) February 22, 2022
Nå anser FIFA pengene tapt for RBK. #Rosenborg https://t.co/lqRn7bOpFx
Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, hefur farið yfir málið og komist að því að kínverska félagið hafi gert allt rétt og að Rosenborg þurfi að líta á þetta sem tapaða peninga.
Forráðamenn Rosenborg óttast það að tölvuþrjótar hafi verið þarna á ferðinni og að þetta sé orðið lögreglumál.
Tölvuþrjótarnir hafi þannig komist inn í tölvupóst sendingarnar til Kína og gefið Kínverjum upp nýtt reikningsnúmer sem er númer á reikningi í Portúgal. Peningurinn endaði því ekki á reikning Rosenborg heldur á reikningi tölvuþrjótanna í Portúgal.
„Eins og við sjáum þetta þá lítur út fyrir að RBK sé fórnarlamb tölvuþrjóta,“ sagði Munkvold í fyrrnefndum tölvupósti.