Martin sáttur með lífið: Er í stóru hlutverki í mjög góðu liði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. febrúar 2022 10:00 Martin Hermannsson hlustar á íslensk þjóðsönginn fyrir leik í undankeppni HM. S2 Sport Íslenska karlalandsliðið í körfubolta spilar á morgun sinn fyrsta heimaleik í 732 daga þegar Ítalir koma í heimsókn á Ásvelli. Í íslenska liðinu verður Martin Hermannsson sem spilaði síðast á Íslandi í ágústmánuði árið 2019. Martin er að spila með spænska stórliðinu Valencia sem hefur ekki hleypt honum í verkefni landsliðsins undanfarin ár. Martin var aftur á móti með íslenska liðinu í Hollandi og sýndi þá styrk sinn með því að skora 27 stig í dýrmætum útisigri á Hollendingum í undankeppni HM. Guðjón Guðmundsson hitti Martin á æfingu íslenska liðsins í Ólafssalnum þar sem leikurinn verður annað kvöld. „Þetta lið sem við erum búnir að tala um í nokkur ár að vilja setja saman erum allir komnir hingað fyrir utan Kristófer sem vantar,“ sagði Martin Hermannsson. Klippa: Gaupi ræddi við Martin „Við vitum að þetta verður erfitt en á sama tíma erum við að fókussa á okkur sjálfa núna. Við teljum okkur vera með lið sem getur alla vega staðið í öllum. Við erum að fara inn í þessa leiki til þess að vinna þá,“ sagði Martin sem hefur verið að spila vel á Spáni. Martin er með 10,1 stig og 3,4 stoðsendingar að meðaltali í leik í sterkustu deild í Evrópu, ACB-deildinni á Spáni. „Mér líður bara vel og er í stóru hlutverki í mjög góðu liði. Okkur fjölskyldunni líður alveg hrikalega vel,“ sagði Martin en hvað þarf íslenska liðið að gera til að standa í liði eins og Ítalíu? „Það þarf svolítið allt að falla með okkur. Við þurfum að hitta á góðan skotdag, það myndi hjálpa að hitta skotum. Svo þarf varnarleikurinn okkar að vera upp á tíu á móti stórum, sterkum, fljótum og góðum skotmönnum sem þeir hafa. Það þarf allt að smella ef við ætlum að vinna,“ sagði Martin. Martin lék síðast með íslenska landsliðinu á Íslandi 17. ágúst 2019 þegar íslensku strákarnir unnu Portúgal í Laugardalshöllinni. Martin var með 19 stig og 7 stoðsendingar í leiknum. HM 2023 í körfubolta Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Sjá meira
Martin er að spila með spænska stórliðinu Valencia sem hefur ekki hleypt honum í verkefni landsliðsins undanfarin ár. Martin var aftur á móti með íslenska liðinu í Hollandi og sýndi þá styrk sinn með því að skora 27 stig í dýrmætum útisigri á Hollendingum í undankeppni HM. Guðjón Guðmundsson hitti Martin á æfingu íslenska liðsins í Ólafssalnum þar sem leikurinn verður annað kvöld. „Þetta lið sem við erum búnir að tala um í nokkur ár að vilja setja saman erum allir komnir hingað fyrir utan Kristófer sem vantar,“ sagði Martin Hermannsson. Klippa: Gaupi ræddi við Martin „Við vitum að þetta verður erfitt en á sama tíma erum við að fókussa á okkur sjálfa núna. Við teljum okkur vera með lið sem getur alla vega staðið í öllum. Við erum að fara inn í þessa leiki til þess að vinna þá,“ sagði Martin sem hefur verið að spila vel á Spáni. Martin er með 10,1 stig og 3,4 stoðsendingar að meðaltali í leik í sterkustu deild í Evrópu, ACB-deildinni á Spáni. „Mér líður bara vel og er í stóru hlutverki í mjög góðu liði. Okkur fjölskyldunni líður alveg hrikalega vel,“ sagði Martin en hvað þarf íslenska liðið að gera til að standa í liði eins og Ítalíu? „Það þarf svolítið allt að falla með okkur. Við þurfum að hitta á góðan skotdag, það myndi hjálpa að hitta skotum. Svo þarf varnarleikurinn okkar að vera upp á tíu á móti stórum, sterkum, fljótum og góðum skotmönnum sem þeir hafa. Það þarf allt að smella ef við ætlum að vinna,“ sagði Martin. Martin lék síðast með íslenska landsliðinu á Íslandi 17. ágúst 2019 þegar íslensku strákarnir unnu Portúgal í Laugardalshöllinni. Martin var með 19 stig og 7 stoðsendingar í leiknum.
HM 2023 í körfubolta Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Sjá meira