Tryggvi Snær endaði leikinn með 34 stig, 21 frákast, 5 varin skot og þetta skilaði honum fimmtíu í framlagi. Hann bætti gamla metið umtalsvert en það var áður í eigi Bosníumannsins Edin Atic, Georgíumannsins Giorgi Shermadini og Lettans Janis Strelnieks sem höfðu allir náð 37 í framlagi.
34 PTS
— FIBA Basketball World Cup (@FIBAWC) February 24, 2022
21 REB
5 BLK
87.5 FG%
50 EFF
Tryggvi Hlinason with a performance for the ages as @kkikarfa upset Italy in double overtime!#FIBAWC #WinForIceland pic.twitter.com/HAd55rFzBm
Tryggvi bætti því gamla metið um þrettán framlagsstig og tók metið af þremur leikmönnum í einu. Þarna skipti miklu máli að hann var að nýta skotin sín frábærlega en Tryggvi setti niður 88 prósent skota sinna utan af velli eða fjórtán skot niður af sextán.
Tryggvi er líka með hæstu framlagsleikjum í allrar undankeppni HM en aðeins einn leikmaður hefur náð hærra framlagi í einum leik í sögu undankeppni HM. Það var Kóreumaðurinn Guna Ra sem var með 59 framlagsstig í leik á móti Sýrlandi og 58 framlagsstig í leik á móti Hong Kong en báðir leikirnir voru árið 2018.
Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá leik Tryggva í Ólafssalnum í gærkvöldi.