„Get ekki lengur starfað í landi sem er að sprengja heimaland mitt“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. mars 2022 13:01 Andriy Voronin í leik með Liverpool 2009. getty/Clive Brunskill Úkraínumaðurinn Andriy Voronin, fyrrverandi leikmaður Liverpool, er hættur sem aðstoðarþjálfari Dynamo Moskvu í Rússlandi og hefur yfirgefið landið. Voronin ákvað að hætta hjá Dynamo Moskvu eftir innrás Rússa í heimaland hans, Úkraínu, og fór til Þýskalands með alla fjölskylduna. „Ég get ekki lengur starfað í landi sem er að sprengja heimaland mitt í loft upp. Við yfirgáfum Moskvu áður en allt lokaðist. Við gátum ekki flogið til Düsseldorf og fórum því í gegnum Amsterdam. Pabbi minn, tengdamamma, konan mín og börnin erum komin hingað,“ sagði Voronin við Bild. „Mér hefur liðið illa í fjóra daga, mjög illa, þegar ég sé myndirnar frá heimalandinu. Þetta er allt svo óraunverulegt eins og í kvikmynd. Þetta er hryllingsmynd. Mér er orða vant.“ Voronin sendi Vladimír Pútín Rússlandsforseta svo tóninn. „Kannski vill hann komast í sögubækurnar? En hann kemst aldrei þangað, nema í mesta lagi sem glæpamaður. Ég er svo stoltur af þjóðinni minni. Við eigum fallegar borgir, frábært fólk. Og við munum vinna. En sigurinn verður dýru verði keyptur. Allir þeir sem hafa fallið. Núna er árið er 2022 en ekki Seinni heimsstyrjöldin,“ sagði Voronin. Hann segir að ef hann væri í Úkraínu myndi hann eflaust grípa til vopna. „Ég á vini í Kharkiv, Kiev og í heimaborginni Odessu. Ég fæ skilaboð á fimm mínútna fresti. Þetta er erfitt. Ég vil hjálpa á hvaða hátt sem er. Ég ætti kannski ekki að segja þetta en ef ég væri í Úkraínu núna væri ég eflaust með byssu í hönd.“ Voronin lék með Liverpool á árunum 2007-10. Hann lék fjörutíu leiki með liðinu og skoraði sex mörk. Lengst af ferilsins lék Voronin í Þýskalandi, með Borussia Mönchengladbach, Mainz 05, Köln, Bayer Leverkusen, Herthu Berlin og Fortuna Düsseldorf. Innrás Rússa í Úkraínu Rússneski boltinn Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Enski boltinn Fleiri fréttir Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Sjá meira
Voronin ákvað að hætta hjá Dynamo Moskvu eftir innrás Rússa í heimaland hans, Úkraínu, og fór til Þýskalands með alla fjölskylduna. „Ég get ekki lengur starfað í landi sem er að sprengja heimaland mitt í loft upp. Við yfirgáfum Moskvu áður en allt lokaðist. Við gátum ekki flogið til Düsseldorf og fórum því í gegnum Amsterdam. Pabbi minn, tengdamamma, konan mín og börnin erum komin hingað,“ sagði Voronin við Bild. „Mér hefur liðið illa í fjóra daga, mjög illa, þegar ég sé myndirnar frá heimalandinu. Þetta er allt svo óraunverulegt eins og í kvikmynd. Þetta er hryllingsmynd. Mér er orða vant.“ Voronin sendi Vladimír Pútín Rússlandsforseta svo tóninn. „Kannski vill hann komast í sögubækurnar? En hann kemst aldrei þangað, nema í mesta lagi sem glæpamaður. Ég er svo stoltur af þjóðinni minni. Við eigum fallegar borgir, frábært fólk. Og við munum vinna. En sigurinn verður dýru verði keyptur. Allir þeir sem hafa fallið. Núna er árið er 2022 en ekki Seinni heimsstyrjöldin,“ sagði Voronin. Hann segir að ef hann væri í Úkraínu myndi hann eflaust grípa til vopna. „Ég á vini í Kharkiv, Kiev og í heimaborginni Odessu. Ég fæ skilaboð á fimm mínútna fresti. Þetta er erfitt. Ég vil hjálpa á hvaða hátt sem er. Ég ætti kannski ekki að segja þetta en ef ég væri í Úkraínu núna væri ég eflaust með byssu í hönd.“ Voronin lék með Liverpool á árunum 2007-10. Hann lék fjörutíu leiki með liðinu og skoraði sex mörk. Lengst af ferilsins lék Voronin í Þýskalandi, með Borussia Mönchengladbach, Mainz 05, Köln, Bayer Leverkusen, Herthu Berlin og Fortuna Düsseldorf.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússneski boltinn Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Enski boltinn Fleiri fréttir Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Sjá meira