„Við erum í fyrsta skipti að eiga landslið sem er með alvöru breidd“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. mars 2022 09:31 Valdimar Grímsson ræðir hér við Gaupa en þekkjast vel frá gullárunum með íslenska landsliðinu á níunda áratugnum. S2 Sport Guðjón Guðmundsson ræddi við einn markahæsta leikmann íslenska landsliðsins frá upphafi í nýjasta innslagi sínu í Seinni bylgjunni. Valdimar Grímsson hefur enn mikla ástríðu fyrir handboltanum og hann hefur líka sterkar skoðanir. „Við Íslendingar höfum átt marga frábæra leikmenn í gegnum tíðina. Hér á eftir er komið að hinum eina sanna Valdimari Grímssyni. Við segjum einfaldlega skál í boðinu,“ sagði Guðjón Guðmundsson. Valdimar lék með Val, KA og Selfossi hér heima og varð fyrsti leikmaðurinn til að skora þúsund mörk í efstu deild á Íslandi. Valdimar var líka atvinnumaður með Wuppertal í Þýskalandi. Hann skoraði alls 940 mörk í 271 landsleik fyrir Ísland og er fjórði markahæsti landsliðsmaður sögunnar. Valdimar hefur góðan samanburð á Olís-deildinni í dag og þegar Valur var með sannkallað stórlið á sínum tíma. Gaupi vildi fá að vita hvort liðin í dag væru betri en Valdimar var ekki á því. Vorum með eina bestu deild Evrópu „Mér fannst deildin frá 1984 til 1992-93 vera ein af bestu deildum Evrópu. Þá var einn útlendingur leyfður og við vorum með alla okkar Íslendinga hér. Við vorum líka að fara í undanúrslit og úrslit í Evrópukeppninni og upplifðum alveg ótrúlega drauma,“ sagði Valdimar Grímsson. „Svo þegar flóðgáttir opna þá fór héðan heil fyrstu deild erlendis. Deildin bara hvarf hérna á tveimur til þremur árum og deildin varð, verð ég að segja, mjög slök. Mér finnst núna síðastliðin þrjú til fjögur ár hún vera að styrkjast og styrkjast hratt,“ sagði Valdimar. „Það er orðið gaman að sjá hvað breiddin er að aukast þó svo að við séum með heila fyrstu deild úti,“ sagði Valdimar en eru liðin í dag betri en þau voru þegar hann var í þessu? Klippa: Seinni bylgjan: Eina með Valdimari Grímssyni Menn eru farnir að hugsa aðeins stærra „Nei þau eru ekki komin þangað. Ég segi það að það er stutt í það að við förum að sjá það. Það eru orðin hugarfarsbreyting í boltanum því menn eru farnir að hugsa aðeins stærra og liðin eru aftur komin í Evrópukeppni. Það eru að byrja koma fjármagnsmenn að styrkja deildirnar meira og það er hugur í mönnum um að styrkja liðin enn frekar,“ sagði Valdimar. „Ég held að það sé mjög stutt í það að við förum að eignast lið sem gerir tilkall til að komast í Meistaradeildina. Það er rosalega mikið af spennandi mönnum að koma,“ sagði Valdimar. Þetta er liðið okkar „Ef maður hugsar þetta út frá landsliðinu þá eigum við þetta tímabil þar sem þjóðin stendur upp með okkur 1984 til 1986, aftur 1992, 1997 og 2008. Við erum búin að eiga með tíu ára millibili tímabil þar sem þjóðin segir: Þetta er liðið okkar. Núna sýndi þetta lið í Ungverjalandi að þetta er liðið okkar,“ sagði Valdimar. „Það sem mér finnst vera meira spennandi við þetta lið en öll hin liðin á undan er að það er slatti af mönnum sem eru á kantinum sem eiga bullandi tilkall í að vera með liðinu. Við erum í fyrsta skipti að eiga landslið sem er með alvöru breidd,“ sagði Valdimar. Gaupi spurði Valdimar líka út í það þegar hann skammaði Bjarka Má Elísson þegar landsliðsmaðurinn spilaði með Lemgo á móti Val í Evrópukeppninni. Björgvin Páll Gústavsson fékk þá rautt spjald fyrir að fara í Bjarka. „Manni er heitt í hamsi þegar maður sér eitthvað ósanngjarnt inn á vellinum. Okkar besti hornamaður í dag fannst mér fara illa með litla liðið með því að sækja rautt spjald í stað þess að einbeita sér að því að vinna leikinn,“ sagði Valdimar. Stundum þunglyndur og neikvæður en í dag er ég bjartsýnn Gaupi heyrði á Valdimar að hann losnar ekki við handboltabakertíuna. „Nei maður hefur alltaf gaman af þessu. Einu sinni verið í þessu og þá er maður það alltaf. Ég hef alltaf skoðanir, get stundum verið þunglyndur og neikvæður en stundum er maður bjartsýnn. Í dag er ég bjartsýnn,“ sagði Valdimar. Það má finna allt innslagið hér fyrir ofan. HM 2023 í handbolta Seinni bylgjan Olís-deild karla Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Gerði 40 stig í síðasta leik: „Ansi hræddur um að hann sé eitthvað sem Grindavík vill ekki“ Sport Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Fótbolti Littler hrósar konunni sem vann hann: „Þvílíkt hæfileikabúnt“ Sport Sautján ára nýliði í landsliðinu Fótbolti Allt á hvolfi í NFL-deildinni Sport Fleiri fréttir Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Sjá meira
„Við Íslendingar höfum átt marga frábæra leikmenn í gegnum tíðina. Hér á eftir er komið að hinum eina sanna Valdimari Grímssyni. Við segjum einfaldlega skál í boðinu,“ sagði Guðjón Guðmundsson. Valdimar lék með Val, KA og Selfossi hér heima og varð fyrsti leikmaðurinn til að skora þúsund mörk í efstu deild á Íslandi. Valdimar var líka atvinnumaður með Wuppertal í Þýskalandi. Hann skoraði alls 940 mörk í 271 landsleik fyrir Ísland og er fjórði markahæsti landsliðsmaður sögunnar. Valdimar hefur góðan samanburð á Olís-deildinni í dag og þegar Valur var með sannkallað stórlið á sínum tíma. Gaupi vildi fá að vita hvort liðin í dag væru betri en Valdimar var ekki á því. Vorum með eina bestu deild Evrópu „Mér fannst deildin frá 1984 til 1992-93 vera ein af bestu deildum Evrópu. Þá var einn útlendingur leyfður og við vorum með alla okkar Íslendinga hér. Við vorum líka að fara í undanúrslit og úrslit í Evrópukeppninni og upplifðum alveg ótrúlega drauma,“ sagði Valdimar Grímsson. „Svo þegar flóðgáttir opna þá fór héðan heil fyrstu deild erlendis. Deildin bara hvarf hérna á tveimur til þremur árum og deildin varð, verð ég að segja, mjög slök. Mér finnst núna síðastliðin þrjú til fjögur ár hún vera að styrkjast og styrkjast hratt,“ sagði Valdimar. „Það er orðið gaman að sjá hvað breiddin er að aukast þó svo að við séum með heila fyrstu deild úti,“ sagði Valdimar en eru liðin í dag betri en þau voru þegar hann var í þessu? Klippa: Seinni bylgjan: Eina með Valdimari Grímssyni Menn eru farnir að hugsa aðeins stærra „Nei þau eru ekki komin þangað. Ég segi það að það er stutt í það að við förum að sjá það. Það eru orðin hugarfarsbreyting í boltanum því menn eru farnir að hugsa aðeins stærra og liðin eru aftur komin í Evrópukeppni. Það eru að byrja koma fjármagnsmenn að styrkja deildirnar meira og það er hugur í mönnum um að styrkja liðin enn frekar,“ sagði Valdimar. „Ég held að það sé mjög stutt í það að við förum að eignast lið sem gerir tilkall til að komast í Meistaradeildina. Það er rosalega mikið af spennandi mönnum að koma,“ sagði Valdimar. Þetta er liðið okkar „Ef maður hugsar þetta út frá landsliðinu þá eigum við þetta tímabil þar sem þjóðin stendur upp með okkur 1984 til 1986, aftur 1992, 1997 og 2008. Við erum búin að eiga með tíu ára millibili tímabil þar sem þjóðin segir: Þetta er liðið okkar. Núna sýndi þetta lið í Ungverjalandi að þetta er liðið okkar,“ sagði Valdimar. „Það sem mér finnst vera meira spennandi við þetta lið en öll hin liðin á undan er að það er slatti af mönnum sem eru á kantinum sem eiga bullandi tilkall í að vera með liðinu. Við erum í fyrsta skipti að eiga landslið sem er með alvöru breidd,“ sagði Valdimar. Gaupi spurði Valdimar líka út í það þegar hann skammaði Bjarka Má Elísson þegar landsliðsmaðurinn spilaði með Lemgo á móti Val í Evrópukeppninni. Björgvin Páll Gústavsson fékk þá rautt spjald fyrir að fara í Bjarka. „Manni er heitt í hamsi þegar maður sér eitthvað ósanngjarnt inn á vellinum. Okkar besti hornamaður í dag fannst mér fara illa með litla liðið með því að sækja rautt spjald í stað þess að einbeita sér að því að vinna leikinn,“ sagði Valdimar. Stundum þunglyndur og neikvæður en í dag er ég bjartsýnn Gaupi heyrði á Valdimar að hann losnar ekki við handboltabakertíuna. „Nei maður hefur alltaf gaman af þessu. Einu sinni verið í þessu og þá er maður það alltaf. Ég hef alltaf skoðanir, get stundum verið þunglyndur og neikvæður en stundum er maður bjartsýnn. Í dag er ég bjartsýnn,“ sagði Valdimar. Það má finna allt innslagið hér fyrir ofan.
HM 2023 í handbolta Seinni bylgjan Olís-deild karla Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Gerði 40 stig í síðasta leik: „Ansi hræddur um að hann sé eitthvað sem Grindavík vill ekki“ Sport Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Fótbolti Littler hrósar konunni sem vann hann: „Þvílíkt hæfileikabúnt“ Sport Sautján ára nýliði í landsliðinu Fótbolti Allt á hvolfi í NFL-deildinni Sport Fleiri fréttir Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Sjá meira