„Ef einhver sérfræðingur í Seinni bylgjunni vill hlæja að því veit hann ekkert um handbolta“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. mars 2022 11:00 Sebastian Alexandersson hefur tröllatrú á sínu liði. vísir/vilhelm Þrátt fyrir HK hafi aðeins unnið einn leik í Olís-deild karla í vetur hefur Sebastian Alexandersson, þjálfari liðsins, mikla trú á sínum mönnum. Hann segir að ef HK væri með einn reynslumikinn leikmann eins og Ásbjörn Friðriksson væri liðið í efri hluta deildarinnar. HK tapaði fyrir Aftureldingu með minnsta mun, 26-25, á sunnudaginn. HK-ingar hafa tapað nokkrum leikjum á lokamínútum í vetur þar sem reynsluleysi hefur reynst liðinu fjötur um fót. „Því miður fórum við aftur á taugum, einu sinni enn, og gerðum ótrúleg mistök. Köstum langt fram völlinn, köstum í fótinn á hvor öðrum, fáum á okkur ruðning. Þetta er bara aldurinn á liðinu,“ sagði Sebastian í viðtali við Stöð 2 Sport eftir leikinn í Mosfellsbænum. „Ef við værum með einn reynslumikinn mann í liðinu, einhvern Ásbjörn Friðriksson, væri þetta lið í topp fimm. Ef einhver sérfræðingurinn í Seinni bylgjunni vill hlæja að því veit hann ekkert um handbolta. Það er bara svoleiðis. Þetta lið er handboltalega alveg nógu gott og á pari við öll liðin í deildinni taktíkst, líkamlega, karakterslega en andlega erum við á eftir. En ég hef engar áhyggjur af þessu. Við munum eignast okkar eigin Ásbjörn Friðriksson. Við munum finna hann, ég mun búa hann til. Ég hef tíma.“ Klippa: Seinni bylgjan - Basti um reynsluleysi HK Róbert Gunnarsson er ósammála sínum gamla samherja úr Fram þegar kemur að mati hans á liði HK. „Ég er ekki sammála því en mér finnst aðdáunarvert hvað Basti trúir mikið á verkefnið sitt og leikmennina sína. Og mér finnst hann vera á réttri leið og gera fína hluti en finnst full mikið að segja að hann vanti bara einn mann til að vera í topp fimm,“ sagði Róbert í Seinni bylgjunni. „Ódýrt skot á sérfræðingana,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson. „Sorrí, við erum bara búnir að æfa handbolta í þrjátíu ár og vitum ekki neitt,“ bætti Róbert við í léttum dúr. Innslagið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Olís-deild karla HK Seinni bylgjan Tengdar fréttir Seinni bylgjan talar um krísu hjá Stjörnunni Stjörnumenn eru í basli í karlahandboltanum og tap á móti Selfossi á heimavelli í síðasta leik er enn eitt dæmið um slíkt. Seinni bylgjan ræddi stöðuna á Stjörnumönnum. 1. mars 2022 16:01 „Örugglega hræðilega erfitt og miklar tilfinningar“ Ihor Kopyshynskyi var frábær í sigri Hauka á Gróttu í síðustu umferð Olís deildar karla í handbolta en hann var markahæstur í Haukaliðinu og með hundrað prósent skotnýtingu. 1. mars 2022 12:30 „Látið þá vera og búið til ykkar eigin leikmenn“ Sebastian Alexandersson, þjálfari HK, segir sína menn einfaldlega hafa farið á taugum á lokakaflanum og því tapað gegn Aftureldingu í dag, í Olís-deild karla í handbolta. Hann sendi öðrum félögum tóninn á fleiri en einn veg eftir leik, sem og sérfræðingum Seinni bylgjunnar. 27. febrúar 2022 20:05 Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - HK 26-25 | Hrikalegt bakslag fyrir HK-inga Vart gæti orðið við aukna notkun hjartalyfja í Mosfellsbæ ef fram heldur sem horfir hjá liði Aftureldingar í Olís-deild karla í handbolta á þessu ári. Liðið náði að komast yfir á síðustu stundu gegn HK í dag og vinna 26-25. 27. febrúar 2022 20:35 Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Fleiri fréttir „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Sjá meira
HK tapaði fyrir Aftureldingu með minnsta mun, 26-25, á sunnudaginn. HK-ingar hafa tapað nokkrum leikjum á lokamínútum í vetur þar sem reynsluleysi hefur reynst liðinu fjötur um fót. „Því miður fórum við aftur á taugum, einu sinni enn, og gerðum ótrúleg mistök. Köstum langt fram völlinn, köstum í fótinn á hvor öðrum, fáum á okkur ruðning. Þetta er bara aldurinn á liðinu,“ sagði Sebastian í viðtali við Stöð 2 Sport eftir leikinn í Mosfellsbænum. „Ef við værum með einn reynslumikinn mann í liðinu, einhvern Ásbjörn Friðriksson, væri þetta lið í topp fimm. Ef einhver sérfræðingurinn í Seinni bylgjunni vill hlæja að því veit hann ekkert um handbolta. Það er bara svoleiðis. Þetta lið er handboltalega alveg nógu gott og á pari við öll liðin í deildinni taktíkst, líkamlega, karakterslega en andlega erum við á eftir. En ég hef engar áhyggjur af þessu. Við munum eignast okkar eigin Ásbjörn Friðriksson. Við munum finna hann, ég mun búa hann til. Ég hef tíma.“ Klippa: Seinni bylgjan - Basti um reynsluleysi HK Róbert Gunnarsson er ósammála sínum gamla samherja úr Fram þegar kemur að mati hans á liði HK. „Ég er ekki sammála því en mér finnst aðdáunarvert hvað Basti trúir mikið á verkefnið sitt og leikmennina sína. Og mér finnst hann vera á réttri leið og gera fína hluti en finnst full mikið að segja að hann vanti bara einn mann til að vera í topp fimm,“ sagði Róbert í Seinni bylgjunni. „Ódýrt skot á sérfræðingana,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson. „Sorrí, við erum bara búnir að æfa handbolta í þrjátíu ár og vitum ekki neitt,“ bætti Róbert við í léttum dúr. Innslagið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Olís-deild karla HK Seinni bylgjan Tengdar fréttir Seinni bylgjan talar um krísu hjá Stjörnunni Stjörnumenn eru í basli í karlahandboltanum og tap á móti Selfossi á heimavelli í síðasta leik er enn eitt dæmið um slíkt. Seinni bylgjan ræddi stöðuna á Stjörnumönnum. 1. mars 2022 16:01 „Örugglega hræðilega erfitt og miklar tilfinningar“ Ihor Kopyshynskyi var frábær í sigri Hauka á Gróttu í síðustu umferð Olís deildar karla í handbolta en hann var markahæstur í Haukaliðinu og með hundrað prósent skotnýtingu. 1. mars 2022 12:30 „Látið þá vera og búið til ykkar eigin leikmenn“ Sebastian Alexandersson, þjálfari HK, segir sína menn einfaldlega hafa farið á taugum á lokakaflanum og því tapað gegn Aftureldingu í dag, í Olís-deild karla í handbolta. Hann sendi öðrum félögum tóninn á fleiri en einn veg eftir leik, sem og sérfræðingum Seinni bylgjunnar. 27. febrúar 2022 20:05 Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - HK 26-25 | Hrikalegt bakslag fyrir HK-inga Vart gæti orðið við aukna notkun hjartalyfja í Mosfellsbæ ef fram heldur sem horfir hjá liði Aftureldingar í Olís-deild karla í handbolta á þessu ári. Liðið náði að komast yfir á síðustu stundu gegn HK í dag og vinna 26-25. 27. febrúar 2022 20:35 Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Fleiri fréttir „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Sjá meira
Seinni bylgjan talar um krísu hjá Stjörnunni Stjörnumenn eru í basli í karlahandboltanum og tap á móti Selfossi á heimavelli í síðasta leik er enn eitt dæmið um slíkt. Seinni bylgjan ræddi stöðuna á Stjörnumönnum. 1. mars 2022 16:01
„Örugglega hræðilega erfitt og miklar tilfinningar“ Ihor Kopyshynskyi var frábær í sigri Hauka á Gróttu í síðustu umferð Olís deildar karla í handbolta en hann var markahæstur í Haukaliðinu og með hundrað prósent skotnýtingu. 1. mars 2022 12:30
„Látið þá vera og búið til ykkar eigin leikmenn“ Sebastian Alexandersson, þjálfari HK, segir sína menn einfaldlega hafa farið á taugum á lokakaflanum og því tapað gegn Aftureldingu í dag, í Olís-deild karla í handbolta. Hann sendi öðrum félögum tóninn á fleiri en einn veg eftir leik, sem og sérfræðingum Seinni bylgjunnar. 27. febrúar 2022 20:05
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - HK 26-25 | Hrikalegt bakslag fyrir HK-inga Vart gæti orðið við aukna notkun hjartalyfja í Mosfellsbæ ef fram heldur sem horfir hjá liði Aftureldingar í Olís-deild karla í handbolta á þessu ári. Liðið náði að komast yfir á síðustu stundu gegn HK í dag og vinna 26-25. 27. febrúar 2022 20:35