„Þetta var partur af hans lífsgleði“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 3. mars 2022 07:00 Ragnar Axelsson og Haraldur Diego í einum af þeirra ævintýrum saman í háloftunum. RAX „Loftmyndin er svolítið vanmetin í því sem hún gerir fyrir Ísland,“ segir Ragnar Axelsson ljósmyndari og flugmaður. Nýjasti þátturinn af RAX Augnablik var tileinkaður flugmanninum Haraldi Diego, sem lést í flugslysi á Þingvallavatni á flugvél sinni þann 3. febrúar síðast liðinn. „Hann hafði samband við mig sem ungur strákur, hann er aðeins yngri en ég. Hann hafði áhuga á ljósmyndun og alltaf þegar einhver hringir þá vil ég hjálpa til og miðla einhverju sem ég kann. Við urðum góðir vinir,“ segir RAX um fyrstu kynni sín af Haraldi, eða Hadda eins og hann kallar hann. Sárt saknað úr flugheiminum „Hann miðlaði af sinni reynslu til mín og við töluðum oft saman um hans drauma og það sem hann vildi gera í framtíðinni, það var mjög fallegt. Þetta var flinkur flugmaður og góður drengur. Hans verður sárt saknað úr flugheiminum.“ RAX fjallar í þættinum um áhrif ljósmynda af Íslandi sem birtast á erlendum samfélags- og fréttamiðlum. Haraldur hafði í mörg ár flogið með flesta þá sem vildu ná slíkum myndum af landinu okkar, enda var hann gríðarlega vinsæll á meðal erlendra ljósmyndara. „Það er ekki alveg sama hvernig þú myndar úr lofti og flugmenn verða að skilja hvað ljósmyndarinn hugsar þannig að þeir fljúgi rétt á þessi horn sem þarf að ná. Sumir fljúga bara fram hjá og það þýðir ekki að tala við þá. Haddi vissi hvernig átti að gera þetta og þeir elskuðu að fljúga með honum, bara honum,“ útskýrir RAX í þættinum. Hann segir að Haraldur hafi gert þetta fyrir ljósmyndara sem vinur þeirra. „Hann vildi hjálpa til og hjálpa þeim. Þetta var partur af hans lífsgleði.“ Þáttinn má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. RAX Ljósmyndun Flugslys við Þingvallavatn Tengdar fréttir RAX Augnablik: „Ég þurfti að labba þarna berrassaður í sjóinn“ Á ferð sinni um Finnland, þegar Ragnar Axelsson ljósmyndari var að skrásetja lífið á norðurslóðum, langaði hann að ná myndum af hinni miklu gufubaðshefð sem Finnar halda í heiðri. 20. febrúar 2022 07:01 RAX Augnablik: „Ég vann við það að vera leiðinlegur“ Ljósmyndarinn Ragnar Axelsson hefur myndað náttúruhamfarir, skipsströnd, bráðnun jökla og erfiðar aðstæður um allan heim. En hann er líka mikill húmoristi og hefur tekið margar bráðsniðugar myndir síðustu ár. 12. desember 2021 07:01 Chris Burkard selur ljósmyndir til að safna fyrir fjölskyldu Haraldar Ljósmyndarinn og Íslandsvinurinn Chris Burkard hefur sett af stað söfnun fyrir fjölskyldu flugmannsins Haraldar Diego, sem lést í flugslysi við Þingvallavatn fyrr í mánuðinum. 15. febrúar 2022 10:29 Mest lesið Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Lífið Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Lífið Ómótstæðileg jarðarberjaostakaka að hætti Evu Laufeyjar Matur Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Lífið „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið „Ég er auðvitað ekkert eðlilega stolt“ Lífið Segist vera orðinn of gamall Lífið Tipsý bar valinn besti barinn í Reykjavík Lífið Fleiri fréttir Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Gossip girl stjarna orðinn faðir „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Tipsý bar valinn besti barinn í Reykjavík Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Saltaðar píkur og hátíðarúrgangur Segist vera orðinn of gamall Sveppi og Pétur skíthræddir við hýenur sem heimamaðurinn kallar djöfullinn Enginn dæmir neinn á vikulegum geislasverðaæfingum „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ „Ég er auðvitað ekkert eðlilega stolt“ Íslenska ullin grunnurinn í hönnuninni Heimsfrægir dansarar kenndu nemendum Brynju Péturs Tara Sif og Elfar Elí keyptu glæsihús í Kópavogi Hraðfréttaprins fæddur og nefndur Tvær stúlkur bera nú nafnið eftir mismæli Svíakonungs Níutíu prósent Íslendinga geti sest í helgan stein fyrir þrítugt Fréttir síðustu daga stoppa ekki bingó Flokks fólksins Stjörnulífið: Sólarsæla og sykurpabbar Dreymir um að verða rithöfundur Af hverju talar Áslaug Arna um „smjörklípumenn“? Kvennaathvarfið á allra vörum Fann ástina á Prikinu Átta Dalvíkingar grófu sig í snjóhús í hamfaraveðri Krakkatían: Bangsímon, borðspil og bílar Glanni glæpur og íþróttaálfurinn í Keflavík Elsta popphljómsveit heims að leggja upp laupana Býður í sósupartý í Smekkleysu á sunnudag Fréttatía vikunnar: Hlustendaverðlaunin, sjötugsafmæli og gjaldþrot Sjá meira
„Hann hafði samband við mig sem ungur strákur, hann er aðeins yngri en ég. Hann hafði áhuga á ljósmyndun og alltaf þegar einhver hringir þá vil ég hjálpa til og miðla einhverju sem ég kann. Við urðum góðir vinir,“ segir RAX um fyrstu kynni sín af Haraldi, eða Hadda eins og hann kallar hann. Sárt saknað úr flugheiminum „Hann miðlaði af sinni reynslu til mín og við töluðum oft saman um hans drauma og það sem hann vildi gera í framtíðinni, það var mjög fallegt. Þetta var flinkur flugmaður og góður drengur. Hans verður sárt saknað úr flugheiminum.“ RAX fjallar í þættinum um áhrif ljósmynda af Íslandi sem birtast á erlendum samfélags- og fréttamiðlum. Haraldur hafði í mörg ár flogið með flesta þá sem vildu ná slíkum myndum af landinu okkar, enda var hann gríðarlega vinsæll á meðal erlendra ljósmyndara. „Það er ekki alveg sama hvernig þú myndar úr lofti og flugmenn verða að skilja hvað ljósmyndarinn hugsar þannig að þeir fljúgi rétt á þessi horn sem þarf að ná. Sumir fljúga bara fram hjá og það þýðir ekki að tala við þá. Haddi vissi hvernig átti að gera þetta og þeir elskuðu að fljúga með honum, bara honum,“ útskýrir RAX í þættinum. Hann segir að Haraldur hafi gert þetta fyrir ljósmyndara sem vinur þeirra. „Hann vildi hjálpa til og hjálpa þeim. Þetta var partur af hans lífsgleði.“ Þáttinn má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
RAX Ljósmyndun Flugslys við Þingvallavatn Tengdar fréttir RAX Augnablik: „Ég þurfti að labba þarna berrassaður í sjóinn“ Á ferð sinni um Finnland, þegar Ragnar Axelsson ljósmyndari var að skrásetja lífið á norðurslóðum, langaði hann að ná myndum af hinni miklu gufubaðshefð sem Finnar halda í heiðri. 20. febrúar 2022 07:01 RAX Augnablik: „Ég vann við það að vera leiðinlegur“ Ljósmyndarinn Ragnar Axelsson hefur myndað náttúruhamfarir, skipsströnd, bráðnun jökla og erfiðar aðstæður um allan heim. En hann er líka mikill húmoristi og hefur tekið margar bráðsniðugar myndir síðustu ár. 12. desember 2021 07:01 Chris Burkard selur ljósmyndir til að safna fyrir fjölskyldu Haraldar Ljósmyndarinn og Íslandsvinurinn Chris Burkard hefur sett af stað söfnun fyrir fjölskyldu flugmannsins Haraldar Diego, sem lést í flugslysi við Þingvallavatn fyrr í mánuðinum. 15. febrúar 2022 10:29 Mest lesið Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Lífið Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Lífið Ómótstæðileg jarðarberjaostakaka að hætti Evu Laufeyjar Matur Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Lífið „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið „Ég er auðvitað ekkert eðlilega stolt“ Lífið Segist vera orðinn of gamall Lífið Tipsý bar valinn besti barinn í Reykjavík Lífið Fleiri fréttir Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Gossip girl stjarna orðinn faðir „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Tipsý bar valinn besti barinn í Reykjavík Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Saltaðar píkur og hátíðarúrgangur Segist vera orðinn of gamall Sveppi og Pétur skíthræddir við hýenur sem heimamaðurinn kallar djöfullinn Enginn dæmir neinn á vikulegum geislasverðaæfingum „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ „Ég er auðvitað ekkert eðlilega stolt“ Íslenska ullin grunnurinn í hönnuninni Heimsfrægir dansarar kenndu nemendum Brynju Péturs Tara Sif og Elfar Elí keyptu glæsihús í Kópavogi Hraðfréttaprins fæddur og nefndur Tvær stúlkur bera nú nafnið eftir mismæli Svíakonungs Níutíu prósent Íslendinga geti sest í helgan stein fyrir þrítugt Fréttir síðustu daga stoppa ekki bingó Flokks fólksins Stjörnulífið: Sólarsæla og sykurpabbar Dreymir um að verða rithöfundur Af hverju talar Áslaug Arna um „smjörklípumenn“? Kvennaathvarfið á allra vörum Fann ástina á Prikinu Átta Dalvíkingar grófu sig í snjóhús í hamfaraveðri Krakkatían: Bangsímon, borðspil og bílar Glanni glæpur og íþróttaálfurinn í Keflavík Elsta popphljómsveit heims að leggja upp laupana Býður í sósupartý í Smekkleysu á sunnudag Fréttatía vikunnar: Hlustendaverðlaunin, sjötugsafmæli og gjaldþrot Sjá meira
RAX Augnablik: „Ég þurfti að labba þarna berrassaður í sjóinn“ Á ferð sinni um Finnland, þegar Ragnar Axelsson ljósmyndari var að skrásetja lífið á norðurslóðum, langaði hann að ná myndum af hinni miklu gufubaðshefð sem Finnar halda í heiðri. 20. febrúar 2022 07:01
RAX Augnablik: „Ég vann við það að vera leiðinlegur“ Ljósmyndarinn Ragnar Axelsson hefur myndað náttúruhamfarir, skipsströnd, bráðnun jökla og erfiðar aðstæður um allan heim. En hann er líka mikill húmoristi og hefur tekið margar bráðsniðugar myndir síðustu ár. 12. desember 2021 07:01
Chris Burkard selur ljósmyndir til að safna fyrir fjölskyldu Haraldar Ljósmyndarinn og Íslandsvinurinn Chris Burkard hefur sett af stað söfnun fyrir fjölskyldu flugmannsins Haraldar Diego, sem lést í flugslysi við Þingvallavatn fyrr í mánuðinum. 15. febrúar 2022 10:29