Sól Hansdóttir er fatahönnuður Reykjavíkurdætra: Kvenkyns erkitýpur fá að skína Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 2. mars 2022 20:01 Fatahönnuðurinn Sól Hannesdóttir vinnur með Reykjavíkurdætrum að fatnaði þeirra fyrir Söngvakeppnina. Samsett, portrett mynd: Anna Maggý Listakonan og fatahönnuðurinn Sól Hansdóttir er með mörg járn í eldinum og býr yfir mikilli sköpunargleði. Hennar nýjasta verkefni er að hanna fötin sem Reykjavíkurdætur klæðast í Söngvakeppninni en Sól er þekkt fyrir frumlega hönnun sem vekur athygli út fyrir landsteina. Blaðamaður heyrði í Sól og fékk að heyra nánar frá hennar listræna ferli. Klippa: Reykjavíkurdætur - Turn This Around Hvenær kviknaði ástríðan hjá þér fyrir listsköpun og hönnun? „Ég var alltaf mjög forvitin og með mikið ímyndunarafl, frá því að ég man eftir mér. Ég lék mér mikið í svona ímyndunar leikjum, skapaði heima og fígúrur og var oft á öðrum stað í hausnum, svona svolítið uppi í skýjunum. Svo var ég mikið í kringum smíði og handverksfólk með mikla handlagni og uppfinningasemi, sérstaklega pabba og afa, og ég held að það hafi haft áhrif á áhuga minn á handverki og hönnun. View this post on Instagram A post shared by Sólveig Hansdóttir Sól (@solhansdottir) Ég upplifi hönnun alltaf sem einhverskonar hýbrid af uppfinningu og listsköpun og það er oft ákveðin útgangspunktur hjá mér, einhver forvitni eða uppfinning. Svo þetta hefur nú líklegast verið með mér frá blautu barnsbeini!“ View this post on Instagram A post shared by Sólveig Hansdóttir Sól (@solhansdottir) Hvernig hófst samstarfið við Reykjavíkurdætur? „Ég byrjaði að ræða við þær í nóvember 2021 um þetta allt saman. Ég var í London þegar þær heyrðu í mér fyrst. Salka (Valsdóttir) hringir í mig og segir mér að þær ætli að taka þátt í Söngvakeppninni og vilji fá mig með í allt ferlið. Það var þá í raun bara að skapa allt lookið á þeim í samvinnu við þær. Sól skapaði hvert einasta look fyrir Reykjavíkurdætur í samvinnu við hverja og eina söngkonu. Aðsend Svo ég byrja aðeins að rannsaka visually þarna úti og eftir að ég kem svo heim tek ég fundi með hverri og einni og við tókum þetta þaðan, þróuðum look á hverja og eina út frá viðtölum og visual rannsóknarferlinu.“ View this post on Instagram A post shared by Daughters of Reykjavi k (@daughtersofreykjavik) Hvaðan sækirðu innblástur fyrir söngvakeppnis búningana þeirra? „Innblástur var í raun sóttur í gegnum viðtöl við hverja og eina og visual rannsókn sem fókusaði á skoða hverja og eina sem ákveðin lit og ákveðið element eða ákveðna kvenkyns erkitýpu. Við skoðuðum mikið 60's sci-fi myndir eins og Barbarella og Satyricon. Barbarella er söguleg kvenkyns erkitýpa sem Sól sótti innblástur til fyrir hönnun sína.Aðsend Ég dembdi mér alveg í hugmyndafræði Jung um erkitýpur til að skapa look og karakter fyrir hverja og eina, þetta var í raun svolítil leikhús nálgun á hönnun og ferli. Svo fengum við aðstoð frá Filippíu Elísdóttur búningahönnuði sem er svo klár í alls kyns reffum. Ég skoðaði líka mikið hönnuðinn Paco Rabanne sem gerði meðal annars búningana fyrir Barbarellu, hvernig hann nálgast efnaval og þess háttar. Þannig erum við að nota mikið svona óhefðbundin efni í búningunum, eins og álpappír, kopar, pappír og plast og endurnýtum eins mikið og við getum. Sól og Reykjavíkurdætur nota mikið af óhefðbundnu efni í Söngvakeppnis búningana, meðal annars álpappír. Þær endurvinna eins mikið og þær geta í þessu ferli.Aðsend Sú nálgun er líka ákveðin reffi í búninga hjá stúlknabandinu Grýlunum á sínum tíma þar sem Dóra Einarsdóttir búningahönnuður nýtti oft óhefðbundin efni eins og álpappír og plast. Það er frábært að geta reference-að svona flottan menningararf kvenna!“ Hvað er á döfinni hjá þér? „Ég er samhliða þessu á fullu að gera mínar eigin línur og var einmitt að frumsýna fyrstu línuna mína eftir háskólanám núna í gegnum London Fashion Week í samstarfi við British Fashion Council. View this post on Instagram A post shared by Sólveig Hansdóttir Sól (@solhansdottir) Ég stefni á að sýna línuna á Hönnunarmars ásamt videoverki sem er unnið með Önnu Maggý. Ásamt því mun ég einnig sýna annað rannsóknarverkefni á Hönnunarmars sem ég hef unnið með samstarfskonu og góðri vinkonu minni Berglindi Ósk. Svo stefni ég á næsta season á London Fashion Week!“ View this post on Instagram A post shared by Sólveig Hansdóttir Sól (@solhansdottir) Tónlist Tíska og hönnun Menning Tengdar fréttir Frumsýning á tónlistarmyndbandi Reykjavíkurdætra fyrir Söngvakeppnina Reykjavíkurdætur eru meðal keppenda í undankeppni Eurovision í ár en næsta laugardag stíga þær á svið í seinna holli. Lífið á Vísi frumsýnir hér tónlistarmyndbandið við framlag þeirra í ár en lagið ber nafnið Turn This Around í ensku útgáfunni. 28. febrúar 2022 12:00 Þátttaka Reykjavíkurdætra í Söngvakeppninni vekur athygli út fyrir landsteina Reykjavíkurdætur eru meðal íslenskra keppenda í undankeppni fyrir Eurovision í ár. Þátttaka þeirra hefur vakið athygli úti í hinum stóra heimi þar sem ýmis erlend tónlistar- og menningartímarit hafa fjallað um þetta. 9. febrúar 2022 11:31 Mest lesið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Tónlist Risa endurkoma eftir áratug í dvala Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Klippa: Reykjavíkurdætur - Turn This Around Hvenær kviknaði ástríðan hjá þér fyrir listsköpun og hönnun? „Ég var alltaf mjög forvitin og með mikið ímyndunarafl, frá því að ég man eftir mér. Ég lék mér mikið í svona ímyndunar leikjum, skapaði heima og fígúrur og var oft á öðrum stað í hausnum, svona svolítið uppi í skýjunum. Svo var ég mikið í kringum smíði og handverksfólk með mikla handlagni og uppfinningasemi, sérstaklega pabba og afa, og ég held að það hafi haft áhrif á áhuga minn á handverki og hönnun. View this post on Instagram A post shared by Sólveig Hansdóttir Sól (@solhansdottir) Ég upplifi hönnun alltaf sem einhverskonar hýbrid af uppfinningu og listsköpun og það er oft ákveðin útgangspunktur hjá mér, einhver forvitni eða uppfinning. Svo þetta hefur nú líklegast verið með mér frá blautu barnsbeini!“ View this post on Instagram A post shared by Sólveig Hansdóttir Sól (@solhansdottir) Hvernig hófst samstarfið við Reykjavíkurdætur? „Ég byrjaði að ræða við þær í nóvember 2021 um þetta allt saman. Ég var í London þegar þær heyrðu í mér fyrst. Salka (Valsdóttir) hringir í mig og segir mér að þær ætli að taka þátt í Söngvakeppninni og vilji fá mig með í allt ferlið. Það var þá í raun bara að skapa allt lookið á þeim í samvinnu við þær. Sól skapaði hvert einasta look fyrir Reykjavíkurdætur í samvinnu við hverja og eina söngkonu. Aðsend Svo ég byrja aðeins að rannsaka visually þarna úti og eftir að ég kem svo heim tek ég fundi með hverri og einni og við tókum þetta þaðan, þróuðum look á hverja og eina út frá viðtölum og visual rannsóknarferlinu.“ View this post on Instagram A post shared by Daughters of Reykjavi k (@daughtersofreykjavik) Hvaðan sækirðu innblástur fyrir söngvakeppnis búningana þeirra? „Innblástur var í raun sóttur í gegnum viðtöl við hverja og eina og visual rannsókn sem fókusaði á skoða hverja og eina sem ákveðin lit og ákveðið element eða ákveðna kvenkyns erkitýpu. Við skoðuðum mikið 60's sci-fi myndir eins og Barbarella og Satyricon. Barbarella er söguleg kvenkyns erkitýpa sem Sól sótti innblástur til fyrir hönnun sína.Aðsend Ég dembdi mér alveg í hugmyndafræði Jung um erkitýpur til að skapa look og karakter fyrir hverja og eina, þetta var í raun svolítil leikhús nálgun á hönnun og ferli. Svo fengum við aðstoð frá Filippíu Elísdóttur búningahönnuði sem er svo klár í alls kyns reffum. Ég skoðaði líka mikið hönnuðinn Paco Rabanne sem gerði meðal annars búningana fyrir Barbarellu, hvernig hann nálgast efnaval og þess háttar. Þannig erum við að nota mikið svona óhefðbundin efni í búningunum, eins og álpappír, kopar, pappír og plast og endurnýtum eins mikið og við getum. Sól og Reykjavíkurdætur nota mikið af óhefðbundnu efni í Söngvakeppnis búningana, meðal annars álpappír. Þær endurvinna eins mikið og þær geta í þessu ferli.Aðsend Sú nálgun er líka ákveðin reffi í búninga hjá stúlknabandinu Grýlunum á sínum tíma þar sem Dóra Einarsdóttir búningahönnuður nýtti oft óhefðbundin efni eins og álpappír og plast. Það er frábært að geta reference-að svona flottan menningararf kvenna!“ Hvað er á döfinni hjá þér? „Ég er samhliða þessu á fullu að gera mínar eigin línur og var einmitt að frumsýna fyrstu línuna mína eftir háskólanám núna í gegnum London Fashion Week í samstarfi við British Fashion Council. View this post on Instagram A post shared by Sólveig Hansdóttir Sól (@solhansdottir) Ég stefni á að sýna línuna á Hönnunarmars ásamt videoverki sem er unnið með Önnu Maggý. Ásamt því mun ég einnig sýna annað rannsóknarverkefni á Hönnunarmars sem ég hef unnið með samstarfskonu og góðri vinkonu minni Berglindi Ósk. Svo stefni ég á næsta season á London Fashion Week!“ View this post on Instagram A post shared by Sólveig Hansdóttir Sól (@solhansdottir)
Tónlist Tíska og hönnun Menning Tengdar fréttir Frumsýning á tónlistarmyndbandi Reykjavíkurdætra fyrir Söngvakeppnina Reykjavíkurdætur eru meðal keppenda í undankeppni Eurovision í ár en næsta laugardag stíga þær á svið í seinna holli. Lífið á Vísi frumsýnir hér tónlistarmyndbandið við framlag þeirra í ár en lagið ber nafnið Turn This Around í ensku útgáfunni. 28. febrúar 2022 12:00 Þátttaka Reykjavíkurdætra í Söngvakeppninni vekur athygli út fyrir landsteina Reykjavíkurdætur eru meðal íslenskra keppenda í undankeppni fyrir Eurovision í ár. Þátttaka þeirra hefur vakið athygli úti í hinum stóra heimi þar sem ýmis erlend tónlistar- og menningartímarit hafa fjallað um þetta. 9. febrúar 2022 11:31 Mest lesið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Tónlist Risa endurkoma eftir áratug í dvala Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Frumsýning á tónlistarmyndbandi Reykjavíkurdætra fyrir Söngvakeppnina Reykjavíkurdætur eru meðal keppenda í undankeppni Eurovision í ár en næsta laugardag stíga þær á svið í seinna holli. Lífið á Vísi frumsýnir hér tónlistarmyndbandið við framlag þeirra í ár en lagið ber nafnið Turn This Around í ensku útgáfunni. 28. febrúar 2022 12:00
Þátttaka Reykjavíkurdætra í Söngvakeppninni vekur athygli út fyrir landsteina Reykjavíkurdætur eru meðal íslenskra keppenda í undankeppni fyrir Eurovision í ár. Þátttaka þeirra hefur vakið athygli úti í hinum stóra heimi þar sem ýmis erlend tónlistar- og menningartímarit hafa fjallað um þetta. 9. febrúar 2022 11:31