Enn úr leik eftir höfuðskot gegn Dönum: „Lá bara uppi í rúmi með dregið fyrir“ Sindri Sverrisson skrifar 4. mars 2022 07:31 Adam Thorstensen er enn að glíma við afleiðingar höfuðhöggs í byrjun nóvember. Stöð 2 Markvörðurinn ungi og efnilegi Adam Thorstensen hefur ekki getað spilað handbolta í fjóra mánuði eftir að hann fékk skot í höfuðið í leik gegn Danmörku með U20-landsliði Íslands. „Enn þann dag í dag á ég erfitt með að vera í sterku ljósi og hljóð geta líka verið erfið. Þetta er því búið að vera basl,“ segir Adam í viðtali sem sjá má hér að neðan. Adam er annar markvörður handknattleiksliðs Stjörnunnar sem glímt hefur við afleiðingar höfuðhöggs í vetur því eins og fjallað var um á Vísi fyrr í vikunni er Brynjar Darri Baldursson hættur í handbolta eftir skot í höfuðið í leik gegn KA. Adam fékk sitt högg í Danmörku í byrjun nóvember og varð svo ljóst í næsta leik með Stjörnunni, gegn Gróttu 10. nóvember, að ekki væri allt með felldu: „Ég reyndi að klára leikinn og talaði svo við sjúkraþjálfara eftir það, og svo kom í ljós í tékki að jafnvægisskynið væri alveg farið og að þetta liti ekki nógu vel út Þetta er nú ekki í fyrsta skiptið og hundrað prósent ekki það síðasta [sem Adam fær skot í höfuðið]. En þetta er alvarlegasta skotið sem maður hefur fengið í sig, það er á hreinu,“ segir Adam sem er í endurhæfingu en veit lítið um það hvenær hann gæti spilað aftur handboltaleik. Klippa: Adam glímir við höfuðmeiðsli Prófin koma enn illa út „Þetta er búið að vera þreytt. Fyrstu mánuðirnir voru erfiðastir, þegar maður mátti ekki gera neitt. Varla horfa á sjónvarpið. Maður lá bara uppi í rúmi með dregið fyrir, ljósfælinn og helvíti þunglyndur næstum því. Eftir að maður gat byrjað að æfa hefur þetta gengið betur og svo þarf maður bara að vera duglegur og vera tilbúinn þegar kallið kemur,“ segir Adam sem er farinn að geta mætt í ræktina og vonast til að mega byrja að æfa handbolta eftir 2-3 vikur, með það í huga að spila með Stjörnunni í úrslitakeppni Olís-deildarinnar í vor. „Það er enn eitthvað í land. Ég er enn að koma illa út úr augnatestum og þannig. Það er því enn eitthvað í að ég byrji að spila. Ég fæ aldrei nákvæma dagsetningu þannig að ég tek bara einn dag í einu,“ segir þessi 19 ára gamli markvörður. Olís-deild karla Stjarnan Handbolti Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Gerði 40 stig í síðasta leik: „Ansi hræddur um að hann sé eitthvað sem Grindavík vill ekki“ Sport Sautján ára nýliði í landsliðinu Fótbolti Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Fótbolti Jon Dahl rekinn Fótbolti Fleiri fréttir „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Sjá meira
„Enn þann dag í dag á ég erfitt með að vera í sterku ljósi og hljóð geta líka verið erfið. Þetta er því búið að vera basl,“ segir Adam í viðtali sem sjá má hér að neðan. Adam er annar markvörður handknattleiksliðs Stjörnunnar sem glímt hefur við afleiðingar höfuðhöggs í vetur því eins og fjallað var um á Vísi fyrr í vikunni er Brynjar Darri Baldursson hættur í handbolta eftir skot í höfuðið í leik gegn KA. Adam fékk sitt högg í Danmörku í byrjun nóvember og varð svo ljóst í næsta leik með Stjörnunni, gegn Gróttu 10. nóvember, að ekki væri allt með felldu: „Ég reyndi að klára leikinn og talaði svo við sjúkraþjálfara eftir það, og svo kom í ljós í tékki að jafnvægisskynið væri alveg farið og að þetta liti ekki nógu vel út Þetta er nú ekki í fyrsta skiptið og hundrað prósent ekki það síðasta [sem Adam fær skot í höfuðið]. En þetta er alvarlegasta skotið sem maður hefur fengið í sig, það er á hreinu,“ segir Adam sem er í endurhæfingu en veit lítið um það hvenær hann gæti spilað aftur handboltaleik. Klippa: Adam glímir við höfuðmeiðsli Prófin koma enn illa út „Þetta er búið að vera þreytt. Fyrstu mánuðirnir voru erfiðastir, þegar maður mátti ekki gera neitt. Varla horfa á sjónvarpið. Maður lá bara uppi í rúmi með dregið fyrir, ljósfælinn og helvíti þunglyndur næstum því. Eftir að maður gat byrjað að æfa hefur þetta gengið betur og svo þarf maður bara að vera duglegur og vera tilbúinn þegar kallið kemur,“ segir Adam sem er farinn að geta mætt í ræktina og vonast til að mega byrja að æfa handbolta eftir 2-3 vikur, með það í huga að spila með Stjörnunni í úrslitakeppni Olís-deildarinnar í vor. „Það er enn eitthvað í land. Ég er enn að koma illa út úr augnatestum og þannig. Það er því enn eitthvað í að ég byrji að spila. Ég fæ aldrei nákvæma dagsetningu þannig að ég tek bara einn dag í einu,“ segir þessi 19 ára gamli markvörður.
Olís-deild karla Stjarnan Handbolti Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Gerði 40 stig í síðasta leik: „Ansi hræddur um að hann sé eitthvað sem Grindavík vill ekki“ Sport Sautján ára nýliði í landsliðinu Fótbolti Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Fótbolti Jon Dahl rekinn Fótbolti Fleiri fréttir „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Sjá meira