„Mér gæti ekki verið meira sama“ Sindri Sverrisson skrifar 8. mars 2022 07:31 Gunnar Heiðar Þorvaldsson stýrði ÍBV í einum leik til bráðabirgða síðasta sumar, í 2-1 sigri gegn Fylki. vísir/bára Fyrir tveimur árum var landsliðsmaðurinn fyrrverandi Gunnar Heiðar Þorvaldsson ekkert sérlega áhugasamur um að gerast fótboltaþjálfari. Hann fékk hins vegar bakteríuna heima í Vestmannaeyjum og hefur nú tekið við Vestra á Ísafirði eftir að félaginu mistókst að krækja í þungavigtarmenn á þjálfaramarkaðnum. „Ég er að taka við liði sem að mér finnst mjög spennandi. Öll mín samskipti við þá sem að vinna fyrir klúbbinn fyrir vestan hafa verið mjög jákvæð og þetta lítur að mínu mati mjög vel út. Það eru miklir möguleikar þarna og þess vegna sagði ég já,“ segir Gunnar Heiðar í samtali við Vísi. Segja má að Vestramenn hafi leitað í efstu hillu hér á landi að þjálfara, eftir að hafa óvænt misst Jón Þór Hauksson til ÍA í janúar. Þeir leituðu nefnilega til Heimis Hallgrímssonar, Eiðs Smára Guðjohnsen og Ólafs Kristjánssonar um að taka við liðinu. Allir höfnuðu því boði en Gunnar Heiðar kippir sér ekki upp við að koma þar á eftir: „Mér gæti ekki verið meira sama, ef ég á að segja alveg eins og er. Það sýnir bara metnaðinn í þeim sem stjórna hjá Vestra, að reyna að fá mann úr efstu hillunni. Það í hvaða hillu ég er mun bara koma í ljós,“ segir Gunnar. Hann gerði samning til eins árs við Vestra, með möguleika á árs framlengingu. Gunnar Heiðar Þorvaldsson lék sem atvinnumaður um árabil, meðal annars með Reading á Englandi.Getty/Stu Forster Eftir að ferli hans sem leikmaður lauk tók Gunnar, án þess að hafa beinlínis stefnt á það, við þjálfun KFS í Vestmannaeyjum fyrir tveimur árum og stýrði liðinu upp í 3. deild þar sem það endaði í 6. sæti í fyrra. Áhuginn á þjálfun hefur snaraukist og Gunnar lýkur brátt UEFA Pro þjálfaragráðu. Fékk símtöl eftir síðasta tímabil „Þegar ég tók við KFS var ég beðinn um að koma og hjálpa til því að annars yrði klúbburinn lagður niður. Það voru alla vega skilaboðin sem ég fékk. Mér fannst það ósanngjarnt gagnvart strákunum sem stunda fótbolta í Vestmannaeyjum, og ég held að KFS hjálpi ÍBV gríðarlega mikið sem svona venslafélag. Ég held að menn séu búnir að átta sig á því núna. Eftir síðasta tímabil hugsaði ég með mér að þetta [þjálfun] gæti nú kannski verið eitthvað fyrir mig, og ég fékk alveg símtöl, en mér fannst ekki bjóðast gott næsta skref fyrir mig. Þegar símtalið frá Samma [Samúel Samúelssyni, stjórnarmanni hjá Vestra] kom þá fékk ég annan fíling. Við höfum rætt þetta mikið síðustu daga og ég er orðinn mjög spenntur fyrir því að fara að undirbúa liðið fyrir Lengjudeildina,“ segir Gunnar. Heldur starfinu í Eyjum Þessi fyrrverandi atvinnumaður í Tyrklandi, Danmörku Svíþjóð, Noregi og Englandi heldur upp á fertugsafmælið sitt með Spánarferð með sínum nýju lærisveinum í byrjun apríl. Þar gefst honum kjörið tækifæri til að kynnast leikmannahópnum vel en Gunnar er búsettur í Vestmannaeyjum en mun búa á Ísafirði í sumar. Hann er verkefnastjóri hjá Vinnslustöðinni en fékk leyfi til að sinna því starfi í fjarvinnu yfir keppnistímabilið. Gunnar Heiðar skoraði fimm mörk í 24 A-landsleikjum og fagnar hér marki sínu gegn Norður-Írlandi í undankeppni EM 2008.Getty/John Walton Gunnar segir að Vestraliðið verði að stærstum hluta skipað sama mannskap og endaði í 5. sæti Lengjudeildarinnar í fyrra, og komst í undanúrslit bikarkeppninnar með því að slá út þáverandi Íslandsmeistara Vals. „Án þess að vera búinn að hitta hópinn, þá tökum við þetta klassíska og ætlum að gera betur en í fyrra,“ segir Gunnar um markmið tímabilsins. „Núna snýst þetta fyrir mig um að kynnast strákunum í liðinu. Ég held að æfingaferð sem við förum í til Spánar 1. apríl verði gríðarlega mikilvæg fyrir okkur og ég get þá kynnst þeim mun betur en þegar ég hitti þá bara um helgar núna næstu vikur.“ Erfitt umhverfi en eitthvað sem leikmenn og Gunnar þekkja Vestramenn hafa lengi barist fyrir bættum aðstæðum til knattspyrnuiðkunar á Vestfjörðum. Þeir urðu að spila heimaleik sinn í undanúrslitum bikarkeppninnar í fyrra á heimavelli KR í Reykjavík, og æfa í Borgarnesi. „Ég á svo sem eftir að setja mig betur inn í öll þessi mál en það er alveg rétt varðandi umgjörðina á veturna, að það er ótrúlegt að hún sé svona árið 2022 á Íslandi. Fyrir klúbb eins og Vestra, sem vill taka næstu skref í þessu, er algjört lykilatriði að vera með einhverja aðstöðu til að stunda íþróttina á veturna. Þetta er bara pólitískt mál sem verið er að vinna í og ekki eitthvað sem ég get svarað fyrir,“ segir Gunnar sem lætur hins vegar engan bilbug á sér finna: „Þetta er frábært næsta skref fyrir mig og ég er mjög spenntur fyrir þessu. Þetta er auðvitað erfitt umhverfi, ekki allir mættir og allt slíkt, en það er eitthvað sem við munum tækla og eitthvað sem að Vestri og leikmennirnir þar þekkja. Það geri ég líka eftir að hafa leikið með ÍBV hér áður fyrr.“ Íslenski boltinn Lengjudeild karla Vestri Mest lesið Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Manchester United - West Ham | Djöflanir að hlið Chelsea með sigri Enski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Fleiri fréttir Manchester United - West Ham | Djöflanir að hlið Chelsea með sigri Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjá meira
„Ég er að taka við liði sem að mér finnst mjög spennandi. Öll mín samskipti við þá sem að vinna fyrir klúbbinn fyrir vestan hafa verið mjög jákvæð og þetta lítur að mínu mati mjög vel út. Það eru miklir möguleikar þarna og þess vegna sagði ég já,“ segir Gunnar Heiðar í samtali við Vísi. Segja má að Vestramenn hafi leitað í efstu hillu hér á landi að þjálfara, eftir að hafa óvænt misst Jón Þór Hauksson til ÍA í janúar. Þeir leituðu nefnilega til Heimis Hallgrímssonar, Eiðs Smára Guðjohnsen og Ólafs Kristjánssonar um að taka við liðinu. Allir höfnuðu því boði en Gunnar Heiðar kippir sér ekki upp við að koma þar á eftir: „Mér gæti ekki verið meira sama, ef ég á að segja alveg eins og er. Það sýnir bara metnaðinn í þeim sem stjórna hjá Vestra, að reyna að fá mann úr efstu hillunni. Það í hvaða hillu ég er mun bara koma í ljós,“ segir Gunnar. Hann gerði samning til eins árs við Vestra, með möguleika á árs framlengingu. Gunnar Heiðar Þorvaldsson lék sem atvinnumaður um árabil, meðal annars með Reading á Englandi.Getty/Stu Forster Eftir að ferli hans sem leikmaður lauk tók Gunnar, án þess að hafa beinlínis stefnt á það, við þjálfun KFS í Vestmannaeyjum fyrir tveimur árum og stýrði liðinu upp í 3. deild þar sem það endaði í 6. sæti í fyrra. Áhuginn á þjálfun hefur snaraukist og Gunnar lýkur brátt UEFA Pro þjálfaragráðu. Fékk símtöl eftir síðasta tímabil „Þegar ég tók við KFS var ég beðinn um að koma og hjálpa til því að annars yrði klúbburinn lagður niður. Það voru alla vega skilaboðin sem ég fékk. Mér fannst það ósanngjarnt gagnvart strákunum sem stunda fótbolta í Vestmannaeyjum, og ég held að KFS hjálpi ÍBV gríðarlega mikið sem svona venslafélag. Ég held að menn séu búnir að átta sig á því núna. Eftir síðasta tímabil hugsaði ég með mér að þetta [þjálfun] gæti nú kannski verið eitthvað fyrir mig, og ég fékk alveg símtöl, en mér fannst ekki bjóðast gott næsta skref fyrir mig. Þegar símtalið frá Samma [Samúel Samúelssyni, stjórnarmanni hjá Vestra] kom þá fékk ég annan fíling. Við höfum rætt þetta mikið síðustu daga og ég er orðinn mjög spenntur fyrir því að fara að undirbúa liðið fyrir Lengjudeildina,“ segir Gunnar. Heldur starfinu í Eyjum Þessi fyrrverandi atvinnumaður í Tyrklandi, Danmörku Svíþjóð, Noregi og Englandi heldur upp á fertugsafmælið sitt með Spánarferð með sínum nýju lærisveinum í byrjun apríl. Þar gefst honum kjörið tækifæri til að kynnast leikmannahópnum vel en Gunnar er búsettur í Vestmannaeyjum en mun búa á Ísafirði í sumar. Hann er verkefnastjóri hjá Vinnslustöðinni en fékk leyfi til að sinna því starfi í fjarvinnu yfir keppnistímabilið. Gunnar Heiðar skoraði fimm mörk í 24 A-landsleikjum og fagnar hér marki sínu gegn Norður-Írlandi í undankeppni EM 2008.Getty/John Walton Gunnar segir að Vestraliðið verði að stærstum hluta skipað sama mannskap og endaði í 5. sæti Lengjudeildarinnar í fyrra, og komst í undanúrslit bikarkeppninnar með því að slá út þáverandi Íslandsmeistara Vals. „Án þess að vera búinn að hitta hópinn, þá tökum við þetta klassíska og ætlum að gera betur en í fyrra,“ segir Gunnar um markmið tímabilsins. „Núna snýst þetta fyrir mig um að kynnast strákunum í liðinu. Ég held að æfingaferð sem við förum í til Spánar 1. apríl verði gríðarlega mikilvæg fyrir okkur og ég get þá kynnst þeim mun betur en þegar ég hitti þá bara um helgar núna næstu vikur.“ Erfitt umhverfi en eitthvað sem leikmenn og Gunnar þekkja Vestramenn hafa lengi barist fyrir bættum aðstæðum til knattspyrnuiðkunar á Vestfjörðum. Þeir urðu að spila heimaleik sinn í undanúrslitum bikarkeppninnar í fyrra á heimavelli KR í Reykjavík, og æfa í Borgarnesi. „Ég á svo sem eftir að setja mig betur inn í öll þessi mál en það er alveg rétt varðandi umgjörðina á veturna, að það er ótrúlegt að hún sé svona árið 2022 á Íslandi. Fyrir klúbb eins og Vestra, sem vill taka næstu skref í þessu, er algjört lykilatriði að vera með einhverja aðstöðu til að stunda íþróttina á veturna. Þetta er bara pólitískt mál sem verið er að vinna í og ekki eitthvað sem ég get svarað fyrir,“ segir Gunnar sem lætur hins vegar engan bilbug á sér finna: „Þetta er frábært næsta skref fyrir mig og ég er mjög spenntur fyrir þessu. Þetta er auðvitað erfitt umhverfi, ekki allir mættir og allt slíkt, en það er eitthvað sem við munum tækla og eitthvað sem að Vestri og leikmennirnir þar þekkja. Það geri ég líka eftir að hafa leikið með ÍBV hér áður fyrr.“
Íslenski boltinn Lengjudeild karla Vestri Mest lesið Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Manchester United - West Ham | Djöflanir að hlið Chelsea með sigri Enski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Fleiri fréttir Manchester United - West Ham | Djöflanir að hlið Chelsea með sigri Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjá meira